Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Page 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Page 62
O'Brians-menn, Mc Isaacs-frændur, Reids-menn og tröllið hann Donald Gaskell - allir heljarmenn og þaulæfðir sjógarpar. En þeim leist ekki á sjóinn þann dag. „Hvað er þarna á sundinu?" sagði ein- hver. „Það er bátur,” sagði Donald Gaskell. Hann stóð með krosslagða armana og reykti úr stuttri krítarpípu. „Sá bátur hlýtur að vera vel skipaður mönnunt sem leggur út á sjóinn í dag,” sagði einhver í hópnum. „Það er aðeins einn maður í bátnum,” sagði Donald Gaskell, „og það er sá gamli íslendingur því báturinn kemur frá eyjunni.” „Þá er hann líka orðinn ær og örvita,” sögðu hinir. „Nei, ekki mun hann vera ær,” sagði Donald, „heldur mun eitthvað vera að hjá honum því enginn leggur út á slíkan sjó í opnum smábát nema brýna nauðsyn veri til og líf sé í hættu.” Þorpsbúar höfðu nú alltaf stöðugt auga á bátnum. Þeir sáu að honum var kná- lega róið og að honum miðaði drjúgum áfram, enda var veðrið heldur á eftir. Hann færðist alltaf nær og nær uns hann kom að brimröstinni við nesið. Þar var sóknin hörðust og lengi tvisýnt hvort hann kæmist af. En að lokum slapp hann yfir röstina og inn á lygnuna fyrir innan nesið. Þar voru menn til taks sem óðu út í sjóinn á móti honum og drógu bátinn með Hrómundi upp á þurrt land. Svo þyrptust menn utan um hann og spurðu hvað honum gengi til að sækja á land í öðru eins voðaveðri. „Dr. Patrik! Dr. Patrik!” sagði Hró- mundur og stökk út úr bátnum. Hann var í gömlu rauðu strigafötunum og var berhöfðaður. „Dr. Patrik á heima þarna upp í hlíð- inni,” sagði einn af mönnunum; „en hvað viltu honum? Hver er veikur?” „Dr. Patrik! Dr. Patrik!” var allt sem Hrómundur sagði. Hann ýtti mönnunum frá sér með hægð og lagði af stað upp hlíðina, að húsi læknisins, og var stór- stígur. Dr. Patrik var inni í verkstofu sinni. Hann sá þetta ægilega, forneskjulega heljarmenni bruna áfram upp snarbratta brekkuna eins og brekkan væri renni- sléttur skeiðvöllur. Hann kenndi mann- inn strax og þóttist vita í hvaða erinda- gjörðum hann væri kominn. Og dr. Pat- rik fann einhvern ónotahroll vara um sig allan. Hér skal þess getið að dr. Patrik var rúmlega þrítugur að aldri, fremur lítill maður vexti en vel limaður, fölur i and- liti og með hrafnsvart hár. Þegar Hrómundur kom að húsinu drap hann á dyr. Og þegar ekki var undireins lokið upp opnaði hann hurðina og gekk óboðið inn í stofuna til læknisins. - Það var líka víkingasiður til forna og þótti bera vott um einurð; enda mun Hró- mundur hafa álitið stofu læknisins opin- beran stað, en ekki „prívat”-hús. Og hann hafði nokkuð fyrir sér í því. „Sæll, herra læknir!” sagði Hrómund- ur, „konan mín er veik - komdu strax með mér út til eyjarinnar, og ég skal borga þér það sem þú setur upp fyrir fyr- irhöfn þína.” „En veðrið er ólmi, og það er alveg ó- fært í sundinu,” sagði dr. Patrik, „ég get ekki farið með þér fyrr en ögn lægir veðrið.” „Konan er mjög þungt haldin,” sagði Hrómundur. „Að leggja út á sundið i dag er sama sem að fremja sjálfsmorð,” sagði læknir- inn, „en strax og veðrið batnar skal ég fara með þér.” „Konan er dauðvona,” sagði Hrómund- ur á sinni bjöguðu ensku, „þú verður að koma undireins!” „Þó öll auðæfi veraldarinnar stæðu mér til boða færi ég ekki í þessu veðri,” sagði dr. Patrik, „nei, hvorki fyrir kóng né páfa legg ég á sjó í dag!” „En konan deyr,” sagði Hrómundur, „og börnin eru sex, bæði ung og smá.” „Ég á líka konu og börn,” sagði dr. Patrik, „og ég má ekki hlaupa frá þeim út í opinn dauðann að raunalausu. Og ég segi það enn einu sinni að ég legg ekki á sjó í dag.” Gamli Hrómundur sagði nú ekki meira. Hann varð fölur í andliti, kreisti saman varirnar, varð þungur á brún, og augun tindruðu - urðu hvöss, hörð og ægileg. Og dr. Patrik sýndist hinn breiði barmur hans þrútna og nokkur stór tár hrynja niður hina hrukkóttu vanga hans. - En það voru ekki algeng lár - engin ör- væntingartár hins yfirbugaða manns, heldur gremjutár hetjunnar - vikingsins - tár sem líktust hagli - hörð, köld og nístandi eins og dauðinn. Hrómundur var ægilegur þar sem hann stóð fyrir framan dr. Patrik. Það komu undarlegir drættir í andlit hans, voðalegur glampi í hin hintinibláu augu; hinir steklegu, hrufóttu fingur hans krepptust inn í lófana svo hnúarnir hvítnuðu, og það var eins og krampi gripi hvern vöðva og hverja taug í hand- leggjum hans og herðum. - Hann steig eitt spor í áttina til læknisins - og nam svo staðar. í huga hans voru tvö sterk öfl að berjast um yfirráðin; skynsemin og of- dirfskan. Hann steig fram annað spor - og nam staðar. - Lækninum fór ekki að lítast á blikuna. Og enn steig heljar- mennið fram eitt spor - og nam staðar. Og um leið náði skynsemin yfirráðunt í huga hans og kom jafnvægi á tilfinningar hans og geðshræringar. Andlitið náði aft- ur sínum rétta lit, og hinn geigvænlegi glampi hvarf úr augunum. Hann sneri sér við snúðugt og snöggt, gekk hvatlega út úr húsinu, fór ofan brekkuna í fáurn skrefum og stikaði stórum skrefum í átt- ina til bátsins í fjörunni. En enginn má hugsa að hann hafi ætl- að að vinna lækninum mein. Honum var annað í hug eins og þið fáið bráðum að heyra. Niður við sjóinn voru þorpsbúar. Þeir viku úr vegi fyrir Hrómundi um leið og hann gekk að bát sínum. Þeim þótti brún hans þung og eitthvað tröllslegt við hann og óhemjulegt. Og þeir þóttust vita or- sökina. Donald Gaskell tók út úr sér krítarpíp- una og gekk til hans og lagði hönd á öxl honum. „Vertu kyrr, gamli íslendingur!” sagði Donald með sinni djúpu bassarödd; „- vertu kyrr hjá okkur þangað til veðrinu slotar ofurlítið, og þá skulu tíu færustu drengirnir hérna flytja þig og dr. Patrik í stóra bátnum hans O'Hara út til eyjarinn- ar. En nú sem stendur er engu skipi fært út á sundið nema stóru gufuskipi.” Allir tóku nú í sama strenginn og Don- ald og báðu Hrómund að bíða uns veðr- inu slotaði ögn. En gamli Hrómundur þagði. Hann ýtti fram bátnum ofur hægt, þumlung fyrir þumlung, og virtist vera að ráða það við sig hvort hann ætti að vera eða fara. „Hafðu mín ráð, gamli sterki sæúlfur,” sagði Donald, „og vertu kyrr; því svo illt sem það var að komast í land verður þó hálfu verra að fara til baka.” En Hrómundur þagði enn og hélt á- fram að ýta bátnum fram, þumlung fyrir þumlung, án sýnilegra erfiðismuna. Bát- urinn var að sjá léttur eins og skel í höndunum á honum. í þessu kom dr. Patrik í hópinn. Hann kallaði hvað eftir annað til Hrómundar og bað hann að gæta skynseminnar og fara ekki fyrr en lyngdi og kvaðst þá skyldu fara með honum. Ýmsir aðrir skutu þar orði inn í - en Hrómundur þagði alltaf. - Og nú var hann næstum búinn að ýta bátnum á flot. Hann sneri sér við með mestu hægð og horfði til mannanna sem stóðu í þéttri röð í fjör- unni. Hann horfði út til eyjarinnar og hugsaði lil konunnar dauðvona og litlu barnanna sinna, og hann horfði á röstina við nesið og ölduganginn á sundinu. í slutlu máli; hann horfði eins og maður sá sem ætlar að stökkva yfir hyldýpisgjá, upp á líf og dauða, og er að mæla nteð augunum hvað stökkið sé langt og þykir tvísýnt að hann komist yfir unt. Allt í einu tók hann snöggt viðbragð eins og þeir einir geta tekið sem eru hálf- tröll og hamramir. Hann stökk upp fjör- una eins og pardusdýr eða tígris og stefndi á Donald Gaskell. En þegar minnst varði tók hann aðra stefnu og vatt sér inn í mannþröngina þar sem dr. Patrik stóð, þreif til hans með ógnar snarræði, tók hann í fang sér eins og lítið 62 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.