Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Qupperneq 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Qupperneq 17
lagður skipstjórinn á Gullfossi og var skipstjórinn þó heldur æðri að mati okk- ar strákanna því að úti á rúmsjó gat hann skipað forsetanum fyrir verkum en ekki öfugt og svo mátti hann gifta fólk en það mátti forsetinn ekki og má ekki enn. Kannski var það vegna alsnægtanna sem manni fannst svona mikið til sjó- manna koma á þessum tíma. Og kannski var það vegna þess ævintýraljóma sem fylgir því að vera eins og gestur hjá okk- ur landkröbbunum í okkar hversdagslega veruleika. Síðan hefur margt breyst. Tímarnir. Sjómannsstarfið. Og hún Salta Dröfn er horfin úr dægurlagatextum. Það er rninna sungið um ást og meira um greddu. Og alh í lagi með það. Þannig lagað séð. En hvernig hefur ímynd sjómannsins breyst? Ég veit það ekki. Ég þyrfti helst að vera aftur orðinn 12 ára gamall til að geta svarað því. Hins vegar er það oftast svo að alsnægtum fylgir ljómi. Það er eft- irsóknarvert að hafa góðar tekjur. En þvi fylgir líka öfund. (Þessir skrattar fá millj- ón á mánuði fyrir að búa í lúxusíbúðum úti á sjó og borða hótelfæði og góna á vídeó). Kannski byggist ímynd sjómanna með- al landkrabba fyrst og fremst á því að við landkrabbarnir sjáum þá sem sunnudags- börn: Við sjáunt þá aðeins í fríi. Við sjáum þá aldrei vinna. Við sjáum þeim fagnað þeg- ar þeir koma í land og við sjáum þá kvadda með tárum þegar þeir fara í vinn- una. (Það er enginn sem kveður mig með faðmlögum þótt ég þurfi að fara til vinnu og það er enginn sem hleypur upp um hálsinn á mér þegar ég kem heim aftur). Við sjáum þá eyða kaupinu sínu en við sjáum þá ekki vinna fyrir þvi. Þetta eru dularfullir rnenn, sjómenn- irnir. Þeir eru sveipaðir ljóma fjarlægðar; þeir eru ekki eins og við hinir. Og lífs- háskinn sem er alltaf nálægur. Kannski eimir eitthvað eftir af rórnan- tíkinni. „Seiðir hin Salta Dröfn”! □ Tfyggingafrœðileg úttekt stöðu Lífeyrissjóðs sjómanna Staða sjóðsins innan marka sem lögin setja Samkvæmt tryggingafræðilegri út- tekt sem Talnakönnun hf. gerði á stöðu Lífeyrissjóðs sjómanna miðað við árslok 2000, er heildarstaða sjóðs- ins neikvæð um 4,5 milljarða króna eða 6%. Konráð Alfreðsson fráfarandi stjórnarformaður sjóðsins var spurður hvort þessi niðurstaða gefi tilefni til sérstakra aðgerða af hálfu sjóðsins. „Þessi niðurstaða gefur ekki lilefni til neinna sérstakra aðgerða að þessu sinni þar sem sanrkvæmt lögum má heildarstaða sjóðsins aldrei vera verri eða betri en 10% af heildarskuldbind- ingu og jafnfranrl má staðan ekki vera verri eða betri en 5% samfellt í limm ár. Staða sjóðsins er því innan þeirra rnarka sem lögin setj þar sem heildar- staðan er innan 10% markanna og hún var innan 5% nrarkanna fyrir einu ári siðan,” sagði Konaráð. - Það kemur fram í úttektinni að líf- eyrissréttindi hjá Lífeyrissjóði sjó- manna eru rnjög mikil í samanburði við aðra sjóði. Eru réttindin orðin of mikil miðað við getu sjóðsins og kem- ur til greina að skerða þau? „Það er nokkuð alhyglisverð sú full- yrðing Talnakönnunar að lífeyrisrétt- indi hjá Lífeyrissjóði sjómanna séu mjög mikil í samanburði við aðra sjóði þar sem skylduiðgjald er 10% og trú- lega hvergi betri. Til þess að átta sig betur á því hvað þetta þýðir óskaði Konrdð Alfreðsson stjórn sjóðsins eflir því að staða sjóðsins yrði reiknuð út miðað við réttindareglur sem gilda hjá öðrurn sjóðum. Valinn var sjóður sem veitir “venjuleg” réttindi og var niðurslaðan sú að staða sjóðsins batnaði hvorki meira né minna en 8,5 miljarða króna og fór úr -6% í +6%. Þessi mikli munur liggur fyrsl og fremst í betri makalífeyrisréttindum hjá Lífeyrissjóði sjómanna, en hann greiðir enn ævilangan makalífeyri, sem aðrir óopinberir sjóðir gera ekki. í ljósi þess sem ég hef hér að framan sagt að þá er ekki upp sú staða að ástæða sé til skerðingar á rélt- indum sjóðfélaga en menn geta farið að spyrja sig hvort ekki sé korninn tími á að réttindi sjóðfélaga í Lífeyris- sjóði sjómanna séu á svipuðum nótum og hjá öðrum sambærilegum sjóðum.” - Hver er þín framtíðarsýn varðandi Lífeyrissjóðinn, eflingu hans og það hlutverk sem hann hefur að gegna í þágu sjómanna og fjölskyldna þeirra? „Það er alveg klárt að höfuð verkefni stjórnar sjóðsins er að efla hann og styrkja sem allra mest á komandi árurn til þess einmitt að hann verði enn bet- ur í stakk búin til að þjóna því hlut- verki sem honum er ætlað. Ég fullyrði það að ef einhver starfsstétt eigi að hafa góðan lífeyrissjóð þá eru það sjó- ntenn. Sjómannsstarfið er hættulegasta og með því erfiðasta sem lil er hér á norðurslóðum að minnnsta kosti og því er svo nauðsynlegt að Lífeyrissjóð- ur sjómanna sé sterkur og tilbúinn að greiða það sem þarf til að sjóðfélagar eða eftirlifandi rnakar geti lifað með reisn þegar komið er að eftirlaunum, örorkubótum eða makalífeyri,” sagði Konráð Alfreðsson. Á ársfundi Lífeyissjóðs Sjótnanna sem haldinn var 16. maí síðast liðinn tók Gunnar Hafsleinsson útgerðarmað- ur við formennsku stjórnar. □ Sjómannablaðið Víkingur - 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.