Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Side 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Side 12
Verkfall sjómanna Bylgjan á Vestfjörðum efndi til fundar á ísafirði með Grétari Mar Jónssyni forseta FFSÍ og Benedikt Valssyni framkvæmda- stjóra sambandsins. Fundurinn lýsti fullu trausti á samninganefndina. Samstaða sjómanna rofin Fátt virtist vera að gerast sem benti til þess að útvegsmenn væru til viðræðna um kröfur sjómanna. I lok apríi mælti Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fyr- ir frumvarpi til laga um um áhafnir ís- lenskra skipa á Alþingi. Innan ríkis- stjórnarinnar hafði þá náðst samkomulag um að fresta gildistöku þess þáttar frum- varpsins sem lýtur að sjómönnum á fiskiskipum. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja boðaði áhöfn frystitog- arans Baldvins Þorsteinssonar til fundar og lýsti því yfir að svo gæti farið að Sam- herji seldi skip vegna sjómannaverkfalls- ins. Fulltrúar sjómanna fordæmdu þessar hótanir forstjórans. Þegar vika var liðin af maí gerðist það sem suma hafði ekki órað fyrir en aðrir höfðu óttast. Samninganefnd vélstjóra hóf sérviðræður við útvegsmenn sem lauk með undirskrift nýs kjarasamnings aðfaranótt 9. maí. Forseti FFSÍ og for- maður Sjómannsambandsins lýstu þegar yfir megnri andstöðu við þennan samn- ing. Sögðu að ekki kæmi til greina að skrifa undir samning á þessum nótum sem í sumum tilvikum hefði í för með sér beina launalækkun til sjómanna. Vél- stjórar samþykktu samninginn naumlega í atkvæðagreiðslu þar sem aðeins 27% fé- lagsmanna greiddu atkvæði. Beinar árásir á Grétar Mar Nú var ljóst að útvegsmenn töldu lag til að reka enn breiðari fleyg í raðir sam- taka sjómanna. Friðrik Jón Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ lýsti því yfir ít- rekað í fjölmiðlum að ekki væri hægt að semja við Grétar Mar Jónsson forseta FFSÍ. Ábyrgir forystumenn sambandsins yrðu að taka við stjórn samninga fyrir hönd FFSÍ. Þorsteinn Már Baldvinsson tók undir og þennan óhróður sungu þeir félagar tvíraddað hvar sem von var um á- heyrn. Grétar Mar lét ekki hafa sig út í skítkast af þessu tagi og svaraði ekki í sömu mynt. Tilraunir forsvarsmanna LÍÚ til að persónugera deiluna runnu út í sandinn. Þeim varð ljóst að grípa þurfti til annarra ráða til að koma höggi á sjó- menn. Gripið til lagasetningar Þann 10. maí höfðu fjölmiðlar það eftir Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra að lög á verkfallið hefðu ekki komið til umræðu. Hann endurtók þetta svo dag- inn eftir. Síðar kom í ljós að þá var und- irbúningur að lagasetningu hafinn því laugardaginn 12. maí var dreift á Alþingi frumvarpi til laga um að stöðva verkfall sjómanna. Frumvarpið var tekið á dag- skrá þingsins mánudaginn 14. maí og samþykkt af meirihluta Alþingis sem lög fimmtudaginn 17. maí. Þar með lauk um sex vikna verkfalli sjómanna. Sjómenn fordæmdu lagasetninguna og efndu til mótmælafundar á Austurvelli. Ýmis önn- ur stéttarfélög og heildarsambönd laun- þega mótmæltu lagasetningunni harð- lega.-SG Á ríkisstjórnarfundi var Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambands íslands sagður hœttur að bera skilaboð frá Karphúsinu til samninganefndar Friðrik skrökvaði að ráðherranum „Þegar manni er runnin reiðin vegna lagasetningarinnar og ég lít yfir farinn veg undanfarnar vikur þá sýnist mér bara ein ástæða fyrir því að ekki tókst að semja í deilunni. Útgerðarmenn ætl- uðu aldrei að semja við okkur.” sagði Sævar Gunnarsson formaður Sjó- mannasambandsins í samtali við blaðið. Hann sagði að stundum hafi að vísu eitthvað verið farið að hreyfast á sátta- fundunum en þá hafi útgerðarmenn snúið við blaðinu og komið í veg fyrir að málin gætu þokast áfram. Hann var spurður hvort hann teldi að gerðar- dómur gæti leyst málin svo vel færi. „Ég sé ekki hvaða þrír menn á íslandi eigi að geta leyst þessi stóru vandamál, ef það á að gera það á þann hátt sem réttlátast er. Þetta eru gríðarlega stór og flókin mál. Hins vegar hef ég þó skoð- un að það sé ekki verið að skipa gerð- ardóm heldur stjórnskipaða nefnd til að koma fram kjararýrnum hjá sjómönn- um. En ef þetta á vera alvöru gerðar- dómur hlýtur hann að taka fullt tillit til allra greinargerða og raka beggja aðila með eðlilegum hætti. Þetta er ekki sú staða sem ég hefði vilja sjá málið fara í. Ég hef alltaf viljað ná samningum en vilji til þess var ekki fyrir hendi hjá við- semjendum okkar.” - En nú lýsti framkvæmdastjóri LÍÚ því margoft yfir að hann vildi að samn- ingar tækjust við sjómenn og hann væri á móti lagasetningu á deiluna? „Friðrik J. Arngrímsson kom slúðri um mig inn á ríkisstjórnarfund ( gegnum sjávarútvegsráðherra. Svona gera menn ekki nema í einum tilgangi, það er að segja að herða á því að lög væru sett á deiluna.” - Hvaða slúður var þarna um að ræða? „Á ríkisstjórnarfundi sem haldinn var föstudaginn 11. maí bar sjávarútvegs- ráðherra það út til samráðherra sinna að ég væri hættur að bera skilaboð frá samningsborði Karphússins til samn- inganefndarmanna. Þetta væri dæmi um viljaleysi mitt til að semja. Því væri ljóst að deilan væri óleysanleg og laga- selning eina leiðin til að höggva á hnút- inn. Ég frétti af þessum dæmalausu ummælum og hafði samband við sjáv- arútvegsráðherra. Hann staðfesti að þessar upplýsingar væru komnar frá Friðriki J. Arngrímssyni og ráðherra kvaðst hafa upplýst ríkisstjórnina um málið. Ég sagði honum að mér þætti ó- skiljanlegt að fara með þetta inn á fund ríkisstjórnar án þess að bera það undir mig. Það eru nógir til vitnis um það, að ég upplýsti mína samninganefndar- menn ævinlega um stöðu mála við samningaborðið. Þetta var nú samn- ingsvilji LÍÚ,” sagði Sævar Gunnarsson. Við þetta má bæta, að því hefur verið haldið fram á prenti að Sævari Gunn- arssyni hafi aldrei tekist að ná samning- um við útgerðarmenn eflir að hann varð formaður Sjómannasambandsins. Þetta er ekki sannleikanum samkvæmt, enda skrifaði hann undir samningana sem gerðir voru 1995. 12 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.