Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 31
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
9. mynd. Skífurit sem sýnir hlutfallslega skiptingu plantna eftir dreifUeið aldina ogfræja
frá móðurplöntunni. Áberandi er aðflestar plönturnar (61%) úr elstu setlögum landsins
dreifast stuttar vegalengdir með vindi. Einnig má sjá að 13% plantnanna hafa falldreif-
ingu en þá fellur aldin/fræ plöntunnar beint til jarðar og dreifist mjög stutt frá móður-
plöntunni, eins og t.d. hjá kastaníu og beyki. - A 3-D pie chart that shows the percent-
age of taxa from the oldest floras of Iceland, 15-13.5 Ma. Most of tlie plants (61%) are
dispersed by ivind over short distances (anemochory, short distance). It is interesting to
note that 13% ofthe plants have an extremely limited dispersal radius (dyschory),for in-
stance Aesculus and Fagus.
þekkt úr yngri setlagasyrpum eins
og Skarðsstrandar-Mókollsdals set-
lagasyrpunni (9-8 milljón ára).6-23 Fræ
og aldin flestra plöntutegunda frá
Selárdal og Botni berast stuttar vega-
lengdir með vindi og á það við um
barrtré, hjartartré, ask, platanvið og
álm. Einungis fræ mjög fárra teg-
unda geta borist langar vegalengdir
með vindi og á það við um birki og
lyngrós (4. tafla, 9. mynd). Fræ ann-
arra tegunda dreifast með dýrum,
annaðhvort frekar stuttar vegalengd-
ir, eins og þekkt er hjá beyki og
kastaníu sem dreifast með spendýr-
um, eða á mismunandi hátt um lang-
an eða stuttan veg, eins og hjá
magnólíu og toppi. Síðastnefndar
plöntur dreifast innvortis (endozoo-
chory) með fuglum en platanviður
dreifist útvortis (exozoochory) með
spendýrum eða fuglum.
Steingerðar leifar landhryggdýra
úr íslenskum setlögum eru mjög
sjaldgæfar. Aðeins hafa fundist örfá
beinbrot lítils hjartardýrs úr setlög-
um frá plíósentíma.24 Plöntuleifar
gefa til kynna að hér hafi verið
landdýr á míósentíma, en svo virð-
ist sem skortur á landhryggdýra-
leifum stafi að mestu af því að varð-
veislumöguleikar þeirra voru
hverfandi. Bein landhryggdýra hafa
í allflestum tilvikum leyst upp
vegna efnaveðrunar. Dreifiháttur
plantna í elstu plöntusamfélögum á
Islandi (frá miðmíósen, 15 milljón
ára) bendir til þess að þær hafi kom-
ið hingað um landveg eða yfir frek-
ar mjótt haf. Að minnsta kosti hafa
beyki og kastanía enga möguleika á
dreifingu yfir úthöf og álmur, askur
og lind hafa tiltölulega stuttan
dreifiradíus.25 Það eru einungis
birki og lyngrós sem geta hafa náð
rótfestu á íslandi með dreifingu yfir
víðáttumikil höf. Plöntuleifar úr
elstu setlögum landsins benda því
til landsambands yfir til Grænlands
(Norður-Ameríku) eða Færeyja
(Evrópa/Asía) þegar þessir plöntu-
hópar námu hér land.
UPPRUNI ELSTU
PLÖNTUSAMFÉLAGA
Á ÍSLANDI
ísland er hluti af Grænlands-
Skotlands þverhryggnum. Elsta
aldursgreinda berg á landinu er um
16 milljón ára og setlögin sem inni-
Flokkunareining Frævun Dreifiháttur fræja og aldina
Berfrævingar
Evrópuvatnafura (Glyptostrobus europaeus) Vindfr ævun Vinddreifing (stutt vegalengd); takmörkuð vatnsdreifing
Fornrauðviður (Sequoia abietina) Vindfrævun Vinddreifing (stutt vegalengd); takmörkuð vatnsdreifing
Grátviðarætt (Cupressaceae) Vindfrævun Vinddreifing (stutt vegalengd); takmörkuð vatnsdreifing
Greni (Picea sp.) Vindfrævun Vinddreifing (stutt vegalengd); takmörkuð vatnsdreifing
Dulfrævingar
Arnarbeyki (Fagus friedrichii) Vindfrævun Falldreifing; dreifing með dýrum (fuglar, spendýr)
Arnarlind (Tilia selardalense) Skordýra/vindfrævun Vinddreifing (stutt vegalengd)
Askur (Fraxinus sp.) Skordýra/vindfrævun Vinddreifing (stutt vegalengd)
Álmur (Ulmus sp.) Vindfrævun Vinddreifing (stutt vegalengd); innvortis með dýrum
Birki (Betula sect. Costatae) Vindfrævun Vinddreifing (löng vegalengd)
Hjartartré (Cercidiphyllum sp.) Vindfrævun Vinddreifing (stutt vegalengd); dreifing með dýrum
Kastanía (Aesculus sp.) Skordýrafrævun Falldreifing; dreifing með dýrum (spendýr)
Lyngrós (Rhododendron sp.) Skordýrafrævun Vinddreifing (löng vegalengd)
Magnólía (Magnolia sp.) Skordýrafrævun Innvortis dreifing með dýrum (fuglar)
Hvítplatanviður (Platanus leucophylla) Vindfrævun Vinddreifing (stutt vegalengd); útvortis með dýrum
Toppur (Lonicera sp.) Skordýrafrævun Innvortis dreifing með dýrum (fuglar)
4. tafla. Dreifihættir plöntuhópa úr elstu setlögum íslands (byggt á Ridley 193025). - Dispersal mechanisms of recorded taxafrom the
oldest sediments in Iceland (based on Ridley 193025).
99