Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 42

Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 42
Náttúrufræðingurinn Skilgreiningaraöferö - Detinition method Reykjavík Byggt á meðalfrjóári 18 sumra - (basedon 18-yearaverageonFig. 1) Akureyri Byggt á meöalfrjóári 8 sumra - (based on 8-year average on Fig. 1) Upphafið - startdate Lokin - tinish date Lengd - length Upphafið - startdate Lokin - finish date Lengd - length A Emberlin o.fl. 2000 9. júlí 24. ágúst 47 15. júlf 27. ágúst 44 B Nilsson og Persson 1981 30. júní 26. ágúst 58 2. júlí 2. september 63 C Lejoly-Gabriel 1978 9. júlf 21. ágúst 44 15. júlí 24. ágúst 40 D Þröskuldur — 1 % 29. júnf 30. ágúst 63 29. júní 4. september 68 E Þröskuldur — frjótalan 10 1. júlí 30. ágúst 61 5. júlf 4. september 62 F Samfella 8. júnf 18. september 93 7. júní 23. september 99 2. tafla. Samanburður á frjótíma grasa í Reykjavík (meðaltal 18 ára) og á Akureyrí (meðaltal 8 ára) efiir skilgreiningunum sex (sjá I. töflu). - Comparison of the grass pollen seasons in Reykjavík (mean of 18 years) and Akureyrí ( mean of 8 years) using six different defmitíons (see Table I). grasfrjó hafa mælst samfellt dag hvern í a.m.k. viku þá sé frjótími grasa hafinn (skilgreining F í 1. töflu). Þessi skilgreining er einföld og hefur þann kost að hægt er að segja til um upphaf frjótímans strax í annarri viku tímabilsins. Hún gef- ur einnig einstaklingum, sem haldnir eru ofnæmi fyrir grasfrjó- um, ráðrúm til að byrja að taka inn ofnæmislyf. Mörg lyf eru þess eðlis að þau fara ekki að virka fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Þetta gildir að minnsta kosti um þá sjúklinga sem ekki eru ofurnæmir á grasfrjó því að aðdragandinn að því að frjó- tölur grasa nái tveimur stöfum get- ur verið allt frá þremur dögum upp í 26 hér á landi. í Reykjavík hafa lið- ið að meðaltali 12,6 dagar frá því að grasfrjó mælast samfellt þar til frjó- tala nær 10, aðeins þrisvar leið minna en vika og fimmtán sinnum tók það meira en átta daga að frjótalan næði tveggja stafa tölu. Þannig að oftast tekur það meira en viku. A Akureyri líða hins vegar 16,5 dagar að jafnaði frá því grasfrjó mælast daglega þar til frjótala nær 10. Ástæðan fyrir þessum mun gæti legið í ólíkum aðstæðum við frjó- gildrurnar. Þess má geta að svipuð skilgreining á upphafi frjótíma grasa hefur verið notuð um langt skeið í Sviss.8 Kosturinn við tvær síðast töldu aðferðirnar (þröskuldsgildi og sam- felluna) er sá að ekki þarf að bíða fram á haustið með að úrskurða um upphaf frjótíma grasa það árið. Þvert á móti liggur það þegar best lætur fyrir strax daginn eftir að frjó- tala nær þröskuldsgildinu eða í annarri viku frjótímans miðað við að frjógildran sé tæmd vikulega. Upphaf frjótíma grasa Reykjavík. Þegar aðferðunum sem byggjast á hundraðshluta af heild- arfrjómagni (A-C) er beitt á meðal- frjótölur grasa í Reykjavík (3. mynd) kemur í ljós að upphafið verður það sama fyrir A og C (2. tafla). í meðalfrjóári byrjar grastím- inn 9. júlí, en þegar hvert ár er skoð- að fyrir sig fellur það á tímabilið 20. 90- Skilgreining á fijótíma A Emberlin ...... B Nilsson og Persson ...... C Lejoly-Gabriel D Þröskuldur-1% E Þröskuldur - fijótala 10 F Samfella ______________________L Reykjavík 1988-2005 4* 15. sept 3. mynd. Frjótími grasa sýndur sem mislöng lárétt strik á súluriti sem sýnir frjótölur meðalárs reiknaðar út frá mælingum 18 ára í Reykjavík. Bókstafir A-F vísa til skilgreininga áfrjótíma, sbr. 1. töflu. - The grass pollen season is shown as a thick line on a histogram ofpollen counts based on 18 years of pollen monitoring in Reykjavík, A-F refers to the different definitions, see Table 1. 110 A

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.