Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 51

Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 51
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags og á tímabilum VI, III og II eykst styrkur K2O jafnt og þétt. Lengd tímabilanna er breytileg en hvorki upphaf tímabils VIII né endir tíma- bils I eru þekkt. Breytingar á aðalefnasamsetn- ingu með tíma sýna kerfisbundna endurtekningu. A eftir tímabili VIII, þar sem stöðugt magn K2O er ríkjandi, fylgir tímabil þar sem óreglulegt gildi hins kvikusækna efnis ríkir (VII) en síðan tekur við tímabil með jafnt hækkandi magni K2O (VI). Þessa sömu þróun má sjá frá tímabili V til III en hið reglulega mynstur er brotið upp af tímabili II, sem sýnir hækkandi styrk K2O, en á eftir því fylgir tímabil I með stöðugt K^O-gildi. Hvað SEGIR EFNASAMSETNING KÖTLUGJÓSKU UM KVIKUKERFI HENNAR? Breytileika í samsetningu Kötlu- gjóskunnar má útskýra með mis- munandi kvikuþróunarferlum, svo sem hlutkristöllun, hlutbráðnun, skorpumengun og/eða mismikilli möttulbráðnun (sjá heimild 23 og til- vitnanir í henni). Þegar hefur verið sýnt fram á að hið ríkjandi ferli í kvikuþróun Kötlu síðustu 8400 árin hefur verið hlutkristöllun,23 þ.e. kvikusamsetningin breytist er kvik- an kólnar og kristallar taka að mynd- ast og skiljast frá henni. Því má segja að hinn tímaháði breytileiki á sam- setningu Kötlugjóskunnar og þar af leiðandi hin mismunandi tímabil (I—VIII) bendi til breytinga á að- færslukerfi kviku undir eldstöðinni (5. mynd). Stöðugur, óreglulegur og jafnt hækkandi styrkur K2O sýnir því mismunandi aðfærslu kviku undir Kötlu og mælir eindregið gegn því að eitt langlíft kvikuhólf hafi ver- ið undir eldstöðinni á nútíma. STÖÐUGT GILDI K2Ö MEÐ TÍMA Lítil sem engin breyting á styrk K2O með tíma bendir til einfalds að- færslukerfis kviku. Kvikan rís upp í gegnum gosrás frá djúpri uppsprettu að gosopi eldstöðvarinnar án við- komu í kvikuhólfi. Ris kvikunnar er líklegast snöggt og tekur hún litlum sem engum breytingum á leið til yfir- borðs, eins og tímabil VIII, V og I sýna (4. og 5. mynd). Lengd þessara tímabila er illa skilgreind en eins og áður hefur verið nefnt er aðeins lág- markslengd tímabila VIII og I þekkt. Lengd tímabils V er þekkt en það varaði í um 1750 ár, sem er það lengs- ta í gossögu Kötlu á nútíma. Enn er ekki ljóst hvað veldur lokum þessara tímabila en líklegast má rekja það til myndunar ganga og sillna út frá að- alaðfærsluæð kvikunnar þar sem ætla má að kvikan stöðvist, kólni og taki að þróast á mismunandi stöðum. Sú kvika sem heldur síðan áfram til yfirborðs hefur ekki lengur óbreytta samsetningu heldur óreglulega sem fall af tíma. ÓREGLULEGT GILDI K2Ö MEÐ TÍMA Óreglulegur styrkur K20 með tíma gæti bent til þess að aðfærslukerfi 5. mynd. Einfölduö mynd afmögulegu aðfærslukerfi kviku undir Kötlu á nútíma og breytingum þess. Litlu myndirnar sýna breytingar á styrk (S) kvikusækitina efna með tíma (t). Stöðugur styrkur bendir til aðfærslu kviku án viðdvalar í kvikuhólfi (tímabil VIII, V og I), óreglulegur styrkur (tímabil VII og IV) endurspeglar mismunandi kólnun og kvikuþróun í kerfi ganga og sillna og að lokutn sýnir stöðugt vaxandi styrkur (tímabil VI, III, II) tilvist kvikuhólfs þar sem kvika kristallast að hluta og þróast með tíma. - Schematic view ofthe cyclic evolution ofKatla's plumbing system during the Holocene. The small diagrams, shown as insets, illustrate the evolution of incompatible elements versus time, "t" standsfor time and "S" for concentration. Constant composition oftephra (time periods VIII, V, I) may reflect the absence ofa shallow magma chamber, whereas the irregular composition (periods VII and IV) is attributed to differ- ential cooling in a sill and dyke complex. The regular increase of incompatible element concentrations with time (periods VI, III, II) sug- gests the development ofa shallow magma chamber where the magma differentiates with time. 119
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.