Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 18
Náttúrufræðingurinn
1. mynd. Kort af Vestfjörðum sem sýnir fundarstaði þeirra stemgervinga sem notaðir voru
í þessari rannsókn og einnig þá staði þar sem M.A. Akhmetiev o.fl.8 og Leifur A. Símonar-
son o.fl.1314 tóku frjósýni. Selárdalur, Ófæruvík, Botn, Breiðhilla og Gil tilheyra Selárdals-
Botns setlagasyrpunni (15 milljón ára). Dufansdalur, Ketilseyri og Lambadalur tilheyra
Dufansdals-Ketilseyrar setlagasyrpunni (13,5 milljón ára). -Map of northwestern lceland
showing sites with macrofossils used in the present study and origin of palynological satnp-
les taken by Akhmetiev et al.‘ and Símonarson et al.1314 Selárdalur, Ófæruvík, Botn, Breið-
hilla and Gil belong to the Selárdalur-Botn Formation (15 Ma). Dufansdalur, Ketilseyri
and Lambadalur belong to the Dufansdalur-Ketilseyri Formation (13.5 Ma).
A. Símonarsyni/7 M. A. Akhmetiev
o.fl.,8 Friðgeiri Grímssyni9 og T.
Denk o.fl.10 Aftur á móti eru stein-
gervingar úr elstu setlagasyrpum
landsins, Selárdals-Botns setlaga-
syrpunni (15 milljón ára) og
Dufansdals-Ketilseyrar setlagasyrp-
unni (13,5 milljón ára) minna þekkt-
ir, en helstu rannsóknir á þeim voru
gerðar af Jóhannesi Askelssyni1112
um miðja síðustu öld og Leifi A.
Símonarsyni o.fl.1314 í upphafi þess-
arar. Friðgeir Grímsson og T. Denk15
lýstu nýlega nýrri tegund beykis frá
Selárdal og Friðgeir Grímsson og
Leifur A. Símonarson16 rannsökuðu
útbreiðslu þess út frá steingerðum
laufblöðum, aldinum og fræjum frá
Selárdal í Arnarfirði, Botni í Súg-
andafirði og Ketilseyri í Dýrafirði,
og einnig var stuðst við frjógrein-
ingar frá helstu setlagaopnum á
Vestfjörðum.8
Fáum gerðum laufblaða frá Selár-
dal (1. tafla) hefur verið lýst til
þessa og þau flest talin til beykis,
vínviðar (Vitis) og humalbeykis
(Ostrya). Beykiblöðum hefur einnig
verið lýst úr setlögum við Ketilseyri
í Dýrafirði, en aðeins hefur verið
greint frá greinum með barrnálum
frá Botni (2. mynd) og þær taldar
tilheyra kínarauðviði (Metasequoia).
I þessari grein er fjallað um stein-
gerð laufblöð, barrnálar, aldin, fræ
og köngla frá Selárdal í Arnarfirði
og Botni í Súgandafirði og áður-
nefndar plöntuleifar endurskoðað-
ar (1. tafla). Niðurstöður rannsókna
á handsýnum voru bornar saman
við frjógreiningar úr setlögunum
frá Selárdal, Ófæruvík, Botni,
Breiðhillu og Gili, en þessir fundar-
staðir tilheyra allir Selárdals-Botns
setlagasyrpunni (15 milljón ára). A
sama hátt voru handsýni frá Ketils-
eyri rannsökuð og borin saman við
frjógreiningar úr setlögum í
Lambadal, en báðir fundarstaðir til-
heyra Dufansdals-Ketilseyrar set-
lagasyrpunni (13,5 milljón ára).
Rannsókn okkar leiðir í ljós enn
fleiri tegundir en fundist hafa áður
í fyrrnefndum setlögum (2. tafla).
Plöntusamfélögin úr 15 milljón ára
gömlum setlögum í Selárdal og
Botni eru borin saman og bent á lík-
legustu þróun íslensku flórunnar
frá því fyrir 15 milljón árum og þar
til fyrir 13,5 milljón árum. Að lok-
um eru dregnar ályktanir um lofts-
lag þessa tíma út frá plöntuleifun-
um.
JARÐLÖG OG
STEINGERVINGAR
Selárdals-Botns setlagsyrpan (15
milljón ára) kemur fram í norð-
vestri á útskögum Vestfjarða (1.
mynd). Setlögin eru aðgengileg á
mörgum stöðum, meðal annars í
Selárdal í Arnarfirði, Ófæruvík við
minni Dýrafjarðar, Botni í Súg-
andafirði og Breiðhillu og Gili í Bol-
ungarvík. í Selárdal í Arnarfirði eru
setlögin með steingervingunum
yfir 20 metra þykk og einkennast af
gosrænum uppruna. Þau eru flest
úr grófkorna gjóskuríkum sand-
steini. Mikið er af gleri í flestum
setlögunum og sumar setlagaein-
ingar hafa áberandi mikið af ljós-
leitum vikri. Einnig má þarna finna
margs konar sandsteinslög og völu-
berg. Setlögin gefa til kynna upp-
söfnun sets á frekar háttliggjandi
svæði, hugsanlega í fjallshlíð í ná-
grenni eldkeilu; það sem styður
86