Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2003, Qupperneq 15

Náttúrufræðingurinn - 2003, Qupperneq 15
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Einnig skal haft í huga að sigling- ar landnámsmanna hafa fært þeim reynslu og þekkingu á staðháttum sem nýta mátti í ferðum um úthafið. Nefna skal m.a. mið af háum fjöllum og skýjabólstra þeim tengda, strauma og sjólag, lit hafsins, hvali og fugla himinsins. Ymis hjálpar- tæki kunna og að hafa verið með í ferðum, sbr. frásagnir af t.d. leiðar- steini og sólsteini og fund þess sem talið er að hafi verið sólaráttaviti í grunni Þjóðhildarkirkju við Bratta- hlíð í Eystribyggð á Grænlandi (Vebæk og Thirslund 1992). Leiðar- steinn var einskonar áttaviti, segul- steinn sem flaut á viðarbút í vatns- skál; sólsteinn var líklega silfurbergs- kristall, sem skautar sólargeislana og sýnir stöðu sólar þótt ekki sjái beint til hennar; og sólaráttaviti er kenndur við kringlu með mörkuð- um skorum og staut upp úr miðju sem markaði skugga í ákveðna skoru við ákveðna sólstöðu. Sigling- ar um úthafið hafa einnig leitt hug- ann að sól og stjörnum og tímatals- reikningi. Skýrir það e.t.v. tilvist fróðra manna á íslandi á þeim svið- um á þjóðveldisöld, eins og t.d. Stjörnu-Odda (Oddi Helgason, 11. til 12. öld, sjá Þorstein Vilhjálmsson 1991). Nokkra úttekt á siglingatækni landnáms- og þjóðveldisaldar er að finna í Sögu Islands (1. bd., 1974) eft- ir Sigurð Líndal prófessor. Eins hef- ur Þorsteinn Vilhjálmsson, eðlis- fræðingur og prófessor, ritað fræði- legar greinar (1991, 1997) um efnið (sjá www.raunvis.hi.is/~thv) og ýmsir aðrir hafa einnig velt því fyrir sér frá mismunandi sjónarhóli. Hér er um að ræða svið sem höfundi virðist enn vera afar óljóst og þarfn- ast meiri athygli. SjÁVARFÖ LL Ein er sú grein haffræða sem er öðr- um fremri í nákvæmni, bæði snemma á öldum og enn á okkar tímum. Það eru fræðin um sjávar- föllin, sem fornþjóðir höfðu þegar tengt við göngur tungls. Fræðikenn- ingar Englendingsins Isaacs Newton (1642-1727) og Frakkans P. S. Laplace (1749-1827) vörpuðu ljósi á hin reglubundnu en jafnframt fjöl- skrúðugu sjávarföll (jafnvægiskenn- ing með aðdráttar- og miðflóttaafli (eða miðsóknarkraftur) og hreyfi- kraftakenning með mið að auki af aðstæðum á jörðu niðri). Þeir aftur byggðu fræði sín á fyrirrennurum í stjörnufræði (Nikulás Kóperníkus (1473-1543), Tycho Brahe (1541- 1601), Galíleo Galíleí (1564—1642) og Jóhannes Kepler (1570-1630)). Það var Kóperníkus sem fyrstur manna á endurreisnartímanum taldi að jörðin væri pláneta á ferð um spor- baug í rúminu en ekki kyrr í rúminu eins og áður hafði verið talið í fjórt- án aldir, eða síðan á dögum Ptolemaeusar frá Alexandríu (87- 165). Það er svo ekki aðeins að pláneturnar ferðist um rúmið held- ur snúast þær einnig um ás. Sá snúningur hefur áhrif á hreyfingar á þeim, þá einnig haf- og loftstrauma (svigkraftur) og þar með talin sjáv- arföll. Svigkrafturinn er kenndur við franska stærðfræðinginn Coriol- is (1792-1843). Að auki hefur lögun hafsvæða og dýpt og eðli vatns og bylgna áhrif á fjölbreytilega mynd sjávarfalla. Sjávarföllum er reyndar vel lýst af íslenskum manni í brag snemma á 18. öld. Það var Ólafur Gunnlaugs- son í Svefneyjum á Breiðafirði, faðir Eggerts Ólafssonar. Bragurinn birtist að hluta í íslenskum sjávarhdttwn (3. bd. 1983) eftir dr. Lúðvík Kristjáns- son. Dæmi fylgja hér á eftir. Augljóst virðist að mikil reynsla og athyglis- gáfa árabátasjómanna býr að baki, jafnframt því að ætla skyldi að Ólaf- Fullu tungli ogförnu er nú fylgisamur ævinlega stærsti straumur styrkur hans er þá ónaumur. (kvartelaskipti og stórstraumur) Efhálfvaxið er nú tungl, hann er þá smæstur, að hálfskertu eins óhastur, er hann við þá reglu fastur. (kvartelaskipti og smástraumur) ur hafi kynnst einhverjum ritum hinna erlendu fræðimanna. UPPLÝSING OG IÐNBYLTING Á öldum upplýsingar og iðnbylt- ingar (18. og 19. öld) urðu miklar framfarir í vísindum. Um miðja 19. öldina var lagður grundvöllur að haffræði sem sjálfstæðri vísinda- grein með það að markmiði að kanna hafið á hinum ýmsu sviðum, jafnt við sjávarborð sem í djúpun- um. Meðal brautryðjenda á því sviði skal fyrst nefna bandaríska sjóliðs- foringjann M.F. Maury, en eftir hann kom út bókin Physical Geography of the Sea árið 1855. Þar er í fyrsta sinn tekið vísindalega og ítarlega á haf- fræðinni varðandi veðurfar, vinda og hafstrauma, og það hnattrænt. Niðurstöður sínar byggði Maury á gögnum úr „loggbókum" sjófar- enda. Áður hafði bandaríski hug- vitsmaðurinn og stjórnmálamaður- inn Benjamín Franklín (1706-1790) gert sér grein fyrir Golfstraumnum og áhrifum hans á siglingar milli Norður-Ameríku og Evrópu. Upp- lýsingar sínar fékk hann einkum frá h val veiðimönnu m. Á næstu áratugum 19. aldar voru farnir margir rannsóknaleiðangrar til könnunar á leyndardómum hafs- ins. Ber að nefna m.a. breska leið- angra á rannsóknaskipinu „Challen- ger" þar sem á árunum 1873-1876 var safnað ógrynni gagna og aflað nýrrar þekkingar á hinum ýmsu sviðum haffræða, og fylla þær niður- Að loknum löngum bálki sem hvergi verður véfengdur koma varnaðarorð vísindamannsins: Ekki segi ég landið sé eins allt íkringum, háttsemin hjá straumum ströngum, stórum muna kann það löngum. (fjölbreytni aðstæðna í reglunni) Straumaskrá; um samfarir tungls og sjávarfalla eftir Ólaf Gunnlaugsson (valdir kaflar) 91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.