Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 32
Náttúrufræðingurinn
10. mynd. Mið-Atlantshafshryggurinn liggur í gegnum ísland, Reykjaneshryggurinn
við suðvesturströndina og Kolbeinseyjarhryggurinn úti fyrir Norðurlandi. Grænlands-
Skotlands þverhryggurinn nær yfir mestan hluta sjávarbotnsins milli meginlandanna.
Basaltmyndanir nýlífsaldar eru sýndar með dökkgráum lit. Sýndar eru jafnaldurslínur
(anómalíur) og aldur sjávarbotns í kringum landið. (Byggt á Tahvani og Eldholm 1977";
Larsen 198053 og Sigurði Steinþórssyni 198155). - The Mid-Atlantic Ridge crosses
Iceland, with the Reykjanes Ridge on the south-western side and the Kolbeinsey Ridge on
the northern side. The Greenland-Scotland Transverse Ridge reaches over most ofthe oce-
anfloor. Tertiary terrestrial basalt formations are indicated with darkgrey colour. Anom-
alies and relative age of the ocean floor are shown (modified after Talwani and Elholm
1977"; Larsen 198053; Steinþórsson 198155).
halda elstu plöntuleifar landsins
eru um 15 milljón ára.26-27-28’29 Al-
mennt er talið að ísland hafi þegar
verið orðið eyja þegar þessi setlög
settust til, en lítið er vitað um hvort
aðrir hlutar þverhryggjarins hafi þá
verið ofansjávar og, ef svo var,
hversu langt þeir voru frá íslandi.
Flestar tegundir plantna, sem borin
hafa verið kennsl á úr elstu setlög-
um landsins, gefa ekki til kynna eig-
inlegt upprunaland tegundanna
(Norður-Ameríka/Grænland eða
Færeyjar/Evrópa, 2. tafla) heldur
tilheyra plönturnar flóru sem hafði
mikla útbreiðslu á norðurhveli jarð-
ar á fyrri hluta og um miðbik
míósentíma. Má þar nefna tegundir
ættkvísla sem tilheyra fenjakýprus-
ættinni, hjartartré, magnólíu, plat-
anvið, álm, topp og lyngrós,30-31 og
gætu plönturnar því hafa komist til
Islands bæði úr vestri og austri. Það
vekur athygli að margar ættkvísl-
anna (Glyptostrobus, Cercidiphyllum,
Aesculus, Platanus, Uhttus, Magnolia)
voru áberandi í „Brito-Arctic
Igneous Province (BIP) flórunum",
en þær eru að minnsta kosti 20
milljón árum eldri en elstu íslensku
plöntusamfélögin.32,33'34'35 Tegundirn-
ar sem finnast í íslenskum míósen-
setlögum eru frábrugðnar tegund-
um í áðurnefndum BlP-flórum,
nema evrópuvatnafuran virðist sú
sama. Plöntuleifar úr íslenskum set-
lögum benda eindregið til dreifing-
ar og flutnings plantna yfir frum-
ísland löngu eftir að leifar BlP-flór-
anna grófust í setlög. Hversu lengi
þessi dreifing og flutningur stóð
yfir og hvenær þessar flutnings-
leiðir urðu ófærar plöntum með
stuttan dreifiradíus er ekki alveg
ljóst.36'37,38'39'40'41 Ef gert er ráð fyrir því
að hluti af Grænlands-Skotlands
þverhryggnum hafi verið ofansjáv-
ar löngu fyrir myndun elstu setlaga
landsins, þá er hugsanlegt að flóran
eða hluti hennar hafi numið hér
land fyrir þann tíma og þróast á
frum-íslandi áður en setlögin í Sel-
árdal og Botni söfnuðust fyrir.
Fornlandfræði OG
DREIFILEIÐIR PLANTNA
Möttulstrókurinn undir Islandi, ná-
lægt flekaskilunum í Norður-Atl-
antshafi, er talinn frumorsök þess að
mikið af möttulefni streymir upp og
safnast á hryggjarásinn.42 Því er
uppstreymi basaltkviku meira hér á
landi en á öðrum nálægum svæðum
og jarðskorpan undir íslandi því
þykkari en ella. Samfara miklu upp-
streymi möttulefnis á flekaskilunum
rekur flekana í sundur og þannig
flytjast storkubergsmyndanir frá
flekaskilunum (10. mynd). Við þetta
hægfara ferli myndast þverhryggur.
Möttulstrókurinn við flekaskilin er
talinn hafa flutt með sér til yfirborðs
storkuberg sem í fyrstu myndaði
landtengingu á milli Norður-Amer-
íku og Evrópu um Islandssvæðið
þegar meginlöndin byrjaði að reka í
sundur í lok krítartímabils og upp-
hafi tertíertímabils.28,43 Þverhryggur-
inn sem myndaði landbrúna er
þekktur sem Grænlands-Skotlands
þverhryggurinn. I byrjun nýlífsald-
ar voru meginlöndin það nálægt
hvort öðru að heiti reiturinn hélt
uppi landsvæðinu (landbrúnni) á
milli þeirra, en eftir því sem leið á
nýlífsöld kólnuðu útjaðrar hryggjar-
ins og sigu jafnt og þétt í sjó. Ekki
eru allir sammála um það hvernig
og hvenær þetta gerðist, en sumir
telja að um miðbik míósentíma hafi
einhverjir hlutar þverhryggjarins
(utan Islands) enn verið ofansjáv-
ar 4344 pessi þverhryggur náði yfir
svæðið þar sem Island er nú og lík-
lega hafa þessi landsvæði verið
meira og minna þakin gróðri. Mikið
magn frjókorna og gróa í setkjörn-
um frá ólígósen- og míósentímum,
sem fengust við djúphafsboranir
(ODP) meðfram norðurhlið Græn-
lands-Skotlands þverhryggjarins,
styðja kenningu um gróður á sjálf-
um þverhryggnum.45