Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 49
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
3. mynd. Jarðvegssnið sem mælt var á Álftaversafrétti og sýnum safnað lir. a) Umhverfi Atleyjarsniðs; örin bendir á jarðvegsbarð þar
sem um helmingur þeirra gjóskulaga semfjallað er um fannst. í bakgrunni sést til Mýrdalsjökuls og Öldufells. b) Atleyjarsnið; þykkt
jarðvegs og gjóskidaga er um 4 metrar (svört ör). Sniðið var mælt í 4 opnum en opnur 1 og 2 má sjá sitthvoru megin við örina. c)
Nærmynd afhluta opnu 1. AT-19 er um 1880 ára gamalt gjóskulag og AT-25 er um 2260 ára. Mælikvarðinn er um 70 cm á lengd. -
The surroundings ofthe composite soil section that was measured and sampled during this study. a) The surroundings ofAtley, one of
three outcrops used. The arrow points to the location where about half of the tephra layers were sampled. In the background is the
Mýrdalsjökull ice cap that covers the Katla volcano and the mount Öldufell. b) Atley outcrop where the total soil thickness (black arrow)
is about 4 meters. The section was measured in 4 parts and two ofthem can be seen on each side ofthe black arrow. c) Close-up of part
1 in Atley. Tephra layer AT-19 is approximately 1880 years old whereas AT-25 is 2260 years old. The scale is about 70 cm.
Ljósm./Photos: Bergrún Arna Óladóttir.
stöðvist í grunnstæðu kvikuhólfi5
þar sem hún þróast er hluti hennar
kristallast.
Nýrri rannsóknir hafa leitt í ljós
mun flóknari fyrirbæri en aðfærslu-
kerfi þeirra Eatons og Murata og
má þar nefna Kröflu þar sem fjögur
lítil kvikuhólf virðast tengjast.6
Túlkun jarðeðlisfræðilegra gagna er
þó á stundum ekki einhlít, eins og
sjá má á mismundandi tillögum um
eðli aðfærslukerfis Kilauea-eld-
stöðvarinnar á Havaí. Þar héldu
Fiske og Kinoshita7 því fram að að-
færslukerfið væri uppbyggt af sam-
tengdum göngum og sillum en
Yang og félagar segja það vera eitt
blöðrulaga hólf.”
Jarðskjálftafræðilegar rannsóknir
á innviðum jarðskorpunnar undir
Mýrdalsjökli sýna breytilegan
hraða jarðskjálftabylgna sem skýra
má með tilvist kvikuhólfs, um 5 km
í þvermál með botn á ~3 km dýpi.’
Jafnframt hefur verið bent á að þessi
gögn megi túlka sem öskjufyllingu,
sem þó er talin ólíklegri skýring.1'
Þegar svona ber við er fróðlegt að
skoða fleiri tegundir gagna, svo sem
jarðefnafræðileg gögn, til þess að
auka skilning á kvikuhólfum, stærð
þeirra, lögun og myndun.'01112'13
Jarðefnafræðileg gögn má t.d. nota
við mat á dvalartíma kviku í jarð-
skorpunni, en langur dvalartími
sannar viðdvöl kviku í kvikuhólfi.14
Eins má nota tímabundnar breyt-
ingar á kvikusamsetningu til betri
skilnings á hegðun kvikuhólfa.13
Viðfangsefni þessa greinakorns er
aðalefnasamsetning basískrar
gjósku úr Kötlugosum síðustu
117