Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Síða 25
sem allt logar í illindum. Það eru sjó-
mannaverkföll og menn eru endalaust að
rífast um kvótann og svo framvegis. Þessi
mikli ófriður er ekki uppi til dæmis í
Færeyjum eða Noregi. Þegar maður er að
fjalla um þessi viðkvæmu mál, eins og til
dæmis brottkast afla, er maður að stinga
höfðinu í gin ljónsins. Það eru ekki allir
sáttir við að verið sé að taka til umfjöll-
unar mál sem ekki má tala um. Gott
dæmi þar um eru fréttir í fyrra um brott-
kast afla. Menn eru rosalega viðkvæmir
og hlusta og horfa á fréttir af þessum
málum með sama hugarfari og fjandinn
les Biblíuna.”
LÍÚ vildi stjórna fréttunum
- Nefndu mér dœmi um viðbrögð við
þínum fréttum.
„Þegar ég flutti viðtöl og fréttir af
brottkastmálum í fyrrasumar var ég
greinilega að fjalla um málefni sem ekki
átti að tala um. Ég var klagaður til frétta-
stjóra Sjónvarpsins af LÍÚ fyrir frétta-
flutninginn. En við vorum bara að fjalla
um staðreyndir. Ef ég er stoltur af ein-
hverju sem ég hef gert sem fréttamaður
þá er það af því sem ég gerði varðandi
brottkastmálið í fyrra. Ég fékk sjómenn
til að koma fram undir nafni og í mynd
og segja frá því hvað væri að gerast. Ef
þessi háværa umræða um brottkastið
hefði ekki farið á stað í fyrrasumar þá
hefði nýbirt könnun á brottkasti vart ver-
ið gerð i vetur.”
- Það brá mörgum í brún þegar karlarn-
ir birtust á skjdnum í viðtali við þig og
sögðufrá eigin reynslu afbrottkasti afli og
sumir áttu bágt með að trúa þessu?
,Já, ég get vel skilið það. En ég var bú-
inn að heyra lengi af brottkastinu og sjó-
menn sem ég þekki og tek mark á höfðu
sagt mér af því en voru ekki endilega til-
búnir að koma í viðtal. Samt voru nokkr-
ir sjómenn tilbúnir að koma frarn og ég
ákvað að láta þessa menn tala. Áður hafa
sögur unt brottkast verið bornar undir
sjómenn og síðan hlaupa fréttamenn til
LIÚ eða sjávarútvegsráðherra og þeir
hafa svæft málið. Ég ákvað að fara aðra
leið. Birta viðtölin fyrst en bíða með það
að hringja í LÍÚ. Þeir sprungu á limm-
inu. í þann mund sem ég ætlaði að fara
að hringja kom langt skammarbréf frá
Kristjáni Ragnarssyni til fréttastjóra Sjón-
varpsins þar sem ég var meðal annars ít-
rekað kallaður „fréttamaður” innan
gæsalappa og Kristján lýsti því yfir að
samtökin vildu ekkert með mig hafa í
framtíðinni. Framhaldið var svo alveg
kostulegt. Ég hringdi niður á LÍÚ og þá
var mér sagt það af Friðriki Arngríms-
syni, að þeir töluðu ekki við ntig nerna
ég væri reiðubúinn til þess að koma og
hitta þá undir fjögur augu og tala við þá
um það hvernig ég ætlaði að haga mín-
um fréttaflutningi í framtíðinni. Þetta
voru þeir kostir sem ntér voru settir af
„Þessi þorshur scm við biðum eftir að komi
ínn í veiðina og á að bera uppi stækkun í
stofninum mun aldrei koma fram í takt við
væntingar og stefnan er niður á við.”
Friðriki Arngrímssyni. Það kom auðvitað
ekki til greina og síðan hef ég ekki talað
við þá. En það er nóg af öðrum mönnum
til að ræða við í þessari atvinnugrein.
