Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Page 61

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Page 61
Þorpsbúar höfðu nú stöðugt auga á bálnum. „hann er maður, drengir mínir, hann er maður!” En nú er að byrja á því atriði sem ég lofaði að segja frá. Það var þrekvirki, eða öllu heldur ofdirfskubragð, sem er áreið- anfega einsdæmi í sögu Vestur-íslendinga - ofdirfsku-tiltæki sent enginn hefði vog- að að gjöra nema sá er hefir alveg ó- blandað norrænt blóð í æðum sínum og öll einkenni víkingsins sameinuð í rétt- um hlutföllum. - Ég segi nú söguna eins og ég hef heyrt hana og eins og hún var sögð - sem nokkurs konar þjóðsaga - þar austur við sjóinn. Það var einn dag um haustið 1882 að kona Hrómundar varð veik. Um rnorg- uninn þann sama dag gekk að ofsaveður af norðaustri. Slík ofsaveður eru algeng á haustin í Nýja-Skotlandi og verða mörg- um skipum að tjóni við strendur þess lands. Eftir því sem á daginn leið þyngdi konunni meir og meir; og jafnframt versnaði veðrið. Atlantshafið skall með öllum þunga sínum á ströndina - sjórinn rauk - hvítfyssandi grunnsævisöldurnar hófust við himin, og brimið sauð og vall við hvert andnes og sker. - Svo leið dagur að kvöldi. Alltaf stöðugt þyngdi konunni - og veðrið ólmaðist og sjórinn rauk. Gainla Hrómundi varð það nú ljóst að brýn nauðsyn var að sækja lækni - og það tafarlaust. Hann vissi að í þorpinu i Spry Bay var ungur og duglegur læknir, Patrik að nafni. En til Spry Bay voru full- ar fimm mílur enskar og ekki árennilegt að sækja þangað í öðrum eins sjó og öðru eins ofsaveðri. Það var hreint ekki viðlit að fara til lands þá um nóttina. En hann vonaði að veðrinu ntundi slota með ntorgunsárinu og þá gæti hann lagt af stað. Honum kom ekki dúr á auga þá nótt og hann beið með óþreyju eflir deginum. En þegar loksins dagaði var veðrið engu vægara en daginn áður. Og konan lá nú fyrir dauðanum. Hrómundur vissi - eða þóttist vita - að ekkert gæti nú bjargað lífi konunnar nema aðstoð læknisins svo framt að hann kæmi fljótt. Hann sá að hann varð að brjótast til lands upp á líf og dauða og sækja dr. Patrik, að öðrum kosti yrði konan dáin að kvöldi þess dags. Að minnsta kosti þótti honum það sennilegl eftir líkunum að dæma. Þrisvar gekk hann ofan að sjónum, og þrisvar sneri hann heim aftur að kofan- um. - Það var ægilegt að líta út á sundið. Hann horfði á konuna dauðvona; hann leit á börnin sín sex, bæði ung og smá - þau voru föl og mögur og stóðu kjökrandi í einum hóp skammt frá rúmi rnóður sinnar. Útlitið var skuggalegt. Og það var tvísýnt að hann næði lifandi til lands. Hann var um tíma á báðum áttum með það hvað hann ætti að gjöra - að fara eða vera. Ef hann færi ekki voru börnin hans móðurlaus að kvöldi. - Það var átakanlega sorglegt. En ef hann legði á stað var eins víst að hann færist á sundinu, og þá voru börnin hans alveg munaðarlaus og hjálparlaus 1 tómurn kofa á eyðiey. - Og það var ennþá hörmulegra. Þessu var hann að vella fyrir sér utn stund án þess að komast að nokkurri verulegri niðurstöðu. En að lokum fékk hinn ósigrandi kjarkur hans og áræði yfirhöndina. Til lands varð hann að leggja hvað sem það kostaði. Hann kvaddi konuna og börnin, hratt fram hinu stóra tveggjamannafari, settist undir árar, reri út úr litlu víkinni fyrir vestan og fram i brimrótið og öldugang- inn og stefndi beint á þorpið í Spry Bay. Og það var heldur undanhald heldur en hitt. í þorpinu í Spry Bay stóðu menn niður við sjóinn og horfðu út á sundið. - Þar gengur mjótt og langt nes austur í víkina og myndar trygga og góða höfn. Þar er ætíð kvikulaust með öllu þegar norðaust- anveður ganga. En fyrir utan nesið er oftast ókyrr sjór, og það jafnvel þegar logn er. Þar er hin illræmda Spry Bay- röst; og sá þykir engin liðleskja sem róið fær þar yfir um einn á bát þegar norð- austankul er. Þeir stóðu þar niður við höfnina, þorpsbúar. Þar voru þeir O'Hara-bræður, Sjómannablaðið Víkingur - 61

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.