Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 8
Náttúrufræðingurinn
vistgerðasnið 200 x 2 m, til að sann-
prófa flokkunina (1. tafla). Sniðin
voru valin út frá stýrðu flokkuninni
með skilyrtri slembiaðferð (e. strati-
fied random sampling)29 þannig að
hlutfall sniða í hverri vistgerð færi
eftir heildarflatarmáli hennar í
flokkuninni. Ekki voru lögð út snið
í melagambravist, sandmýravist,
rekjuvist og melhólum, sem höfðu
litla útbreiðslu. Upphafspunktur
hvers sniðs var forvalinn en stefnan
ákveðin á vettvangi. A hverju sniði
voru tegundir háplantna skráðar og
fjórum algengustu raðað eftir þekju,
umhverfi lýst og vistgerð ákvörðuð
út frá þessum upplýsingum. Þá var
hnattstaða hvers sniðs skráð með
GPS-handtæki og yfirlitsmynd tek-
in við upphafs- og endapunkt.
Til þess að kanna nánar í hvaða
vistgerð nýju sniðin ættu að flokkast
var gerð sérstök DCA-hnitun'2 en
við hana var hnitunarforritinu
CANOCO beitt.33 Þar var fyrri hnitun
vistgerðasniða látin mynda fastan
grurrn en nýju sniðin greind með
sem hlutlausar breytur (e. passive
variables) og þeim því skipað inn í
fyrra rúm sem fundið hafði verið.
Einungis var tekið tillit til háplöntu-
tegunda við þessa greiningu. Með
hnitunargreiningunni fékkst stað-
setning allra sniða á fjórum hnitunar-
a
ásum. Á hverjum ási voru síðan
fundin meðalhnit fyrir hverja vist-
gerð úr fyrri rannsóknum. Ut frá
þessum hnitum voru nýju sniðin síð-
an flokkuð í vistgerðir. Greining
sniðs var talin rétt ef frávik frá
meðaltalsgildi vistgerðarinnar var
innan við 0,4 einingar á öllum ásum,
en eining á hverjum hnitunarási er
meðalstaðalfrávikseining allra teg-
unda í gagnasafninu. Kæmu fleirí en
ein vistgerð til álita í þessum útreikn-
ingum var vettvangsgreining látin
ráða.
Nákvæmnimat
Eftir endanlega röðun nýju sniðanna
í vistgerðir voru þau borin saman
við flokkunina og þannig útbúnar
töflur (e. error matrix) sem sýna
hvemig sniðin raðast í vistgerðir á
kortunum. Þetta var einnig gert fyrir
gróðurfélagakortið. Annars vegar
sést hversu hátt hlutfall sannprófun-
arsniða lendir í réttri vistgerð (e.
producer's accuracy) og hins vegar
er kannað hvemig heildarútbreiðsla
vistgerða í flokkuninni kemur heim
og saman við sannprófunarsniðin (e.
user's accuracy).29 Þannig geta sann-
prófunarsnið tiltekinnar vistgerðar
sýnt góða fylgni við hana (ná-
kvæmni vistgerðar) þó svo að sann-
prófunarsnið í öðrum vistgerðum
b
lendi líka í henni (nákvæmni út-
breiðslu), en það gæti þýtt að út-
breiðsla hennar væri ofmetin. Ut-
koman úr töflunum var síðan athug-
uð til að bera saman aðferðirnar og
finna hvaða vistgerðir flokkuðust
rétt og hverjar ekki. Til að kanna
betur mismun á aðferðunum var
gróðurfélagakortið lagt ofan á fjar-
könnunarflokkunina og forritið látið
reikna út skörunina með „matrix"-
aðgerð. Þannig fengust upplýsingar
um hversu stór hluti svæðisins
flokkaðist eins með báðum aðferð-
um og einnig hvernig einstakar vist-
gerðir flokkuðust að öðru leyti.
Með því að nota hæðarlíkan og
vatnafarsgögn af svæðinu var leit-
ast við að draga fram einstakar vist-
gerðir, greina á milli ólíkra vist-
gerða með svipað endurvarp og
einnig leiðrétta augljósar villur í
flokkuninni, svo sem vegna skugga.
Hæðarlíkan var unnið út frá eins
metra hæðarlínum (1:2.000) af
Hafrahvammagljúfri og tveggja
metra hæðarlínum (1:5.000) á
áhrifasvæði Hálslóns. Þessar hæð-
arlínur voru fengnar frá Landsvirkj-
un. Annars staðar á svæðinu var
hæðarlíkanið unnið út frá 5 metra
hæðarlínum (1:20.000) frá Orku-
stofnun. Vatnafarsþekja í mæli-
kvarðanum 1:20.000 frá Orkustofn-
C
r
3. mynd. Leiðrétting á flokkun með vatnafarsgögnum og halla. a) Óleiðrétt mynd, skuggar í hlíðum mót norðaustri koma fram sem
lágstara- og hástaraflóavist (Ijós- og dökkbleikur litur). b) Þekja með 50 m áhrifasvæði vatns lögð ofan á flokkunina (gervitunglamynd
hér) ogforritið látið finna votlendi sem kemurfram í meira en 4° halla (dökkrauðir og grænir rastar). c) Leiðrétt mynd, par sem búið
er að breyta votlendinu í giljamóavist og lyngmóavist út frá niðurstöðum vistgerðarannsókna (Sigurður H. Magnússon o.fl., óbirt
gögn) og upplýsingum á gróðurkorti. - Corrections of classification made by using slope and hydrological data.
76