Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 39
„Nei, það eru sár vonbrigði. Við höfum í 17 ár búið við kerfi þar sem er há- marksafli á hverri tegund og ég held að mörgum finnist því rniður lítið til árang- ursins koma. Það er eins og teflt hafi ver- ið á tæpasta vað mörg árin. Hámarksafl- inn sem verið er að ákveða núna er í öll- um tegundum miklu minni en hann hef- ur verið hæstur á þessum 17 árum. Þorskurinn hefur notið sérstaks for- gangs hvað varðar verndun og kannski hefur umhyggjan fyrir honum verið á kostnað annarra tegunda. Menn hafa get- að flutt sig úr einni tegund í aðra, úr ufsa í karfa og karfa í ýsu og svo framvegis, en þeir hafa alls ekki mátt flytja sig í þorsk. Ef ég man rétt fór heildaraflamark þorsks hæst í 350 þúsund tonn árið 1988, 50 þúsund tonnum hærra en ráð- legging Hafró. Heildaraflamarkið lækkaði svo smám saman niður í 155 þúsund tonn árið 1994/95, er nú síðast í 220 þúsund tonnum og hefur verið gefið í skyn að það verði enn lægra við næstu ákvörðun. Þetta ásamt ýmsu öðru bendir til þess að menn hafi ekki komist yfir nægilega þekkingu á þessum mikilvæga stofni.” Níðst á ákveðnum tegundum „Ég hef undrast það dálítið hversu mikið frelsi menn hafa haft til að flytja sig frá einni tegund til annarrar. Fimrn prósent af heildarúthlutun sem eitt fyrir- tæki fær, mælt í þorskígildum, hefur mátt nýta til breytinga. Það má til dæmis taka af ufsakvótanum og færa yfir á karfa eða einhverja aðra tegund. Þetta getur þýtt að níðst sé á einhverri ákveðinni tegund með því að veitt sé langt umfram það sem fiskifræðingar höfðu ráðlagt. Ég get nefnt sem dæmi að hæfilegt þótti að veiða 30 þúsund tonn af grálúðu árið 1989 en það ár fór veiðin upp i 59 þús- und lonn. Á þessu sérstaka ári kom reyndar fleira til en tegundatilfærsla. Þá gátu menn valið sóknarmark. Á yfir- standandi ári má veiða 20 þúsund tonn en tvö ár þar á undan minnir mig að markið hafi verið aðeins 10 þúsund. Ég held að stundum hafi verið gengið ó- tæpilega nærri vissum tegundum með tegundatilfærslu. Við hjá Granda eigum mjög mikið undir karfanum komið þar sem hann er stór hluti þess sem við fáum að veiða. Fyrir nokkrum árum fór árleg karfaveiði iðulega langt yfir 90 þúsund tonn og oft mörg þúsund tonn umfram bæði ráðgjöf Hafró og úthlutun ráðherra. í ár er svo komið að leyfilegur heildarafli er aðeins 57 þúsund tonn.” - Hefurfiskveiðistjómunarkeifið þá brugðist í þessum efnum? „Ég held að það hafi verið einhver veila í því að þessu leyti. Áður fyrr var talsvert um það að ráðherra færi framúr ráðleggingum fiskifræðinga en slíkt hátt- arlag er nú úr sögunni. Þá hygg ég að afli Ámi segir dapurlegt, ef rétt ei; að okkur hafi orðið á þau mistök í nálœgri fortíð að hafa ekki tekið nógu mikið afþorski. „Við höfum í 17 ár húið xið kerfi þar sem er hámarksafli á hxerri tegund og ég held að mörgum finnist þxí miður lítið til árangursins koma.” krókabáta hafi iðulega getað farið fram úr væntingum. Hins vegar er það dapur- legt, ef það væri rétt, að okkur hafi orðið á þau mistök í nálægri fortíð að hafa ekki tekið nógu mikið af þorski. Að hann hafi gengið okkur úr greipum í stað þess að vera nýttur. Margir skipstjórar halda því