Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 60

Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 60
Náttúrufræðingurinn framboð hafi verið af birkifræi aust- ast í Öræfum frá 1996 til 2004 (Hálfdán Björnsson á Kvískerjum, munnleg heimild) og kann að vera að hið sama hafi þá einnig gilt um Skaftafellsbirkið. Nær samfelld gróðurþekja, að mestu mosi, var á mið-norður, mið- suður og austara svæðinu4 en rannsóknir hafa sýnt að birkifræ spíra illa í þykkum mosa.11 Hugsanlegt er að litla nýliðun birkis á svæðunum síðan upp úr 1998 megi skýra þannig að með aukinni mosaþekju hafi öruggum setum fækkað. Ef þetta væri eina skýringin hefði nýliðun birkis á vestara svæðinu, þar sem lítil gróðurþekja er, átt að haldast stöðug, en sú var ekki raunin. Vestasta svæðið er hins vegar í mestri fjarlægð frá fræupp- sprettum í Skaftafelli og því ekki ólíklegt að skortur á fræregni hamli nýliðun þar. Hamfaraflóð fór um Skeiðarár- sand haustið 1996 en ekki yfir þau svæði sem voru hér til rannsóknar.1 Flóðið varð um miðjan vetur er frost var í jörðu og því voru áhrif á gróður á sandinum lítil og þau staðbundin meðfram ánum (Kristín Svavarsdóttir og Þóra Ellen Þór- hallsdóttir, óbirt gögn). Því er ólík- legt að hlaupvatn hafi haft slæm áhrif á nýliðun birkis á rannsókn- arsvæðunum. Jafnvel er hugsanlegt að flóðið hafi bætt aðstæður þess til landnáms, þar sem jökulhlaup bera með sér mikið af fínu næringarríku efni, svonefnt löss. Þetta gæti því frekar verið skýring á toppi í nýliðun birkis árið 1998 á vestur- og austursvæðunum, sem voru nálægt árfarvegum þar sem flóðið fór um, en fínt efni sem barst inn á sandinn með flóðinu fauk yfir stærri svæði. Ólíklegt er að einhver einn þáttur skýri dýfuna í landnámi birkis á Skeiðarársandi eftir 1998; fremur er um að ræða samspil margra þátta eins og samkeppni, fræframboðs, breytinga á umhverfisaðstæðum í kjölfar hamfaraflóðsins 1996 og ýmissa þátta sem ekki voru teknir fyrir í þessari rannsókn. Gróður á Skeiðarársandi er nú í örri framvindu og ef svo heldur fram sem horfir mun fljótlega vaxa upp önnur kynslóð birkis. Ef ekki verður stórfellt rask á sandinum, t.d. vegna jökulhlaupa, má telja lík- legt að á Skeiðarársandi vaxi á næstu áratugum upp einn víðlendasti birkiskógur landsins. SUMMARY Mountain birch (Betula pnbescens Ehrh.) is a keystone species in many Icelandic ecosystems. It often becomes dominant at late successional stages but can also act as an early colonizer in primary succes- sion. Here we investigated pattems of colonization and establishment of moun- tain birch on Skeiðarársandur, SE Iceland. Skeiðarársandur is a vast (1,000 km2) floodplain with sparse vegetation (70% of the plain having less than 10% vegetation cover). In 2004, four sites were selected, at which population and growth parameters were estimated in 2-5 randomly placed 50*50 m plots. The average age of mountain birch differed significantly among sites. Although sheep grazing did not appear to directly affect grovvth, birch densities were low at sites with high grazing fre- quencies, indicating that browsing may affect establishment and survival. The establishment of mountain birch on Skeiðarársandur started shortly before 1990 and increased until 1998, when regeneration suddenly declined drasti- cally. No single factor can be postulated to explain this decline. The present populations are probably almost exclusively first generation colo- 8. mynd. Hlutfallsleg aldursdreifing birkipiantna fyrir hvert af rannsóknarsvæðunum fjórum á Skeiðarársandi sumarið 2004. Svæðum er raðað eftir fjarlægðfrá Skaftafelli þaðan sem áætla má að mesta fræregnið komi. A er austasta svæðið, MN mið-norðursvæðið, MS mið-suðursvæðið og V vestasta svæðið. Á línuritinu eru ekki sýndar ein birkiplanta frá 1977 og einfrá 1981 á mið-norðursvæðinu. - Proportional age distribution of mountain birchfor each ofthefour study sites on Skeiðarársandur in the suimner of 2004. The order of the sites is east (A), mid-north (MN), mid-south (MS) and west (V) from top to bottom, beginning with the site closest to Skaftafell where most ofthe seedrain comesfrom. The graph is missing one plantfrom 1977 and onefrom 1981 on the mid-north study site. 128

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.