Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Page 75

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Page 75
 STG-ísvélar gera það gott í Fœreyjum ÉtAfi UO 6 Gel icr MULTI ogþun samti multi-ice Þykkur og þunnur mjúkís sar*í~,i<^ vél! einn ur Fjölískerfi í stærsta ísfisktogarann „Við höfum verið hér í Færeyjum að undanförnu þar sem sjávarútvegssýning hefur staðið yfir. Jafnframt erum við búnir að setja upp mjög stórt og full- komið fjölískerfi í stærsta og öflugasta ísfisktogara Færeyinga og það er rnikill sigur fyrir okkur strákana að fá það verk- efni,” sagði Snæbjörn Tr. Guðnason framkvæmdastjóri STG-ísvéla þegar blað- ið náði símasambandi við hann í Færeyj- um. „Það er verið að klára að skvera skipið til núna og þetta vakti gríðarmikla at- hygb hér á sjávarútvegssýningunni. Við förum svo fyrsla túrinn með skipinu inn- an skamms. Það er búið að keyra kerfið fram og til baka og það virkar hundrað prósent. Þeir eru hins vegar að taka allt skipið hressilega í gegn og því er það ekki farið út ennþá. En þarna erum við búnir að setja upp kerfi sem býr til þykk- an og þunnan ís á sama tíma, sem er okkar meginuppistaða í starfseminni,” bætti Snæbjörn við. Hann sagði að STG hefði verið með sýningarvagn fyrirtækisins á sýningunni með ískerfinu í og þetta hefði vakið at- hygli og áhuga. Þar gætu menn séð kerf- ið á fullri keyrslu og fengið að halda á ísnum sem hún framleiðir. Þetta væri silkimjúkur ís sem kældi allt að tíu sinn- um hraðar en hefðbundinn ís. „Það er mikils virði að geta boðið uppá þennan möguleika. Eins og ég hef oft sagt við kallana er ekki hægt að lýsa ilmi rósar- innar, menn þurfa sjálfir að lykta af rósinni. Svo vil ég bara bæta því við að tankakerfið sem við erum með nær að halda ísnum alveg eins og nýjum í meira en sólarhring og það þykir saga til næsta bæjar,” sagði Snæbjörn Tr. Guðnason. Snæbjörn Tr Guðnason framkvœmdastjóri STG isvéla við hinn fullkomna sýningarvagn fyrirtækisins. Rafvélaverkstseði Rafvirkjaþjónusta ▼ Viðgerðir á mótorum ▼ Skipa- og verksmiðjuþjónusta T Sérþekking og reynsla ▼ Heildstæðar lausnir og valið er einfalt Vatnagarðar 10 • 104 Reykjavík S: 570-0000 • Fax: 570-0017 • www.volti.is Sjómannablaðið Víkingur - 75 Þjónustusíður

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.