Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Side 29
menn halda að verið sé að veiða 25% af
veiðistofninum en þess í stað er kannski
verið að veiða 35- 40% af honum. Til
þess að geta beitt svona aflareglu verðum
við að vita með töluvert mikilli vissu hve
stór stofninn er og hver nýtingin er.
Kjarni málsins er sá að við vitum það
ekki nógu vel í dag. En það ætti að leyfa
mönnum að koma með undirmál að
landi. Það verður að vera fyrsta skrefið.
Viðurkenna vandamálið og hætta að
stinga hausnum í sandinn.”
Menn á brjáluðum flótta
„Megin meinsemdin í þessu öllu er að
kvótakerfið hefur ekki staðist væntingar.
Ef það hefði gert það værum við að nú
kannski að veiða 400 þúsund tonn af
þorski. Þá væri allt önnur staða í íslensk-
um sjávarútvegi vegna þess að fiskverð
hefur sjaldan eða aidrei verið hærra. Þá
værum við með stönduga grein sem væri
að þéna vel og vandamálin ekki þau
sömu og í dag. Eitt meginvandamálið nú
er að það eru alltof margir að bftast um
of fáa fiska vegna þess að stofnarnir eru
ekki nógu stórir. Ef við værum að veiða
400 þúsund tonn af þorski væri byggða-
vandinn miklu minni en hann er og
miklu minna um illdeilur vegna kvóta-
kerfisins. Stór hluti af þessum illdeilum
er uppi vegna þess að það er of lítið af
fiski. Við höfum verið að sjá sameiningar
sjávarútvegsfyrirtækja í nafni hagræðing-
ar. Ég kalla þetta ekki hagræðingu. Þetta
eru bara menn sem eru á brjáluðum
flótta undan skuldum og taprekstri. Ég
mundi frekar kalla þetta björgunarað-
gerðir en hagræðingu. Fyrirtækin og
byggðirnar úti á landi væru miklu
stöndugri ef við værum að veiða meira af
fiski. Gengi krónunnar væri mun
sterkara, viðskiptahallinn miklu minni
og svo framvegis. Stór hluti af þeim
vandamálum sem nú er við að glíma
stafar af því að kvótakerfið hefur ekki
staðist þær væntingar sem við lögðum á
stað með. Þegar kvótarkerfið var sett á
fyrir 20 árum var um að ræða hugmynd
sem var góðra gjalda verð en barns síns
tíma. Eitthvað þurfti að gera til að ná
stjórn á veiðum. En árangurinn hefur
ekki orðið sá sem vænst var. Auðvitað
þarf að stýra fiskveiðunum því þetta er
takmörkuð endurnýjanleg auðlind. Út-
gerðarmenn hafa fengið rétt til að nýta
þessa auðlind og við komum alltaf til
með að hafa „sægreifa" á íslandi meðan
landið er í byggð. En það verður að tak-
marka sóknina og þá verður alltaf til ein-
hver hópur sem fær þessi réttindi til
veiða í hinni takmörkuðu auðlind. En
það er hægt að stjórna veiðum með
skynsamlegum hætti án þess að einblína
á einhver kvótakíló. Takmarkaður fjöldi
veiðileyfa, svæðalokanir og takmörkun á
fjölda sóknardaga er á margan hátt miklu
skynsamlegri leið.”
- Sérðujyrir þér að kvótaþakinu verði
lyft og við verðum með aðein þrjú tilfjögur
stór sjávarútvegsjyrirtœki innan Járra ára?
,Já, því miður vil ég segja, því ég hef
ekkert sérstaklega mikla trú á þessum
risafyrirtækjum samanborið við smærri
fyrirtæki. En ef kvóti í þorski og öðrum
botnfisktegundum eykst ekki þá verður
þessi þróun þvinguð fram. Ef tekjur okk-
ar af þessari auðlind fara ekki að aukast
allverulega þá stefnir í enn meiri sam-
þjöppun með ófyrirsjáanlegum afleiðing-
um. Það er því miður staðreynd að mörg
sjávarútvegsfyriræki eru ekkert sérstak-
lega vel stödd. Sum þeirra eru mjög illa
stödd. Við komum til með að sjá fleiri
sameiningar einmitt vegna þess að þau
eru að hagræða eins og þeir kalla það,
verið er að reyna að redda fyrirtækjum
og bjarga málunum, ákveða hvaða fyrir-
tæki eiga að lifa og hverjum eigi að
slátra. Svona mun þetta líklega
skakklappast áfram með öllurn þeim
fórnum og illdeilum sem því fylgir,”
sagði Magnús Þór Hafseinsson.-SG □.
IIR K0STURI
Haföu það á hreinu að allt sé
um borð þegarfarið er úr höfn.
Við höfum það sem til þarf!
VALGARÐUR
Eitt sfmanðner 460 66Í0
Símar 460 0000 & 896 0485 • fax 460 0004 • netfang joip@valgardur.is
Sjómannablaðið Víkingur - 29