Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Page 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Page 36
Fiskifrœði jæða og hrygning þorsks Líffræði þorsksins er fiskimönnum afar áhugaverð. Þess vegna vakna marg- ar spurningar, sem snerta atferli og eig- inleika þorsksins. Til að fá svör við fá- einum spurningum fór Farmanna- og fiskimannasamband íslands þess á leit við Hafrannsóknastofnun að hún svar- aði atriðum sem gjarnan bera á góma í umræðu um þennan merkilega fisk. Hér á eftir er gerð grein fyrir þeim spurningum og svörum sem Hafrann- sóknastofnun tók góðfúslega saman fyrir Farmanna- og fiskimannasamband íslands. Náttúrulegur dánarstuðull, sem Hafrannsóknastofnunin notar við mat á veiðistofni þorsks og ann- arra helstu nytjastofna la) Hvernig eru stuðlarnir metnir? Flestar þær aðferðir sent notaðar eru við stofnmat í dag meta heildardauðann (Z) úl frá afföllum frá einu ári til þess næsta. Skiptingin milli fiskveiðidauða og náttúrulegs dauða er hins vegar vandá- kvörðuð. Forsenda þess að hægt sé að meta náttúrulegan dauða er sú, að sókn í eldri hluta stofnsins sé lítil, þ.e.a.s. að náttúrulegur dauði sé verulegur hluti heildardauða. Jón Jónsson fiskifræðingur skoðaði hvernig heildardauði breyttist með sókn og fékk út þá niðurstöðu að heildardauði myndi verða nálægt 18% við enga sókn, sem þannig er jafn nátt- úrulegum dauða. lb) Hvaða töluleg gögn eru notuð við matið? Mat Jóns á fiskveiðidauða byggir á talningu gotbauga. Því nær þetta mat á náttúrulegum dánarstuðli til kynþroska hluta stofnsins. Á tímabilinu sem Jón skoðaði (1930-1964) var sókn minnst í seinni heimstyrjöldinni og er niðurstað- an því mest lýsandi fyrir það tímabil. Ljósmynd Jón Páll ásgeirsson Sóknin var reiknuð út frá sókn breskra kenna stórum selastofnum um en ekkerl togara á íslandsmiðum á sama tímabili. er sannað í þeim efnum. lc) Er sami stuðull notaður fyrir alla aldursflokka? Náttúrulegur dauði er samheiti yfir marga þætti, s.s. dauða af völdum afráns (m.a sjálfráns), sjúkdóma o.fl. Sumir vísa í þetta sem dulinn dauða og bæta þá við dauða af völdum veiðarfæra (- möskvasmugi) og brottkasti. Náttúruleg- ur dauði er háður stærð (aldri) fisks. Hjá yngri fiski sem ekki er kominn inn i veiðina, er afrán mikið og er sjálfrán væntanlega töluverður hluti. Sjálfrán á eldri en 3 ára þorski er hverfandi. Aðrir mikilvægir ræningjar eru m.a hvalir og selir. Hjá elsta fiskinum er dauði af völd- um afráns frekar lítill en hrygningar- dauði er ekki útilokaður. Vísbendingar eru um að hann aukist með stærð eftir að fiskurinn hefur náð 110-120 cm. Er það eðlilegt þvi stærsti fiskurinn virðist leggja langmest í hrygninguna. Að fram- ansögðu er líklegt að gildi það sem notað er (0.2) sé vanmat fyrir yngsta fiskinn og einnig fyrir stærsta fiskinn. Hins vegar gæti það verið ofmat fyrir náttúrulegan dauða hjá millistærð af þorski. ld) Hver er náttúrulegur dánar- stuðull fyrir stofnmat á þorski í Noregi, Færeyjum og austurströnd Kanada? í stofnmati þorsks á íslandi er gildið 0.2 notað fyrir náttúrulegan dauða á öll- um aldursflokkum í veiðinni. Sama gildi er notað í Barentshafi, í Norðursjó og við Færeyjar. Sama á við um flesta þorsk- stofna við Kanada með þeirri undantekn- ingu, að komið hefur í ljós að náttúruleg afföll Labradorsstofnsins hafa verið hærri á tíunda áratugnum en áður. Sumir Fæða þorsks Þorskstofninn þarf mikla fæðu og er fæðuþörfin að sjálfsögðu háð stærð stofns en einnig umhverfisaðstæðum eins og hitastigi. Hægt er að meta heildar- fæðuþörfina út frá tilraunum í eldisstöð. Að sjálfsögðu verður þó að hafa alla fyr- irvara á að yfirfæra tilraunir í eldi á nátt- úruna. Mat út frá eldistilraunum Qones 1978) bendir til þess, að fæðuþörf þorsk- stofnins hafi verið milli 1.5 og 3 milljón- ir tonna á ári á árunum 1982-2000. Mæl- ingar byggðar á magasýnum og melting- arhraðalíkönum gefa svipaða niðurstöðu. 2a) Hve hátt hlutfall af fæðunni er loðna? Hlutdeild loðnu í fæðu þorsks er áætl- uð um 35%. Hlutdeildin er breytileg frá ári til árs, háð stærð og göngum loðnu- stofns. Þessar niðurstöður byggja á magasýnum en einnig má benda á að svipað hlutfall fæst, þegar skoðuð eru á- hrif loðnu á vöxt þorsks. Vöxtur þorsks (í kg) virtist minnka um 30% þegar loðnustofninn var í lægð árin 1981 og 1982. Loðna er um 50% af fæðu í maga- sýnum, sem safnað hefur verið af Haf- rannsóknastofnuninni en söfnunin er rnikil i mars þegar loðna er sérlega að- gengileg víða við land. í stuttu máli skiptir loðnan miklu máli fyrir þorskinn og þorskurinn hefur töluverð áhrif á loðnustofninn. 2b) Hve hátt hlutfall af fæðunni er rækja? Rækja er að meðaltali um 10% af fæðu þorsks. Er þá átt við alla rækjustofna við 36 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.