Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Síða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Síða 52
skipi af stokkunum sem fæðingu þess og nafngjöf og að því leyti er skip eins og lifandi vera og þessi siður undirstrikar mikilvægi þess að skip beri nafn. Sú hugmynd var þekkt að skip væru e.k. lifandi verur, stundum með gínandi trjónum og höfðu jafnvel mál. í grískum heimildum er nefnt skipið Argo sem gat talað. í Flóamanna sögu eru skipin Vina- gautur og Stakanhöfði látin tala saman á Grænlandi, og í Pjóðsögum Jóns Árna- sonar er nefnt skipamál, þar sem skipin Mókollur og Skúta töluðu saman í Sel- vogi. (iV,52-53). Jón Árnason segir að “Stundum heyrist marra í skipum þó logn sé og þau standi í naustum. Pað er mál skipanna sem fáum er gefið að skilja.” (11,12). Orðin höfði og keftr koma fyrir í eldri skipanöfnum. Höfða- bússan (í Sturlungu) hefur annaðhvort verið kennd við staðinn Höfða (í Döl- um?) eða nafnið vísar til þess að höfuð var á skipinu sem stafnmynd, sbr. höfða- skip. (íslensk fornrit XIII, 308nm.). Á Suðurlandi var siður að yrkja vers af því tilefni að smíði báts lauk þar sem nafn bátsins kom fram. Stokkaveislur voru líka stundum haldnar hér á land. Varðveitt er bæn í handriti frá 16. öld, sem heitir formáli yfir skipi, sem prestur átti að flytja við vígslu skips. Bátvígsla var ekki algeng en öllum bátum hins vegar gefið nafn og þá oftast um svipað leyti og þeim var fyrst flotað, segir Lúð- vík Kristjánsson í íslenskum sjávarhátt- um. Um 1700 verður þess vart hér á landi að skip séu merkt eigendum. Skip Skálholtsstóls voru t.d. öll auðkennd þó ekki sé vitað hvaða auðkenni það var. Nafnspjöld skipa voru algeng, einkum skorin, og voru þau kölluð skipsfjalir, að sögn Lúðvíks. (11,236-239). Margt hefur ráðið nafnavali Margt hefur ráðið nafnavali skips eða báts. Stundum óskaði smiðurinn eftir að bátur bæri nafn sitt. Brynki var bátur á Útibleiksstöðum, smíðaður af Brynjólfi Bjarnasyni i Engey. Stundum voru þeir kenndir við uppruna sinn. Bátasmiður úr Engey smíðaði bát með Engeyjarlagi á Eyrabakka og fékk hann nafnið Engey. Skip voru kennd við staði sem þau komu frá eða voru smíðaðir. Ófeigur var smíð- aður í Ófeigsfirði, og Pétursey í Pétursey. Mýrdælingur (úr Vík í Mýrdal), Vest- mannaey (úr Vestmannaeyjum), Svanur frá Svanshóli og Vigri úr Vigur. Grundar- julið var kennt við Grund undir Eyja- fjöllum en hét upphaflega Bliða. Hellu- kassinn var frá Hellu á Selsströnd, og var með allra stærstu skipum á þeim slóðum. Vogsskeiðin var frá Vogi á Mýrum (og hét upphaflega aðeins Skeið) og Meira- garðsbáturinn var í Meiragarði í Dýra- firði. Sumir létu skipin bera nöfn kvenna sinna, t.d. létu eigendur báta á Ljótunn- arstöðum þá heita Kristínu og Krist- björgu eftir konum sínum. Stundum voru skipin kennd til frægra manna. Friðþjófur Nansen var t.d. skip í Bolung- arvík. Stundum fengu bátar nöfn af því hvenær þeir voru smíðaðir og við hvaða aðstæður. Þorri var bátur á Skarðsströnd á 19. öld og var smíðaður á þorranum, og Hlöðver, sem var skip Jóns Eggerts- sonar á Ánastöðum á Vatnsnesi var smíð- aður þar í hlöðu. Mjóni og Breiður viln- uðu um lag bátanna, t.d. Mjóni í Ófeigs- firði, sem enn er til og gamli teinæring- urinn Vigur-Breiður í Vigur. Flatnefur hét bátur sem smíðaður var á Spákonu- felli. Bátur í Ófeigsfirði var þunnur fram og hlaut nafnið Öxin. Þá voru bátum stundum gefin nöfn eftir því hvernig þeir fóru í sjó. Lítill bátur Gísla Konráðssonar fræðimanns sem hann réri á við Drangey hét Aftanlétt, og Lurkur frá Akureyri hef- ur sjálfsagt verið þungur undir árum. Litur hefur líka orðið tilefni nafngifta. Rauður var skip í Grímsey og sama nafn bar bátur á Hvalsá í Hrútafirði og hafa þau skip e.t.v. verið borin hrátjöru. Stóri- Svartur og Litli-Svartur voru bátar í Skálavík við Djúp og hafa verið tjargaðir vel. Skip voru líka kennd við eigendur sína eins og var með Bræðraskipið sem skóla- piltar á Bessastöðum