Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Side 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Side 40
„Ég er hlynntur því að útgerðin legði nokkuð meira og myndarlegar af mörkum en hún gerir núna í öðru formi heldur en tekjuskatti.” rekstri fyrirtækis í stað þess að selja skip með kvóta sem og fiskvinnslutækin, greiða skuldirnar og fá miklu hærra út úr þessu heldur en markaðsvirðið. Ég er bara að benda á að þessi þverstæða er lil staðar og það eru einhver önnur sjónar- mið en ásókn í gróða sem ráða því að menn standa í svona rekstri.” - Ertu að gefa í skyn að Grandi muni fœkka þeim skipum sem fyrirtœkið gerir út? Arni Vilhjálmsson telur að ágrciningur um ákvörðun fiskverðs hafi verið vandræðamál til margra ára. „Kannski að það þyrfti að vera meiri samgangur á milli sjómanna og fiski- frœðinga.” „Nei, það stendur ekki til. Við viljum gjarnan auka við veiðiheimildir fyrirtæk- isins. Við bíðum átekta og höfum augun opin fyrir tækifærum til að komast yfir veiðiheimildir með viðunandi kjörum. Ef til vill þurfum við að bíða þangað til ó- vissunni um fiskveiðistjórnunarkerfið hefur verið bægt frá. Svo er ekki loku fyrir það skotið, að við upplifum það við næstu úthlutun, að veiðiheimildir hafi verið svo auknar, að skipin okkar hafi næg verkefni. Því er ekki að neita, að í bráð gerir sex vikna verkfall sjómanna að verkum, að okkur endist síðasta úthlut- un mun betur en ella.” Myndarleg greiðsla fyrir veiðiheimildir íframhaldi afþessu harst talið að því þaki sem er á kvótaumráðum hvers ein- staks fyrirtcekis og hvort ástœða sé til að aflétta þessu þaki. „Það eru takmarkanir á því hvað ein- stök félög mega taka til sín af kvóta. En þessi mörk hafa verið mjög rúm. 10% í þorski og ýsu og 20% af öðrum tegund- um sem afstaða er tekin til í lögunum, þar á meðal í karfa, loðnu og síld. Til skamms tíma hafa þessi ákvæði ekki aftr- að neinum. En ég gæti vel trúað því að núna væru rnenn farnir að finna fyrir þessu sem hindrun. Ég skal nefna þér dæmi. Grandi er með rúm 17% af úthlut- uðum karfa í íslensku lögsögunni. Har- aldur Böðvarsson er með tæplega 12%. Samtals eru þessi tvö fyrirtæki því með um 29% og gælu ekki haldið því magni sem eitl fyrirtæki. Þá yrðu menn að fórna einhverju hagræði sem menn teldu vera að þvi að ná þessum karfa inn í sama fyr- irtækið með því að selja varanlega þá aflahlutdeild sem úl af stendur. Kannski að hægt væri að gera samning við annað fyrirtæki sem væri vel sett með þorsk um skipti á varanlegum kvóta og í framhald- inu mundi fyrirtækið , sem léti frá sér karfann, leigja hann aftur til sin, og með sama hætti tryggði hill fyrirtækið sér ó- breyttan aðgang að þorski. Þannig mætti hugsanlega fara framhjá þessari kvöð en nær væri að huga að því hvort þörf sé fyrir svona þök á kvóta einstakra fyrir- tækja. Einhverjir hafa haft á orði, að þeg- ar menn hafi sæst á það að greiða gjald fyrir veiðiheimildir þá yrði umbunin sú að þeir fengju að taka til sín meiri veiði- heimildir. Málið er það, að meginástæðan fyrir því að leyfa mönnum að taka til sin meiri aflaheimildir er að þar með fengisl meira út úr auðlindinni. Fyrirtæki væru rekin með meiri hagkvæmni. Það má hins vegar vera að það sé vottur af sann- girni í þeim málflutningi, að meðan út- gerðin taki ekki sönsum og greiði gjald verði hún að sætta sig við þessi þök.” - Þérfinnst ekki ósanngjarnt að útgerðin greiddi fyrir veiðiheimildir? „Nei, ég er hlynntur því að útgerðin 40 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.