Náttúrufræðingurinn - 2007, Síða 4
Náttúrufræðingurinn
Regína Hreinsdóttir, Guðrún Gísladóttir,
Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon
Nýting fjarkönnunar
VIÐ KORTLAGNINGU
VISTGERÐA
Aundanförnum árum hafa
möguleikar á að nota fjar-
könnun við kortlagningu
líffræðilegrar fjölbreytni verið skoð-
aðir víða um heim, allt frá því að
kanna útbreiðslu einstakra tegunda
til þess að flokka stór landsvæði.1
Vegna hnignunar og eyðingar nátt-
úrlegra svæða er yfirlit yfir út-
breiðslu þeirra í tíma og rúmi nauð-
synlegt svo hægt sé að gera mark-
vissar áætlanir um verndun og nýt-
ingu lands.2 Slíkra gagna er tíma-
frekt og kostnaðarsamt að afla með
beinum mælingum á vettvangi.
Með fjarkönnun er hins vegar hægt
að fá yfirlit yfir yfirborð jarðar og
hefur hún verið notuð til að flokka
yfirborð og fylgjast með ýmsum
breytingum með tíma.3-4-5-6
í mörgum erlendum rannsóknum
hefur fjarkönnun verið beitt við
kortlagningu gróðurs og vist-
gerða7-8-9-10 og einnig við kortlagn-
ingu á búsvæðum dýrateg-
unda.11121314 Árangur flokkunar
gróðurs og vistgerða með fjarkönn-
un er misjafn915 en fjöldi flokka,
flokkunaraðferð, fjölbreytni lands-
lags og gróðurfars hefur einkum
áhrif á hann. Á Svalbarða bar
Spjelkavik16 saman hefðbundið
gróðurkort og flokkun Landsat-
gervitunglamyndar og fann út að
með fjarkönnun mætti afla hald-
góðra upplýsinga um gróður á
norðlægum svæðum og jafnvel
flokka land meira niður en með
hefðbundinni kortlagningu.
Túlkun gervitunglagagna krefst
staðgóðrar þekkingar á svæðum
sem unnið er með og einnig á eigin-
leikum þeirrar flokkunar sem mið-
að er við. í fjölbreyttu landslagi get-
ur flokkun með fjarkönnun orðið
ónákvæmari vegna landslags-
tengdra þátta sem orsaka breyting-
ar á endurvarpi. Viðbótarupplýs-
ingar geta hins vegar nýst til að
bæta flokkunina. Þegar hæðarlíkön
voru notuð til viðbótar við fjar-
könnunargögn við flokkun gróðurs
í fjalllendi í Kanada jókst heildarná-
kvæmni flokkunar um 13%.17
I norðurhéruðum Svíþjóðar, Finn-
lands og Rússlands hefur fjarkönn-
un verið notuð með góðum árangri
til að kortleggja beitarsvæði hrein-
dýra, en hnignun landgæða vegna
ofbeitar er þar víða alvarlegt vanda-
18,19,20,21 pjér á landi hafa gervi-
tunglamyndir verið nýttar í verk-
efninu Nytjalandi við flokkun
gróðurs á stórum landsvæðum.22
Flokkað er í 10 gróðurflokka og er
leitast við að ná 85% heildarná-
kvæmni við greiningu hverrar
myndar (Sigmar Metúsalemsson,
munnlegar upplýsingar).
Árið 2002 hófst samstarf nokk-
urra stofnana á Islandi um kaup á
SPOT5-gervitunglamyndum23 sem
opnuðu nýja möguleika í landflokk-
un og rannsóknum. Hver mynd
nær yfir um 3600 km2 landsvæði.
Árið 2006 var lokið við myndatöku
af landinu öllu og nú er til heildar-
landsþekja af Islandi, tekin á 5 ára
tímabili, með 2,5 m greinihæfni.
Skanninn í SPOT5-tunglinu safnar
gögnum á bylgjulengdum sem eru
vel fallnar til rannsókna á gróðri og
SPOT5-myndir hafa verið notaðar
til að kortleggja gróður og vistgerð-
ir á norðlægum slóðum.721
Árið 1999 hóf Náttúrufræðistofn-
un íslands rannsóknir og kortlagn-
ingu á vistgerðum á Islandi. Megin-
tilgangur rannsóknanna er að
kanna hvaða vistgerðir eru hér á
landi, lýsa þeim og meta verndar-
gildi þeirra.24 Vistgerðaflokkunin
byggist á gróður- og umhverfis-
mælingum á vettvangi. Hingað til
hefur eingöngu verið unnið að
flokkun vistgerða á hálendi íslands
72
Náttúrufræðingurinn 75 (2-4), bls. 72-84, 2007