Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 62
Náttúrufræðingurinn
Örnólfur Thorlacius
Handleiðsla um
HANDSJÓNAUKA
Menn hafa lengi slípað lins-
ur og spegla til þess að
greina betur það sem
smátt er ellegar fjarlægt. Hér verða,
að loknu stuttu og ófullkomnu
sögulegu yfirliti, kynntir handhæg-
ir sjónaukar sem menn nota til hins
síðarnefnda, að nálgast það sem
greinist illa eða ekki úr fjarlægð
með berum augum. Mikið úrval er
af handsjónaukum til ýmissa nota
og vonandi verður pistillinn til að
hjálpa einhverjum lesendum við val
á tækjum sem henta þörfum þeirra
og gjaldþoli.
Ekki verður fjallað um stóra og
flókna sjónauka, með speglum eða
linsum, sem beitt er meðal annars til
að kanna himingeiminn, ýmist í lit-
rófi sem augu okkar greina eða
handan þess.
FóRN REYNSLA
AF LJÓSBROTI
Allt frá því á þriðja árþúsundi f.Kr.
slípuðu Egyptar linsur úr tæru
kvarsi (bergkristal) og settu í augu á
múmíum og myndastyttum. Þeir
virðast hafa gert sér grein fyrir ljós-
brotsverkun augasteinsins, en ekki
2. mynd. Visbylinsurnar, sem fundust í
um 1000 ára gamalli gröf á Gotlandi, eru
úr bergkristal og svo vandlega slípaðar að
menn telja að pær hljóti að hafa verið
renndar í einhvers konar rennibekk.
eru heimildir fyrir því að þeir hafi
fært sér þessa þekkingu í nyt við
gerð sjóntækja. Um 400 f.Kr. lýsir
kínverskur heimspekingur, Mozi,
því hvernig þjappa megi geislum
saman með holspeglum. Og um og
fyrir upphaf tímatals okkar lýstu
Rómverjar stækkunaráhrifum kúlu-
laga gleríláts sem fyllt var vatni.
Nýlega fundust í um 1000 ára
gamalli víkingagröf á Gotlandi slíp-
aðar linsur úr bergkristal (1. mynd).
Slípunin var svo vönduð að leita
þarf fram á 20. öld til að finna jafn-
gott handverk. Um notagildi þess-
ara glerja vita menn ekki; sum virð-
ast hafa verið skartmunir en önnur
trúlega til nytja, kannski sem stækk-
unargler eða jafnvel hlutar af sjón-
aukum.
Ekki er ljóst hvort þessar „vis-
bylinsur" voru heimasmíðaðar eða
aðfengnar. Víkingar stunduðu við-
skipti alla götu til Konstantínópel
og í það minnsta hefur efnið verið
innflutt þar sem bergkristall finnst
ekki á Gotlandi.
Arabískur vísindamaður, Ibn al-
Haytham, betur þekktur á Vestur-
löndum sem Alhazen, er af mörg-
um talinn „faðir ljóseðlisfræðinnar"
(2. mynd). Á árunum 1015-1021
skráði hann mikið rit í sjö bindum,
Kitab al-Manazir (Bókin um ljós-
fræðina), þar sem hann leiddi fram
ýmsar kennisetningar um eðli ljóss
og sjónar. Ritið kom út í latneskri
þýðingu 1270, Optica thesaurus
Alhazeni, og hafði mikil áhrif á evr-
ópska fræðimenn.
FYRSTU SJÓNAUKARNIR
Árið 1608 sótti hollenskur gler-
augnasmiður, Hans Lippershey,
um einkaleyfi á sjónauka. Þar sem
ýmsir aðrir sýsluðu um þetta leyti
við sama viðfangsefni var umsókn
130
Náttúrufræðingurinn 75 (2-4), bls. 130-134, 2007
J