fram, en ég veit ekki sannleikann í þessu. Kannski að það þyrfti að vera meiri samgangur á milli sjómanna og fiskifræðinga. En við eigum ekki annars úrkosti en að fara að ráðurn fiskifræðing- anna hjá Hafró.” - Svo er það brottkastið, sem greinilega á sér stað samkvæmt upplýsingum sem fyr- ir liggja? „Þar á sér stað einhver sóun og við verðum endilega að finna úrræði lil þess að draga úr henni. Það þarf að korna því til leiðar að menn komi með afla að landi sem þeir hefðu annars freistast lil að henda, án þess að verða fyrir verulegu fjárhagstjóni eða niðurlægingu. Eitthvað verður að gera til þess að draga úr brott- kasti. En þetta er engin ný saga. Ég var á sjó nokkur sumur nreðan ég var í menntaskóla. Sumarið 1947 var ég hálfur háseti á togaranum Venusi, kolakyntum togara. Þetta sumar var hann gerður út á salt, fiskurinn var flattur urn borð og við fórum fjóra túra um sumarið. Það kom iðulega fyrir að stór hluti þess sem kom í trollið var karfi. Hann fór allur fyrir borð því enginn kostur var á að nýta hann. Það hafa fleiri hundruð tonn af karfa far- ið fyrir borð á Venusi þetta sumar.” Óvissa meðan ekki næst sátt - Það hafa staðið linnulausar deilur um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi síðan því var komið á. Ert þú sáttur við það kerfi í meginatriðum? ,Já, ég er það í meginatriðum. En það má finna á því einhverja galla. Samt held ég að það hæfi okkur fremur en annar möguleiki sem er sóknarmarkið. Um þetta eru þó ekki allir sammála. Ég á til dæmis félaga í útgerð sem er mjög hlynntur sóknarmarkskerfi, það er Krist- ján Loftsson. Hann heldur því frarn að með því kæmum við í veg fyrir að fiski væri kastað fyrir borð. En það eru vissir þættir kvótakerfisins sem margir vildu hafa öðru vísi. Megingalli kvótakerfisins er óvissan um varanleika þess meðan ekki ríkir sátl um það. Unnt er að gera á því ýmsar breytingar og raska því fyrirkomulagi sem nú er. En enginn veit hvaða breyt- ingar kunna að verða gerðar á kerfinu. Það er afleitt og snertir mörg fyrirtæki. Ég vil benda á Granda. Aflaheimildir fyr- irtækisins eru heldur minni en þær voru fyrir nokkrum árum. Nú blasir það við okkur að skipaflotinn okkar er ekki full- nýttur. Fyrir ulan Faxa sem er í uppsjáv- arfiski erurn við með þrjá frystitogara og tvo ísfisktogara. Kvótinn sem við höfum nægir okkur ekki. Undanfarin ár höfum við hikað við að kaupa kvóta á þessu háa verði. Meðal annars vegna þess að við erurn ekki öruggir um hversu lengi þetta kerfi verður óbreytt. Að vísu má líka gagnrýna að við skulum vera að gera þessi skip út og þiggja þessa aflaúthlutun í stað þess að losa okkur við skipin og kvótann fyrst verðið er svona hátt. Ein reginþverstæða í útgerð í dag er að markaðsvirði útgerðarfyrirtækja sem eru á Verðbréfaþingi er langt undir upp- lausnarvirði fyrirtækjanna. Upplausnar- virði er það sem fæst við það að selja eignir fyrirtækisins og draga frá skuldir og tekjuskattskvöð. Þarna munar veru- Iega miklu og hefur þessi munur aukist mjög á siðustu 12 mánuðum. Með tilliti til þessa má kannski segja að það beri vott um skynsemiskort að standa í Sjómannablaðið Víkingur - 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.