Þeir ætluðu að stýra umræðunni og kæfa
málið en ég var harðákveðinn í því frá
upphafi að þeir skyldu ekki komast upp
með það. Ég var sannfærður um að þetta
mál væri svo alvarlegt að það yrði að
kýla það upp á yfirborðið, hvað sem það
xar mér sagt
það af Friðriki
Arngrímssyni, að
þeir töluðu ekki við
mig nema ég xceri
reiðubúinn til þess
að koma og hitta
þá undir fjögur
augu og tala xið þá
um það hxernig ég
cetlaði að haga
mínum fréttaflutn-
ingi í framtíðinni.”
kostaði. Það tókst, ekki síst vegna þess
að menn voru tilbúnir að korna fram
undir nafni og viðurkenna brottkast. Þeir
sýndu mjög mikið hugrekki og rnálið
rúllaði áfram.
En frétlaflutningurinn féll ekki í
kramið hjá LÍÚ. Friðrik Arngrímsson tal-
aði um „dæmalausan áróður hjá frétta-
stofu útvarps og sjónvarps” í Kastljós-
þætti. Síðasl liðið haust kom svo Þor-
steinn Már forstjóri Samherja fram í við-
tali við Dag og ásakaði mig um að mis-
nota stöðu mína sem fréttamaður mjög
gróflega og reyna að ná mér niður á kerf-
inu. En það voru fleiri sem voru ekki
hrifnir af því að verið væri að róta í fjós-
haugnum. Örn Pálsson framkvæmda-
stjóri Landssambands smábátaeigenda
skrifaði grein í Fiskifréttir í fyrrasumar
þar sem hann sagði að þessi urnræða
hefði í hans huga verið „hamfarir”.
Greinilegt væri að „fréttastofur RÚV
hefðu sett á vaktina aðila sem hefði yndi
af að velta sér upp úr því sem miður færi
í fiskveiðistjórnun.” Þetta allt er raunar
plata sem hefur heyrst áður þegar ntenn
hafa verið að fjalla um þetta brottkasl og
því fékk til dæmis Kristinn Pétursson að
kynnasl þegar hann lét gera brottkast-
könnun fyrir ellefu árurn.”
Kvótakerfið skilar ekki
tilætluðum árangri
„Það sem ég vil sjá er að menn horfist í
augu við þá staðreynd að það er eilthvað
alvarlegt að. Við íslendingar höfum alls
ekki efni á að klúðra þeirri auðlind sem
fiskistofnarnir eru og verðum að halda
uppi stöðugri og gagnrýnni umræðu unt
þessi mál. Hvernig má það vera að árang-
urinn af fiskiveiðstjórnuninni er ekki
betri en raun ber vitni þrátl fyrir að
stjórnvöld tönglist sýknt og heilagt á því
að veiðistjórnunin sé ábyrg og það sé
búið að vera bullandi góðæri í hafinu um
rnargra ára skeið?
Um það leyti sem broltkastumræðan
kom upp í fyrra lögðu fiskifræðingar
fram nýja ráðgjöf fyrir yfirstandandi fisk-
veiðiár sem hellti köldu blóði í æðar
margra og þar er ég engin undantekning.
Fiskifræðingarnir voru allt í einu búnir
að týna nokkur hundruð þúsund tonn-
um af þorski og það var ráðlagður rnjög
mikill niðurskurður í nær öllum tegund-
um hér við land. Þetla var gríðarlegl áfall
fyrir alla og mér daubrá. í framhaldinu
fór ég að velta því fyrir mér hvað gæti
verið að. Landslagið stemnrdi ekki lengur
við þau kort sem við vorum með í hönd-
unum. Þorskstofninn var að minnka en
átti að vera að stækka. Flestir stofnar
átlu að vera að rétta úr kútnum en þeir
höfðu allir hraðntinnkað og fiskifræðing-
ar kornu fram og sögðust hafa ofmetið
þorskinn. Þetta var ég búinn að heyra
áður. Það var í Noregi, í Barentshafi. Þar
komu fiskifræðingar frant fyrir þremur til
fjórurn árum og sögðu að í stað þess að
þorskstofninn væri að aukast stórlega
eins og allir bjuggust við, væri hann að
minnka. Þeir hefðu ofmetið stofninn. Af-
sakið gott fólk, en við erurn búnir að
týna nokkur hundruð þúsund tonnum.
Þetta sama er að gerast hér á íslandi
núna. Raunar er það umhugsunarefni að
alls staðar þar sem menn hafa notað
kvótakerfi hér í Norður-Atlantshafi hafa
hlutirnir endað með skelfingu. Kanada,
Sjómannablaðið Víkingur - 25