Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Síða 34

Náttúrufræðingurinn - 2007, Síða 34
Ná ttúrufræðingurinn ísland varð til við brot megin- landsskorpu og myndun flekaskila og úthafsskorpu á milli Norður- Ameríku og Grænlands annars veg- ar og Norðvestur-Evrópu hins vegar fyrir um 55 milljón árum.46 Við upp- haflega gliðnun meginlandanna mynduðust víðáttumikil storku- bergssvæði á Norður-Atlantshafi (10. mynd). Á milli gosbergslaga á þessu svæði eru víða vel þekktar setlagasyrpur með plöntuleifum.35 Þannig benda jarðfræðileg gögn ein- dregið til þess að Grænland og Norðvestur-Evrópa hafi verið hluti af sama norðlæga meginlandinu og að landbrún Austur-Grænlands hafi loks skilist frá landbrún Norðvest- ur-Evrópu vegna gliðnunar á rek- hrygg (miðhafshrygg) snemma á nýlífsöld (á mörkum paleósen- og eósentíma), nálægt jafnaldurslínu (anómalíu) 24.47-48-49 Eftir upphaflega gliðnun og landræna eldvirkni á Norður-Atlantshafshryggnum varð eldvirkni neðansjávar og eiginlegur úthafshryggur varð til í Norður-Atl- antshafi, en heiti reiturinn hélt þó enn Grænlands-Skotlands þver- hryggnum ofan sjávarmáls. Á þess- um tímum, fyrir 60-50 milljón árum, gátu plöntur dreift sér að vild milli 9,3 10,5 Cupressaceae Glyptostrobus pensUis Picea sp. Sequoia sempervirens Aesculus flava Aesculus pavia Betula delavayi Cercidiphyllum japonicum Cercidiphyllum magniflcum Fagus crenata Fagus grandifolia Fraxinus sp. Lonicera xylosteum Magnolia sp. Platanus sp. Platanus occidentalis Platanus x acerifolia Rhododendron maximum Rhododendron ponticum Tdia americana Tilia platyphyllos Ulmus sp. subg. Ulmus sect. Ulmus sp. -15.6 I -8.9 6.7 C 6.4 C 8.6 4.1 c 4.4 0.1 E 6.2 6.6 -1.2 9.3 ncktað; ckki tckið til grcina 4.6 l--------- 4.1 l.......... 2.5 I - 3.4 l........... r—............... 0.5 -15 14.5 J 26.5 d 26.6 21.7 J 15.3 -----1 17.0 11.6 d 13.0 -1 21.3 7I 21.1 J 14.9 3 17.5 18.3 27.0 27.4 24.3 20.5 1 ) 15 20 25 30 22. mynd. Yfirlit yfir núlifandi plöntur sem eru sambærilegar steingerðu plöntunum frá Selárdal, Botni og Ketilseyri, og þann ársmeðalhita sem þær þrífast við í dag. Samanburð- ur steingervinga við núlifandi tegundir bendir til þess að ársmeðalhiti hér á landi, fyrir um 15-13,5 milljón árum, hafi verið á bilinu 9,3°C til 10,5°C. Þetta hitabil er markað af rauðu lóðréttu línunum. Neðri mörk hitabilsins markast af platanviðartegundinni Plat- anus occidentalis og efri mörkin markast af linditegundinni Tilia platyphyllos. - List ofall modern living analogues that are comparable to thefossil plants found in Selárdal- ur, Botn and Ketilseyri and the mean annual temperature where these plants are living today. Comparison of fossils to rnodern living taxa indicates that the mean annual temperature in Iceland 15-13.5 Ma was between 9.3°C and 10.5°C. This temperature range is marked by the tzvo red-coloured vertical lines. The lower boundary is set by Plat- anus occidentalis and the upper boundary by Tilia platyphyllos. Norðvestur-Evrópu og Grænlands og voru óháðar takmarkandi flutn- ingsleiðum yfir landbrýr (11. mynd; fyrir 55 milljón árum). Samkvæmt líkani Vinks42 um færslu heita reits- ins undir íslandi og út frá legu jafn- aldurslína50 er talið að fyrir 55 millj- ón árum (við jafnaldurslínu 23) hafi heiti reiturinn verið undir Græn- landi, vestan við Scoresbysund. Basísk innskot á því svæði hafa ver- ið aldursgreind og eru talin 60-55 milljón ára.51 Fyrir um það bil 36 milljón árum (nálægt jafnaldurslínu 13) fór áhrifa heita reitsins að gæta undir meginlandsbrún Grænlands og var hann þá undir úthafsskorpu. Líklegast er að Island-Færeyja hluti Grænlands-Skotlands þverhryggjar- ins hafi þá þegar verið myndaður. Á þessum tímum er líklegast að flutn- ingsleiðir plantna milli Norður-Am- eríku og Grænlands annars vegar og Norðvestur-Evrópu hins vegar hafi orðið þeim sífellt erfiðari og ákveðn- ar flutnings- eða dreifingarleiðir komist á. Líklegast var þá um tvær flutningsleiðir að ræða, aðra yfir Svalbarða og hina um Færeyjar og frum-ísland (11. mynd; fyrir 36 milljón árum). Austan megin við ís- land eru jafnaldurslínur 23-13 á bil- inu 55-36 milljón ára og rekja upp- runa sinn til Ægishryggjar (10. mynd). Yngri jafnaldurslínur rekja uppruna sinn til Reykjaneshryggjar og Grænlands-íslands hluti Græn- lands-Skotlands þverhryggjarins hefur verið að byggjast upp síðan. Á þessum tíma er talið að dregið hafi úr gliðnun á Ægishrygg og hún færst frá Islands-Færeyja hluta þver- hryggjarins yfir að heita reitnum, og þá hafi Kolbeinseyjarhryggur orðið virkur (11. mynd; fyrir 36-24 milljón árum). Þegar gliðnun lauk á Ægis- hrygg og hann kulnaði fyrir um 27 milljón árum tók Kolbeinseyjar- hryggur við.52-53 Það er talið hafa orð- ið til þess að Jan Mayen losnaði frá landgrunnsbrún Austur-Grænlands (11. mynd).47-54 Fyrir um 20 milljón árum (nálægt jafnaldurslínu 6) var myndun nýrrar hafsbotnsskorpu alfarið á Kolbeinseyjarhrygg.42 Á

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.