Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Page 70

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Page 70
Pjónustusíður Boðvídd býður fullkomin mœlitœki fyrir sjávarútxeg Síritar á stærð við Jón Ragnarssonframkvœmdastjóri Boðvíddar. „Við sérhæfum okkur í mælitækjum og síritum til eftirlits með hitastigi, rakastigi og öðrum umhverfisþáttum sem þarf að gæta að við vinnslu matvæla, þar á meðal fisks. Það sem við höfum svo sérhæft fyr- ir sjávarútveginn eru innrauðir eftirlits- mælar til að mæla og gefa upplýsingar um fitu, raka og prótein i fiskimjöli,” sagði Jón Ragnarsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins Boðvíddar í Reykjavík. „Þá er hægt að vera með í framleiðslu- ferlinum þar sem verksmiðjunar geta verið með frá einum upp í þrjá til fjóra mæla við færibönd í hverri verksmiðju eftir stærð verksmiðjunnar og stýrt þannig vatnsmagninu í mjölinu. Með því nýtist hráefnið betur og þess eru dæmi að svona mælar borga sig upp á einni vertíð ef rétt er staðið að málum. Það sem er erfiðast að mæla er fitan og próteinið. Rakann er auðveldara að mæla en það skiptir miklu að einn og sami mælirinn gefi upplýsingar um þessi þrjú höfuðgildi í mjölinu. Menn geta sett þetta inn á skjámyndakerfi í verksmiðj- unum og fylgst þannig grannt með þess- um þáttum. Hraðfrystistöðin á Þórshöfn er með tvo svona mæla og ísfélagið er með einn mæli í verksmiðjunni í Krossa- nesi. Þá er fóðurverksmiðjan Laxá með einn mæli á rannsóknarstofu sinni,” sagðijón ennfremur. Að sögn Jóns er er nákvæmni mælanna mjög góð og notendur ánægðir með hvað auðvelt er að fylgjast með fitunni og próteini með notkun mælanna. „Síðan höfum við líka verið með staka sírita sem hægt er að geyma hvar sent er, í kælum, frystum eða körum. Þetta er til dæmis gott fyrir smábátasjómenn með tilliti til rekjanleika vörunnar. Ef upp koma vandamál geta komið upp deilur um hvar varan skemmdist en þeir sem hafa síritann geta sannað sitt mál ef allt er í lagi hjá þeim. Það er hægt að fá sírita á stærð við tappa á kókflösku sem getur farið á þúsund feta dýpi og mælt í tvö til þrjú ár án þess að minnið fyllist. Þetta er nauðsynlegt tæki fyrir þá sem vilja hafa gæðamálin í góðu lagi án þess að leggja út i of miklar fjárfestingar, svo sem trillu- sjómenn og minni útgerðir,” sagði Jón Ragnarsson. www. b © dvidd. is Boðvídd ehf SuðurlandsbrautlO Sími: 581-2222 Fax: 581-2226 bodvidd@bodvidd.is 70 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.