Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 19

Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 19
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags þetta er ljósi vikurinn og hátt hlut- fall gjósku í setlögunum. í Súg- andafirði finnast plöntuleifar í set- lögum við gömlu Botnsnámuna (1. mynd). Þar er setlagastaflinn mun þynnri og setlögin benda til að rofefni hafi safnast fyrir á láglendi þar sem grunnvatnsborð stóð hátt. Setlögin við námuna sjálfa eru um 4 m á þykkt, úr kolalögum og silt- blönduðum fínkorna sandsteins- lögum. Setlögin benda til setsöfn- unar á mýrlendu flæðilandi með straumvötnum, þar sem lífrænt efni safnaðist fyrir í súrefnissnauðu umhverfi. Dufansdals-Ketilseyrar setlaga- syrpuna (13,5 milljón ára) má rekja í fjallshlíðum við fjarðarbotna á suð- vestanverðum Vestfjörðum (1. mynd). Setlögin eru aðgengileg í fjölda opna, meðal annars í Dufans- dal í botni Arnarfjarðar, við Ketils- eyri og í Lambadal innarlega í Dýrafirði. Setlögin í Lambadal eru um 10 m þykk sand- og siltsteinslög mynduð í stöðu- og straumvatni og þunn kolalög og völuberg sem sest hafa til í árfarvegi. Við Ketilseyri eru setlögin rauðleit silt- og sand- steinslög, foksandur og jarðvegur að uppruna. PLÖNTUSTEINGERVINGAR FRÁ SELÁRDAL, BOTNI OG KETILSEYRI Steingervingarnir sem rannsóknin byggist á eru flestir geymdir í safni Náttúrufræðistofnunar Islands í Reykjavík og á Náttúrufræðisafni ríkisins í Stokkhólmi (Naturhistor- iska Riksmuseet). Flestum þeirra var safnað á síðustu öld af Jóhann- esi Askelssyni, Finnboga Jónssyni, Helga Guðmundssyni, Samúel Jónssyni, Sveini P. Jakobssyni, Birgi Kjaran, Sigurði S. Jónssyni og Axel Kaaber. Michael A. Akhmetiev, Leifur A. Símonarson og samstarfs- menn þeirra söfnuðu sýnum frá Botni og Ketilseyri á árunum 1979 til 1981. Leifur A. Símonarson, Jón Eiríksson og Ólöf E. Leifsdóttir Staður Fyrri rannsóknir Þessi rannsókn Ketilseyri Fagus ferruginea Aity Fagus friedrichii Grimsson & Denk Botn Metasequoia occidentalis Chaney1 Sequoia abietina (Brongn.) Knobl. Selárdalur Carya sp.a Aesculus sp. Dicotylodonous sp.b Fagus friedrichiiGrímsson & Denk Fagus antipofii Heerc Fagus friedrichii Grímsson & Denk Fagus deucalionis llnger0 Fagus friedrichii Grímsson & Denk Fagus cf. ferruginea AitÁ d Fagus friedríchii Grímsson & Denk Fagus friedrichii Grímsson & Denke Fagus friedrichii Bnmsson & Denk Magnolia sp.d Ostrya selárdaliana Áskelsson3, Magnolia sp. Aescutus sp. Vitis olriki Heerc Tilia selardalense Grímsson, Denk & Símonarson Vitis sp.d Tilia selardalense Grímsson, Denk & Símonarson 1. tafla. Listi yfir greiningar fyrri rannsókna á handsýnum steingervinga frá Selárdals- Botns setlagsyrpunni og Dufansdals-Ketilseyrar setlagasyrpunni. “Áskelsson 1957n, bÁskelsson 1956\ ‘Áskelssson 1946u, ‘‘Akhmetiev o.fl. 1978‘,cGrímsson og Denk 2005'5, fSímonarson 198862, sSímonarson o.fl. 2002". - List oftaxa previously recorded from the Selárdalur-Botn and the Dufansdalur-Ketilseyri Formations. “Áskelsson 1957n, bÁskels- son 19561, cÁskelssson 1946", dAkhmetiev et al. 19788, ‘Grímsson and Denk 2005'5, fSímonarson 198862, sSímonarson et al. 2002". söfnuðu sýnum ofan við Ketilseyri og í Lambadal á árunum 1999-2001. Friðgeir Grímsson og samstarfs- menn hans söfnuðu töluverðu af sýnum í Selárdal á árunum 2000-2005. Steingervingarnir frá Selárdal í Arnarfirði (2. tafla) eru varðveittir í mjög glerríkum sandsteini. Algeng- ast er að finna þar för eftir laufblöð sem mótast hafa í setið eftir að lauf- blöðin urðu innlyksa í gosefninu. Ekki er að sjá neinar svartkolaðar leifar sjálfrar blöðkunnar en oft má sjá hvítkolað strengjakerfi og stilk. Aldin, viðarbútar og greinabrot finnast einnig í setinu. Yfirborð steingerðra laufblaða er mun slétt- ara en brotfletir setsins og margir steingervinganna hafa marglita veðrunar- eða ummyndunarkápu í rauðum og olíukenndum litum. Frá Selárdal er nú búið að bera kennsl á þó nokkurn fjölda tegunda. Blöð arnarbeykis (3. mynd b-c, f-g) eru mest áberandi og nýlega fannst þar einnig hvítkolað beykialdin (3. mynd e), raunar það eina sem fund- ist hefur í Selárdal. Allvel varðveitt blað lyngrósar (Rhododendron) (3. mynd a) hefur og fundist, en því miður hafa ekki fundist fleiri eintök lyngrósar. Álmblöð (Ulmus) (4. mynd a-f) eru frekar algeng og auð- þekkt á strengjakerfinu, einkum hliðarstrengjum sem klofna á sér- stakan hátt. Steingerð laufblöð hjartartrés (4. mynd h-n) hafa hing- að til verið óþekkt úr íslenskum jarðlögum, en hjartalaga form blað- botnsins gaf plöntunni nafnið. Svo virðist sem hjartartréð hafi verið frekar áberandi í plöntusamfélag- inu í Selárdal. Smáblöð af kastaníu (5. mynd a-k) eru ekki óalgeng en hingað til hafa þau ranglega verið talin til hikkoríu (Carya) og humal- beykis (1. tafla). Smáblöð þessi sýna verulegan formfræðilegan breyti- leika sem rekja má til þess að kastaníublöð eru samsett og því með mörg smáblöð af mismunandi stærð og lögun, en lögun smáblað- anna fer eftir staðsetningu þeirra í aðalblaðinu (miðlægt eða hlið- arsmáblað). Laufblöð af arnarlind eru ekki fátíð (6. mynd a-j), en þau eru frekar stór, handstrengjótt og oftast sepótt. Vegna útlitsins hefur þeim hingað til verið lýst sem vín- viðarblöðum.11 Nánari greining og samanburður við steingerðar og núlifandi plöntur gefur hins vegar til kynna að um sé að ræða laufblöð af lind. Aðrar gerðir laufblaða eru frekar sjaldgæfar í Selárdal, en þó 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.