Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Qupperneq 35
„Ég seldi Amar því ég varfarinn að safna skuldum.
eins og sagt er hugsunarlaust, og skip-
stjórinn þurfti að fylgjast með uppvexti
þeirra úr fjarlægð. Eins og gjarnan hefur
orðið hlutskipti kvenna, þá mæddi upp-
eldishlutverkið á herðum frúarinnar.
Lilja stóð sína vakt. Svo eru ungarnir
flognir úr hreiðrinu og allt í einu komið
árið 1998, en þá seldi Hrafn Árnar ÓF 3
ásamt kvóta. Þar með lauk merkilegum
ferli í lífi Hrafns, en jafnframt tók við
annað skemmtilegt timabil. En þá var
hann búinn að vera á bát sem var merkt-
ur ÓF 3 allar götur frá árinu 1953.
„Það finnst mér skemmtileg tilviljun.
En ég seldi Arnar því ég var farinn að
safna skuldum. Var orðinn skuldlaus en
kerfið gerði mér erfitt fyrir.”
Hvernig er það fyrir gamalreyndan sjó-
mann eins og Hrafn, sem er búinn að
veiða að vild í tæp 50 ár, að allt í einu
segir yfirvaldið að nú megi hann ekki
veiða nema kannski 19 kíló af ýsu þetta
árið?
„Það er bara hundleiðinlegt,” svarar
hann að bragði. „Hundleiðinlegt vægast
sagt. Ég hefði ekki selt Arnar, þvi ég átti
hann skuldlausan, en var farinn að safna
skuldum eftir að kvótakerfinu var komið
á. Ég neyddist til að selja hann.”
Þegar þetta gerist var kvótakerfið búið
að vera við líði í 14 ár. „Maður var sátlur
við kvótakerfið í blábyrjun, því manni
var sagt að þetta ælti bara að vera í 2-3
ár. Það var í sjálfu sér í lagi, ef það bjarg-
aði fiskistofnunum. En svo kom annað í
ljós. “
Dansaði aldrei með kerfinu
Hann man sem sagt tímanna tvenna og
myndi feginn vilja spóla til baka. „Það
hlýtur að vera hægt að búa lil kerfi sem
er sanngjarnt fyrir alla, en þetta kerfi er
það ekki. Ég dansaði aldrei með kerfinu,
eins og rnaður hefði kannski átt að gera,
og mér var refsað fyrir það. Það var alltaf
verið að höggva meira og rneira af kvót-
anum hjá mér. Það er með ólíkindum
hvað kerfið getur verið ósanngjarnt. Hér
í Ólafsfirði eru nú nokkrir trillukarlar
enn sem tóra. Það er aldrei talað um það
í fjöhniðlum að jreir eru í sama kerfi og
togararnir. Það er til dæmis verið að taka
af þessum körlum, sem eru ekkert annað
en einyrkjar, til að láta enn aðra
trillukarla hafa. Þannig er verið að færa
til afla endalaust. Svo er alltaf verið að
tala urn stórútgerðir eins og það sé það
eina sem er í þessu kerfi. Reyndar eru
svo mörg kerfi innan þessa kerfis að það
er ekkert skrítið þótt menn fari í kerfi
yfir þessu öllu saman!” segir Hrafn og
tekur í nefið.
Hann bætir við jtegar hann hefur
þurrkað tóbak af nösunum. „Ég fór fjórl-
án kíló fram yfir kvólann minn í fyrra,” -
ibygginn á svip, ekki sérlega glaðlegur -
„og ég var sektaður. Og svo eru menn
líka sektaðir fyrir að henda afla!”
„Það er von að alvöru sjómenn sætti
sig ekki við svona”, heyrist í frúnni inni í
stofu, en hún hefur setið og hlustað á
spjallið allan tímann. Hins vegar viður-
kennir hún fúslega að vera fegin að fá
karlinn í land. „Þetta er miklu skaplegri
vinna fyrir mann á hans aldri, enda tel ég
47 ár á sjó dágóðan tíma hjá einum
manni.”
Bara fínt að vera trillukarl
Hrafn er kvæntur
Lilju Kristinsdóttur,
en þau þekktust frá
barnæsku og „vissu
alltaf hvort af
öðru”, eins og Lilja
segir. Þau hófu bú-
skap og opinberuðu
sama ár, 1959, giftu
sig árið eftir og eru
því búin að vera gift
í 41 ár. Þau eignuð-
ust frumburðinn,
Kristin Eirík, árið
1960, en hann er
landsþekktur lista-
maður. Síðan eign-
uðust þau tvær dæt-
ur, Sigurlaugu og
Líneyju, og yngstur
var Örn, fæddur
1969. Örn lést af
slysförum aðeins 24
ára gamall. Hrafn og
Lilja reislu sér
snemma hús við
Aðalgötu, þar sem
þau bjuggu alveg
þar til á síðasta ári,
en þá seldu Jrau ein-
býli sitt og reistu
nýtt einbýlishús,
ekki síst vegna þess að jrað gamla var of
stórt fyrir þau.
„Mér líkar lífið alveg ljómandi vel. Hef
aldrei verið hjátrúarfullur og það er bara
fínt að vera trillukarl,” segir þessi ró-
lyndis lífsreyndi skipstjóri og reynir að
sjá jákvæðu hliðar mannlífsins. „Ég fer í
dagróðra út af Flatey og Fljótamiðuin. Ég
er í þorskaflahámarki ineð 36 tonna
kvóta!” □
Sendum
sjómönnum
og fjölskyldum
þeirra
okkar bestu
kveðjur
á sjómannadegi
,@t = HÉÐINN =
Stórás 6*210 Garðabæ
Sími: 569 2100 • Fax: 569 2101
www.hedinn.is • hedinn@hedinn.is
Sjómannablaðið Víkingur - 35