Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2003, Qupperneq 11

Náttúrufræðingurinn - 2003, Qupperneq 11
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Ritfregnir__________________________ Guðmundur Halldórsson, Oddur Sigurðsson, Erling Ólafsson: DULIN VERÖLD SMÁDÝRÁ ÍSLANDI Mál og mynd, Reykjavík, 2002 (172 bls.). Manneskjan er undarlega glám- skyggn og það er furðu lítill geiri af hinni undursamlegu veröld sem vekur athygli hennar. Smádýrin eru að jafnaði utan sjónarsviðs nema þegar þau taka upp á að angra okk- ur eða spilla eignum okkar, þá er meindýraeyðir kallaður til og hann er fljótur að leysa málið, að við telj- um. Með smádýrum er hér aðallega átt við skordýr og köngulóardýr sem oft eru sameiginlega nefnd pöddur. Fyrsta íslenska bókin um þessa dýraflokka var „Meindýr í húsum og gróðri og varnir gegn þeim" eftir Geir Gígju, sem út kom 1944, og var mörgum fróðleiksfúsum til leiðsögu í þessu efni. Eg minnist þess, þegar ég fór fikta við safna skordýrum á unglingsárum, hvílíkur happafeng- ur það var að hafa þessa bók enda þótt hún fjallaði aðallega um hin svokölluðu meindýr í hópi smádýr- anna. „Stóra skordýrabók Fjölva" eftir Tékkann V. J. Stanek kom út 1974, ágætlega þýdd og staðfærð af Þor- steini Thorarensen. Þar er ekki marg- ar íslenskar tegundir að finna en gildi bókarinnar felst einkum í því að allt skordýraríkið er tekið fyrir og þýðandi lagði sig í líma við að búa til íslensk nöfn á alla flokka og mikinn fjölda tegunda, sem eru yfirleitt furðu góð og mörg bráðsnjöll. Næsti áfangi var bókin „Pöddur" er sá dagsins ljós í bókaflokknum Rit Landverndar, 1989. Þar er að finna heilmikinn fróðleik um hina ýmsu flokka skordýra og áttfætlna, með fjölda teikinga og nokkrum ágætum ljósmyndum eftir Odd Sigurðsson o.fl. Oddur jarðfræðingur hefur í ára- tugi fengist við þá erfiðu list að ljós- mynda smádýrin og hefur náð ótrú- lega góðum árangri. Margar af myndum hans standast fyllilega samanburð við það sem best er gert á því sviði annars staðar í heiminum. Því er það fagnaðarefni að skordýra- fræðingarnir Guðmundur og Erling hafa gengið til samstarfs við hann um sköpun þessarar fallegu bókar, sem er kjörin til að vekja áhuga ungra jafnt sem aldinna á hinni duldu veröld smádýranna. I þessari bók er tegundum ekki raðað eftir skyldleikakerfi, eins og vanlega er gert, heldur eftir búsvæð- um og vettvangur hennar er Elliða- árdalur í Reykjavík, þar sem höfund- ar fullyrða að finna rnegi sýnishorn af langflestum búsvæðum og gróð- urlendum landsins, auk þess sem þar má rekja sögu þeirra langt aftur í aldir. Ljóst er þó að þarna vantar ýmis búsvæði, svo sem fjörur, fjall- lendi og stöðuvötn. Umfjöllun dýr- anna í bókinni er bæði söguleg og staðfræðileg, segja má að hún gerist bæði í tíma og rúmi, en það skapar henni ákveðna sérstöðu meðal líf- fræðibóka og gerir hana að nánast spennandi lestrarefni. Vissulega fylgir þessu sá galli að náskyld dýr lenda oft á mismunandi stöðum í bókinni. Utliti tegunda er að jafnaði ekki lýst - í því efni verða myndirnar að nægja - en þó þær séu skýrar og góðar geta þær ekki komið í stað lýs- ingar eða teikninga og því er bókin ekki sérlega hentug til tegundagrein- inga, enda varla til þess ætluð, því aðeins lítill hluti tegundanna er tek- inn fyrir. Æskilegt hefði þó verið að birta litlar strikteikningar með ljós- myndunum. Þær hefðu rúmast vel á hinum breiðu spássíum. lJÍ '4 V iL LvÁ % >lp§ m Dv Sk OMu, I///I veröld 6' Sm.ídýr ,i íslanill \ Á hinn bóginn er ýtarlega greint frá lifnaðarháttum tegundanna, á hverju þær nærast og í hvaða gróðri eða jurtum þær búa, hvenær og hvar þær eru á hinum ýmsu þroskastig- um. í þeim tilgangi er lífsferill hverr- ar tegundar sem um er fjallað birtur í formi „súlurits" neðst á sömu síðu og myndin er af henni. Við hliðina á því er viðkomandi dýr oftast sýnt í réttri stærð, sem er gagnlegt, því að á aðalmyndunum eru þau mismun- andi mikið stækkuð. Eins og þegar var getið eru Ijós- myndir bókarinnar frábærar flestar hverjar en suinar koma þó út sem nokkuð dimmar í prentuninni. Á það einkum við dökk smádýr sem verða stundum nokkuð óskýr af þessum sökum. Aftast í bókinni er stutt yfirlit um flokkun smádýra og leiðbeiningar um söfnun þeirra og geymslu, ásamt skýringum fræðiorða. I nálægum löndum er skordýrasöfnun vinsælt hobbí en hér má telja skordýrasafn- ara á fingrum sér. Vonandi verður þó bókin til þess að fleiri fara að sinna því áhugamáli. Vel er vandað til máls og stíls í bókinni, prentvillur engar og frá- gangur hennar og uppsetning er í alla staði til fyrirmyndar. Hið ís- lenska nafnakerfi smádýranna hefur verið í hægri en jafnri þróun undan- farna áratugi, en minnst af því hefur enn sést á prenti. Nokkuð er af ný- nefnum í bókinni og virðist yfirleitt hafa tekist nokkuð vel með þau. Mörg munu vera sótt í Stóru Skor- dýrabókina. Það er full ástæða til að óska höf- undum og forlagi til hamingju með þetta ágæta rit. H. Hall. 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.