áttu og fóru á til Reykjavíkur m.a. til að skemmta sér. Margt bendir til að sum nöfn hafi þótt betra að gefa skipi en önnur, menn hafi hyllst til að gefa nöfn sem happ væri að, eins konar góðnefni. Þannig þótti gott að gefa nöfn úr Biblí- unni. Akab hét bátur fyrir norðan, kenndur við ísraelskonung með því nafni. Gideon var skip í Vestmannaeyj- um, en dómari í ísrael hét svo, og Jesúbátur var á Suðurlandi. Nöfn sem vísuðu til happa voru t.d. Blíða, Blíðfari (m.a. í Meðallandi), Far- sæll, Happasæll, Heppinn, Kjörfari, Lukka og Lukkusæll eða nöfn eins og Ó- feigur, Von(in) og Vongóður. Sum nöfnin bentu til þess að rnenn vildu að skipin gengju vel, t.d. Hraðfari, Gusti, Gustur og Snarfari, eða að þau öfl- uðu vel, t.d. Björg og Björgólfur, og þá e.t.v. gefið þeim sjávardýraheiti í því skyni, eins og Hákarl og Hafrenningur, Brimill og Kópur og Þorskur. Aftur á móti þótti ekki gott að gefa skipi nafn eftir hvölum og ekki mátti heldur nefna hval á sjó. Menn héldu að slík nöfn yrðu þess valdandi að hvalir grönduðu þeim skipum sem svo hétu. Þó eru til nöfnin Höfrungur og Hnísumar, þar sem höfrungur og hnísa hafa e.t.v. verið talin til góðhvela en ekki ill- hvela.Líklega hefur verið ótrú á því að gefa skipi nafn skips sem hafði farist, a.m.k. á þeim stað. Þannig var með Snar- fara í Flatey á Breiðafirði sem var há- karlaskip og fórst 1861, að þar var síðan ekkert skip með því nafni. Þá er mér sagt að ekki hafi þótt ráðlegt að breyta nafni báts í þá veru að skipta um kyn, t.d. ekki að breyta úr kvenmannsnafni i karl- mannsnafn. Ýmis fuglanöfn voru þekkt sem báta- nöfn. Svanur var oft nafn á stórum skip- um, t.d. skip Odds lögmanns Sigurðsson- ar sem var talið stærsta skip hér á landi í byrjun 18. aldar. Önnur nöfn af þessu tagi sem áður voru þekkt, voru t.d. Hegri, Sendlingur og Straumönd. Gælunöfn þekktusl líka á bátum, t.d. Rúsínan í Rauðseyjum og Marflóin frá Knarranesi á Mýrum. (í undanfarandi kafla hefur m.a. verið stuðst við ágæta samantekt Þórs Magnús- sonar, fyrrv. þjóðminjavarðar, Bátanöfn, sem hann ílutli á málþingi í Skógum undir Eyjafjöllum 4. maí 1995 í heiðurs- skyni við Þórð Tómasson safnvörð 75 ára.) Grundvöllur þeirrar athugunar sem ég gerði á nútímanöfnum íslenskra skipa og báta er annars vegar Skrá um íslensk skip 1996 (988 talsins) og Skrá yfir opna vélbáta frá sama ári (1553 að tölu), hvorttveggja gefið út af Siglingamála- stofnun ríkisins. Ég hef flokkað nöfnin eftir tíðni og tek fyrst fyrir nöfn skipanna og síðan nöfn bátanna í hverjum flokki. Stærsti flokkurinn er þá mannanöfn. Mannanöfn eru algengust Þegar litið er á skipanöfn á okkar dög- um, er áberandi hversu mörg þeirra bera mannanöfn. Hátt í helmingur allra ís- lenskra skipanafna er mannanöfn, bæði karla og kvenna. Af 665 skipanöfnum eru 312 mannanöfn. Af þeim eru karla- nöfn í miklum meirihluta, um 195 á móti um 117 kvennanöfnum, en stund- um heita þau tveim nöfnum, eins og Bergur Vigfús og Gríma Sól. (Miðað hef- ur verið við bókina Nöfn íslendinga eflir Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson frá Arnarvatni um mannanöfnin.) Eins og kunnugt er eru skipanöfn oft með föðurnöfnum, eins og Þórunn Sveinsdóttir eða Haraldur Böðvarsson, eða ættarnöfnum eins og Friðrik Berg- mann og Þórunn Havsteen. Þá eru nöfn nteð forsetningarlið eins og Gísli á Bakka, Hallvarður á Horni, Jón á Hofi og Una í Garði. Stundum eru skipin kennd við menn sem hafa haft viðurnefni t.d. Danski Pétur, Litli Jón, Svarti Pétur en einnig Dala-Rafn, kennt við Rafn frá Dal- bæ í Skagafirði. Snorri afi er til líka. Við- urnefni manna úr fornbókmennlum eins og Gissur hvíti og Ingimundur gamli þekkjast líka. Eignarföll eftirnafna eru líka tíðkuð eins ogjóna Eðvalds ogjón Gunnlaugs. Sjaldgæft er meðal skipa- nafna að þau beri ákveðinn greini. Þó er dæmið Aldan. Það er algengara meðal bátanafna. Þó geta skipin haft greini í 52 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.