Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 10
Náttúrufræðingurinn
Sjálfvirk flokkun
Alls voru skilgreindir 12 flokkar
vistgerða, út frá vistgerðasniðum úr
rannsóknum Náttúrufræðistofnun-
ar Islands, við sjálfvirka greiningu
SPOT5-myndarinnar (4. mynd).
Aðrir flokkar á kortinu eru melavist-
ir, eyravist, vatn og ógróið land, sem
ekki var reynt að flokka frekar.
Vettvangssnið sem lögð voru út til
sannprófunar á flokkuninni voru í
11 af ofangreindum 12 vistgerðum,
en ekkert snið var í melagambra-
vist.35
Ekkert snið grasmela- og eyði-
melavistar féll í rétta vistgerð á vist-
gerðakortinu, en af 21 sniði víði-
melavistar féllu hins vegar 15 í rétta
vistgerð (5. mynd). Af sex sniðum í
giljamóavist féllu fjögur í lyngmóa-
vist og tvö í giljamóavist. Tæpur
helmingur sniða í lyngmóavist
flokkaðist rétt. Heildarnákvæmni
flokkunar í þær 11 vistgerðir sem
voru prófaðar var 57%, sem er held-
ur meiri nákvæmni en fékkst með
stýrðri flokkun í átta flokka.
Samanburður á aðferðum við
kortlagningu vistgerða
Til að bera fjarkönnunarkortið sam-
an við gróðurfélagakortið var vist-
gerðum fækkað til samræmis við
það og nákvæmni beggja aðferða
metin miðað við sannprófunarsnið-
in í átta flokkum (3. og 4. tafla).
Heildarnákvæmni flokkunar
reyndist 61% fyrir gróðurfélagakort-
ið en 70% fyrir fjarkönnunarkortið.
Ef horft er til þess hversu mörg
sannprófunarsniðanna féllu í rétta
vistgerð á kortunum sést að öll snið
sem mældust í melavistum féllu í
melavist á gróðurfélagakortinu en
27 af 30 á fjarkönnunarkortinu. A
hinn bóginn virðist útbreiðsla mela-
vista vera töluvert ofmetin. A gróð-
urfélagakortinu lentu 10 snið sem
flokkuð voru til annarra vistgerða í
melavist en fimm á fjarkönnunar-
korti. Helmingur sniða hélumosa-
vistar flokkaðist í melavistir á gróð-
urfélagakorti en 20% í rétta vistgerð.
A fjarkönnunarkorti féllu sannpróf-
unarsnið í hélumosavist í 60% til-
vika í rétta vistgerð. Nákvæmnin
var sú sama með báðum aðferðum
fyrir snið í gilja- og lyngmóavist, eða
58% og 78% fyrir útbreiðslu vist-
gerðarinnar. Þá féllu 18 af 21 sniði
rekjumóavistar í samsvarandi vist-
gerð á fjarkönnunarkorti en sex á
gróðurfélagakorti, en þar féllu 11
sniðanna í starmóavist. Ef votlend-
issniðin eru skoðuð saman, þ.e.
rekjumóvist, lágstaraflóavist og
hástaraflóavist, kemur í Ijós að af 38
sniðum falla 35 í votlendisvistgerðir
með fjarkönnunaraðferðinni en 26 á
gróðurfélagakorti.
I ofangreindum niðurstöðum
flokkunar með fjarkönnun (3. tafla)
hefur einnig verið tekið tillit til leið-
réttinga sem voru gerðar út frá
hæðarlíkani og vatnafarsgögnum.
Að stærstum hluta tóku þær til óað-
gengilegra svæða, svo sem gilja þar
sem ekki voru nein snið til saman-
burðar. Heildarnákvæmni flokkun-
ar í átta flokka var fyrir breyting-
arnar 68% en jókst um 2% við leið-
réttingar (3. tafla).
Einstakar vistgerðir hafa mis-
mikla útbreiðslu eftir því hvorri
aðferðinni er beitt (5. tafla). I heild-
ina ber flokkun saman á um 56%
svæðisins. Þar munar mest um
melavist, sem nær til u.þ.b. 170 km2
á báðum kortum og flokkun ber
saman á um 140 km2. Mikill munur
er á útbreiðslu rekjumóavistar og
lágstaraflóavistar eftir því hvorri
aðferðinni er beitt en heildarflatar-
mál votlendis er svipað.
Við fjarkönnun greindist gilja- og
lyngmóavist niður í fleiri einingar
en á gróðurfélagakortinu, sem yfir-
leitt sýndi stærri einingar (6. mynd).
I vistgerðinni er mikill breytileiki í
5. mynd. Melavistir (eyðimeiavist, grasmelavist og víðimelavist) greindust vel frá betur
grónum vistgerðum við fjarkönnun en aðgreining þeirra innbyrðis var erfiðleikum háð.
Myndin sýnir víðimelavist ofan Laugarvalladals (efst tii vinstri). - Gravelly flats were
easily separated from more vegetated areas by remote sensing. Ljósm./photo: Sigmar
Metúsalemsson (ágúst 2004).
78