Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 19

Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 19
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags þetta er ljósi vikurinn og hátt hlut- fall gjósku í setlögunum. í Súg- andafirði finnast plöntuleifar í set- lögum við gömlu Botnsnámuna (1. mynd). Þar er setlagastaflinn mun þynnri og setlögin benda til að rofefni hafi safnast fyrir á láglendi þar sem grunnvatnsborð stóð hátt. Setlögin við námuna sjálfa eru um 4 m á þykkt, úr kolalögum og silt- blönduðum fínkorna sandsteins- lögum. Setlögin benda til setsöfn- unar á mýrlendu flæðilandi með straumvötnum, þar sem lífrænt efni safnaðist fyrir í súrefnissnauðu umhverfi. Dufansdals-Ketilseyrar setlaga- syrpuna (13,5 milljón ára) má rekja í fjallshlíðum við fjarðarbotna á suð- vestanverðum Vestfjörðum (1. mynd). Setlögin eru aðgengileg í fjölda opna, meðal annars í Dufans- dal í botni Arnarfjarðar, við Ketils- eyri og í Lambadal innarlega í Dýrafirði. Setlögin í Lambadal eru um 10 m þykk sand- og siltsteinslög mynduð í stöðu- og straumvatni og þunn kolalög og völuberg sem sest hafa til í árfarvegi. Við Ketilseyri eru setlögin rauðleit silt- og sand- steinslög, foksandur og jarðvegur að uppruna. PLÖNTUSTEINGERVINGAR FRÁ SELÁRDAL, BOTNI OG KETILSEYRI Steingervingarnir sem rannsóknin byggist á eru flestir geymdir í safni Náttúrufræðistofnunar Islands í Reykjavík og á Náttúrufræðisafni ríkisins í Stokkhólmi (Naturhistor- iska Riksmuseet). Flestum þeirra var safnað á síðustu öld af Jóhann- esi Askelssyni, Finnboga Jónssyni, Helga Guðmundssyni, Samúel Jónssyni, Sveini P. Jakobssyni, Birgi Kjaran, Sigurði S. Jónssyni og Axel Kaaber. Michael A. Akhmetiev, Leifur A. Símonarson og samstarfs- menn þeirra söfnuðu sýnum frá Botni og Ketilseyri á árunum 1979 til 1981. Leifur A. Símonarson, Jón Eiríksson og Ólöf E. Leifsdóttir Staður Fyrri rannsóknir Þessi rannsókn Ketilseyri Fagus ferruginea Aity Fagus friedrichii Grimsson & Denk Botn Metasequoia occidentalis Chaney1 Sequoia abietina (Brongn.) Knobl. Selárdalur Carya sp.a Aesculus sp. Dicotylodonous sp.b Fagus friedrichiiGrímsson & Denk Fagus antipofii Heerc Fagus friedrichii Grímsson & Denk Fagus deucalionis llnger0 Fagus friedrichii Grímsson & Denk Fagus cf. ferruginea AitÁ d Fagus friedríchii Grímsson & Denk Fagus friedrichii Grímsson & Denke Fagus friedrichii Bnmsson & Denk Magnolia sp.d Ostrya selárdaliana Áskelsson3, Magnolia sp. Aescutus sp. Vitis olriki Heerc Tilia selardalense Grímsson, Denk & Símonarson Vitis sp.d Tilia selardalense Grímsson, Denk & Símonarson 1. tafla. Listi yfir greiningar fyrri rannsókna á handsýnum steingervinga frá Selárdals- Botns setlagsyrpunni og Dufansdals-Ketilseyrar setlagasyrpunni. “Áskelsson 1957n, bÁskelsson 1956\ ‘Áskelssson 1946u, ‘‘Akhmetiev o.fl. 1978‘,cGrímsson og Denk 2005'5, fSímonarson 198862, sSímonarson o.fl. 2002". - List oftaxa previously recorded from the Selárdalur-Botn and the Dufansdalur-Ketilseyri Formations. “Áskelsson 1957n, bÁskels- son 19561, cÁskelssson 1946", dAkhmetiev et al. 19788, ‘Grímsson and Denk 2005'5, fSímonarson 198862, sSímonarson et al. 2002". söfnuðu sýnum ofan við Ketilseyri og í Lambadal á árunum 1999-2001. Friðgeir Grímsson og samstarfs- menn hans söfnuðu töluverðu af sýnum í Selárdal á árunum 2000-2005. Steingervingarnir frá Selárdal í Arnarfirði (2. tafla) eru varðveittir í mjög glerríkum sandsteini. Algeng- ast er að finna þar för eftir laufblöð sem mótast hafa í setið eftir að lauf- blöðin urðu innlyksa í gosefninu. Ekki er að sjá neinar svartkolaðar leifar sjálfrar blöðkunnar en oft má sjá hvítkolað strengjakerfi og stilk. Aldin, viðarbútar og greinabrot finnast einnig í setinu. Yfirborð steingerðra laufblaða er mun slétt- ara en brotfletir setsins og margir steingervinganna hafa marglita veðrunar- eða ummyndunarkápu í rauðum og olíukenndum litum. Frá Selárdal er nú búið að bera kennsl á þó nokkurn fjölda tegunda. Blöð arnarbeykis (3. mynd b-c, f-g) eru mest áberandi og nýlega fannst þar einnig hvítkolað beykialdin (3. mynd e), raunar það eina sem fund- ist hefur í Selárdal. Allvel varðveitt blað lyngrósar (Rhododendron) (3. mynd a) hefur og fundist, en því miður hafa ekki fundist fleiri eintök lyngrósar. Álmblöð (Ulmus) (4. mynd a-f) eru frekar algeng og auð- þekkt á strengjakerfinu, einkum hliðarstrengjum sem klofna á sér- stakan hátt. Steingerð laufblöð hjartartrés (4. mynd h-n) hafa hing- að til verið óþekkt úr íslenskum jarðlögum, en hjartalaga form blað- botnsins gaf plöntunni nafnið. Svo virðist sem hjartartréð hafi verið frekar áberandi í plöntusamfélag- inu í Selárdal. Smáblöð af kastaníu (5. mynd a-k) eru ekki óalgeng en hingað til hafa þau ranglega verið talin til hikkoríu (Carya) og humal- beykis (1. tafla). Smáblöð þessi sýna verulegan formfræðilegan breyti- leika sem rekja má til þess að kastaníublöð eru samsett og því með mörg smáblöð af mismunandi stærð og lögun, en lögun smáblað- anna fer eftir staðsetningu þeirra í aðalblaðinu (miðlægt eða hlið- arsmáblað). Laufblöð af arnarlind eru ekki fátíð (6. mynd a-j), en þau eru frekar stór, handstrengjótt og oftast sepótt. Vegna útlitsins hefur þeim hingað til verið lýst sem vín- viðarblöðum.11 Nánari greining og samanburður við steingerðar og núlifandi plöntur gefur hins vegar til kynna að um sé að ræða laufblöð af lind. Aðrar gerðir laufblaða eru frekar sjaldgæfar í Selárdal, en þó 87

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.