Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Qupperneq 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Qupperneq 16
Þráinn Bertelsson: Um rómantísha ímynd hins íslenska sjómanns „Sjómannslíf, sjómannslíf - ástir og ævintýr.” Einhvern veginn fer þessi lína úr gömlu dægurlagi að hljóma í höfðinu á mér þegar ég er að velta því fyrir mér hver ímynd hins íslenska sjómanns sé nú og hver hún hafi verið á mínum upp- vaxtarárum fyrir nær hálfri öld. „Ástir og ævintýr” í þessum texta ber óneitanlega vott um að annaðhvort hafi miðbik síðustu aldar verið rómantískt tímabil ellegar þá sjómennskan sveipuð ævintýraljóma nema hvorttveggja hafi verið. Önnur textaglefsa sem svífur um í höfðinu á mér er svona: „Seiðir hin salta dröfn.” Hún segir mér að tímarnir hafi breyst. „Seiðir hin salta dröfn” þætti undarleg setning i dægurlagatexta í nú- tímanum. Þetta er eins og óskiljanlegur og erindislaus draugur upp úr fornsög- unum og er meira í ætt við skáldskap Eg- ils Skallagrímssonar heldur en Skíta- móral og nútímann. Seiðir? Hvað þýðir það? Seyðir hvað? Rúgbrauð? Og með leyfi að spyrja hvað eða hver er „Salta Dröfn”? Er þetta kvenmaður eða eitthvert fyrirbæri? Þótt Sigurgeir afi minn hafi að vísu verið skipstjóri á ísafirði þá ólst ég upp sem landkrabbi í Reykjavik og hafði ekki önnur kynni af sjómönnum en þau að sumir jafnaldrar mínir og skólafélagar áttu sjómenn fyrir feður eða þannig. Með „eða þannig” á ég við Elías vin rrag plumar Salta Drofn sig í nútímanum? minn en hann var einkabarn móður sinnar og á föðurinn var aldrei minnst. Hann var ekki á svæðinu. Þau mæðginin bjuggu í kjallaraíbúð í Þingholtunum og leigðu út forstofuherbergi. Leigjandinn hét Óli og var bátsmaður á togara. Hann var ekki heima nema stundum en þegar hann var heima var mikil hátíð hjá Ella - og okkur vinum hans - því að Óli leigj- andi var ósínkur á fé við Ella og Elli aft- ur ósínkur á fé við vini sína. Bátsmaður- inn var ekki þeirrar skoðunar að ungir menn ættu að hanga heima hjá sér yfir mæðrum sínum allan guðslangan dag- inn. Öðru nær. Einu sinni þegar Óli var í landi náðum við því að fara í boði hans á þrjú, fimm og sjö sýningar í Hafnar-, Stjörnu-, og Austurbæjarbíói sama dag- inn. Móðir Elíasar tók sér frí úr vinnu og brúnaði kartöflur og brasaði miklar steikur með sósum upp á hvern dag því að rúmhelgir dagar voru stórhátíðisdagar meðan Óli bátsmaður var í landi. Og það var keyptur kassi af kók og var geymdur bakvið hús. Leigjandinn sjálfur sagði aldrei margt en sat í sóffanum og gljáði í framan, klæddur eins og bankastjóri því að móðir Ella þvoði og strauaði og stífaði á hann þær snjakahvítustu skyrtur sem ég nokkurn tímann séð um mína daga, og þarna sat hann og hafði alltaf Camel í munnvikinu og kipraði augun ofurlítið og brosti og það var sæt kaupstaðalykt af honum. „Heyriðið strákar,” sagði Óli og tók upp veski sem var bólgið af seðlum. „Viljiðið ekki fara í bíó? Er ekki Tarzan eða Roy eða Trigger eða einhver í bíó núna?” „Þú ert búinn að gefa okkur í bíó,” sagði Elli sem var, er og verður heiðar- legur maður. „Ég gef ykkur þá bara aftur í bíó, “ sagði Óli. „Því að Ólafur Ólafsson báts- maður á nóga peninga. Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af þvi. Eru ekki ein- hverjar góðar myndir?” ,Jújú.” Það vantaði ekki góðar og sterkar myndir i bíó. Og Óli taldi seðla upp úr veskinu. „Nú farið þið bara í bíó, strákar mínir,” sagði hann. “Og fáið ykkur pylsu á eftir. Og þið þurfið ekki að vera að flýta ykkur heim.” Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvort við strákarnir öfunduðum ekki Elí- as af þessu leigjanda eða hugsanlega stjúpföður, jafnvel þótt hann væri sköll- óttur. Palli og Dúddi áttu hins vegar alvöru- föður sem var sjómaður og ekki bara á togara heldur á millilandaskipi, einum af Fossunum hjá Eimskip og sigldi ekki til Pólands heldur til Ameríku. Pabbi Palla og Dúdda var ekki jafn- rausnarlegur við okkur hina strákana eins og Óli bátsmaður, hins vegar lifðu þeir bræður í miklum munaði og hjá þeim sá ég fyrst allar þær eftirsóttu fram- leiðsluvörur sem gerðu það af verkum að kapítalisminn sigraði kommúnismann í hjörtum mannanna og svo í veröldinni. Meðan aðrar fjölskyldur í Þingholtun- um átu signa ýsu með hamsatólg og gengu í fötum frá Andersen & Lát þá þrifust þeir bræður allra manna best á smygluðum spýtubrjóstsykri í öllum regnbogans litum og gengu i gallabuxum af gerðinni Lee eða Levi's. Og mjólk létu þeir Palli og Dúddi ekki inn fyrir sínar varir nema hún kæmi úr ísskáp, en þetta var á þeim tíma sem fólk geyrndi matvæli sín í litlum kössum utanhúss að þau mygluðu síður eða súrnuðu og ísskápar voru stöðutákn eins og Mercedes Benz eða BMW jeppar á raðgreiðslum í nútím- anum. Já, það þótti fínt að vera sjómaður á þessum tíma; ég er að tala urn árin fljót- lega eftir miðja síðustu öld. Og kannski rétt að geta þess að hinn eini raunveru- legi jafningi forseta íslands var borða- 16 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.