Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 4
Náttúrufræðingurinn Regína Hreinsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon Nýting fjarkönnunar VIÐ KORTLAGNINGU VISTGERÐA Aundanförnum árum hafa möguleikar á að nota fjar- könnun við kortlagningu líffræðilegrar fjölbreytni verið skoð- aðir víða um heim, allt frá því að kanna útbreiðslu einstakra tegunda til þess að flokka stór landsvæði.1 Vegna hnignunar og eyðingar nátt- úrlegra svæða er yfirlit yfir út- breiðslu þeirra í tíma og rúmi nauð- synlegt svo hægt sé að gera mark- vissar áætlanir um verndun og nýt- ingu lands.2 Slíkra gagna er tíma- frekt og kostnaðarsamt að afla með beinum mælingum á vettvangi. Með fjarkönnun er hins vegar hægt að fá yfirlit yfir yfirborð jarðar og hefur hún verið notuð til að flokka yfirborð og fylgjast með ýmsum breytingum með tíma.3-4-5-6 í mörgum erlendum rannsóknum hefur fjarkönnun verið beitt við kortlagningu gróðurs og vist- gerða7-8-9-10 og einnig við kortlagn- ingu á búsvæðum dýrateg- unda.11121314 Árangur flokkunar gróðurs og vistgerða með fjarkönn- un er misjafn915 en fjöldi flokka, flokkunaraðferð, fjölbreytni lands- lags og gróðurfars hefur einkum áhrif á hann. Á Svalbarða bar Spjelkavik16 saman hefðbundið gróðurkort og flokkun Landsat- gervitunglamyndar og fann út að með fjarkönnun mætti afla hald- góðra upplýsinga um gróður á norðlægum svæðum og jafnvel flokka land meira niður en með hefðbundinni kortlagningu. Túlkun gervitunglagagna krefst staðgóðrar þekkingar á svæðum sem unnið er með og einnig á eigin- leikum þeirrar flokkunar sem mið- að er við. í fjölbreyttu landslagi get- ur flokkun með fjarkönnun orðið ónákvæmari vegna landslags- tengdra þátta sem orsaka breyting- ar á endurvarpi. Viðbótarupplýs- ingar geta hins vegar nýst til að bæta flokkunina. Þegar hæðarlíkön voru notuð til viðbótar við fjar- könnunargögn við flokkun gróðurs í fjalllendi í Kanada jókst heildarná- kvæmni flokkunar um 13%.17 I norðurhéruðum Svíþjóðar, Finn- lands og Rússlands hefur fjarkönn- un verið notuð með góðum árangri til að kortleggja beitarsvæði hrein- dýra, en hnignun landgæða vegna ofbeitar er þar víða alvarlegt vanda- 18,19,20,21 pjér á landi hafa gervi- tunglamyndir verið nýttar í verk- efninu Nytjalandi við flokkun gróðurs á stórum landsvæðum.22 Flokkað er í 10 gróðurflokka og er leitast við að ná 85% heildarná- kvæmni við greiningu hverrar myndar (Sigmar Metúsalemsson, munnlegar upplýsingar). Árið 2002 hófst samstarf nokk- urra stofnana á Islandi um kaup á SPOT5-gervitunglamyndum23 sem opnuðu nýja möguleika í landflokk- un og rannsóknum. Hver mynd nær yfir um 3600 km2 landsvæði. Árið 2006 var lokið við myndatöku af landinu öllu og nú er til heildar- landsþekja af Islandi, tekin á 5 ára tímabili, með 2,5 m greinihæfni. Skanninn í SPOT5-tunglinu safnar gögnum á bylgjulengdum sem eru vel fallnar til rannsókna á gróðri og SPOT5-myndir hafa verið notaðar til að kortleggja gróður og vistgerð- ir á norðlægum slóðum.721 Árið 1999 hóf Náttúrufræðistofn- un íslands rannsóknir og kortlagn- ingu á vistgerðum á Islandi. Megin- tilgangur rannsóknanna er að kanna hvaða vistgerðir eru hér á landi, lýsa þeim og meta verndar- gildi þeirra.24 Vistgerðaflokkunin byggist á gróður- og umhverfis- mælingum á vettvangi. Hingað til hefur eingöngu verið unnið að flokkun vistgerða á hálendi íslands 72 Náttúrufræðingurinn 75 (2-4), bls. 72-84, 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.