Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 10

Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 10
Náttúrufræðingurinn Sjálfvirk flokkun Alls voru skilgreindir 12 flokkar vistgerða, út frá vistgerðasniðum úr rannsóknum Náttúrufræðistofnun- ar Islands, við sjálfvirka greiningu SPOT5-myndarinnar (4. mynd). Aðrir flokkar á kortinu eru melavist- ir, eyravist, vatn og ógróið land, sem ekki var reynt að flokka frekar. Vettvangssnið sem lögð voru út til sannprófunar á flokkuninni voru í 11 af ofangreindum 12 vistgerðum, en ekkert snið var í melagambra- vist.35 Ekkert snið grasmela- og eyði- melavistar féll í rétta vistgerð á vist- gerðakortinu, en af 21 sniði víði- melavistar féllu hins vegar 15 í rétta vistgerð (5. mynd). Af sex sniðum í giljamóavist féllu fjögur í lyngmóa- vist og tvö í giljamóavist. Tæpur helmingur sniða í lyngmóavist flokkaðist rétt. Heildarnákvæmni flokkunar í þær 11 vistgerðir sem voru prófaðar var 57%, sem er held- ur meiri nákvæmni en fékkst með stýrðri flokkun í átta flokka. Samanburður á aðferðum við kortlagningu vistgerða Til að bera fjarkönnunarkortið sam- an við gróðurfélagakortið var vist- gerðum fækkað til samræmis við það og nákvæmni beggja aðferða metin miðað við sannprófunarsnið- in í átta flokkum (3. og 4. tafla). Heildarnákvæmni flokkunar reyndist 61% fyrir gróðurfélagakort- ið en 70% fyrir fjarkönnunarkortið. Ef horft er til þess hversu mörg sannprófunarsniðanna féllu í rétta vistgerð á kortunum sést að öll snið sem mældust í melavistum féllu í melavist á gróðurfélagakortinu en 27 af 30 á fjarkönnunarkortinu. A hinn bóginn virðist útbreiðsla mela- vista vera töluvert ofmetin. A gróð- urfélagakortinu lentu 10 snið sem flokkuð voru til annarra vistgerða í melavist en fimm á fjarkönnunar- korti. Helmingur sniða hélumosa- vistar flokkaðist í melavistir á gróð- urfélagakorti en 20% í rétta vistgerð. A fjarkönnunarkorti féllu sannpróf- unarsnið í hélumosavist í 60% til- vika í rétta vistgerð. Nákvæmnin var sú sama með báðum aðferðum fyrir snið í gilja- og lyngmóavist, eða 58% og 78% fyrir útbreiðslu vist- gerðarinnar. Þá féllu 18 af 21 sniði rekjumóavistar í samsvarandi vist- gerð á fjarkönnunarkorti en sex á gróðurfélagakorti, en þar féllu 11 sniðanna í starmóavist. Ef votlend- issniðin eru skoðuð saman, þ.e. rekjumóvist, lágstaraflóavist og hástaraflóavist, kemur í Ijós að af 38 sniðum falla 35 í votlendisvistgerðir með fjarkönnunaraðferðinni en 26 á gróðurfélagakorti. I ofangreindum niðurstöðum flokkunar með fjarkönnun (3. tafla) hefur einnig verið tekið tillit til leið- réttinga sem voru gerðar út frá hæðarlíkani og vatnafarsgögnum. Að stærstum hluta tóku þær til óað- gengilegra svæða, svo sem gilja þar sem ekki voru nein snið til saman- burðar. Heildarnákvæmni flokkun- ar í átta flokka var fyrir breyting- arnar 68% en jókst um 2% við leið- réttingar (3. tafla). Einstakar vistgerðir hafa mis- mikla útbreiðslu eftir því hvorri aðferðinni er beitt (5. tafla). I heild- ina ber flokkun saman á um 56% svæðisins. Þar munar mest um melavist, sem nær til u.þ.b. 170 km2 á báðum kortum og flokkun ber saman á um 140 km2. Mikill munur er á útbreiðslu rekjumóavistar og lágstaraflóavistar eftir því hvorri aðferðinni er beitt en heildarflatar- mál votlendis er svipað. Við fjarkönnun greindist gilja- og lyngmóavist niður í fleiri einingar en á gróðurfélagakortinu, sem yfir- leitt sýndi stærri einingar (6. mynd). I vistgerðinni er mikill breytileiki í 5. mynd. Melavistir (eyðimeiavist, grasmelavist og víðimelavist) greindust vel frá betur grónum vistgerðum við fjarkönnun en aðgreining þeirra innbyrðis var erfiðleikum háð. Myndin sýnir víðimelavist ofan Laugarvalladals (efst tii vinstri). - Gravelly flats were easily separated from more vegetated areas by remote sensing. Ljósm./photo: Sigmar Metúsalemsson (ágúst 2004). 78
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.