Náttúrufræðingurinn - 2003, Page 19
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
7. mynd. Sjórannsóknir, sjótakar og vendimælar - á „Þorsteini Þorskabít" við Surtsey 10. apríl 1964. Rannsóknamennirnir eru
Stefán Aðalsteinsson (1920-1975) og Árni Þormóðsson (1932-1970). Ljósm. Sv.A.M.
en kynnti sér ítarlega hafrannsóknir
erlendis og varði doktorsritgerð við
Kaupmannahafnarháskóla 1962. Rit-
gerðin (Unnsteinn Stefánsson 1962)
fjallar einkum um hafið fyrir Norður-
og Austurlandi, eða Islandshaf, og er
hún grundvallarrit. Itarlegar niður-
stöður fengust m.a. um hafstrauma í
Islandshafi sem staðfestu rangsælis
hringstrauma milli íslands og Jan
Mayen (Austur-íslandsstraumur).
Líkt og áður sagði um strauma fyrir
sunnan land, höfðu Norðmaðurinn
Fridtjof Nansen (1912) og Þjóðverj-
inn Georg Wust (1928) í yfirlits-
myndum sínum af hafstraumum
Norður-Atlantshafs og Norðurhafs
gert sér svipaða hugmynd um hring-
straum í Islandshafi og staðfestur var
í rannsóknum Unnsteins Stefánsson-
ar. Það er eins og oft áður spurningin
um „hver er fyrstur", sem kann að
vera huglægt eða eilítið dulið
„mottó". Hér skal einnig minnst nán-
ustu samstarfsmanna Unnsteins
Stefánssonar í langan tíma. Það voru
þau rannsóknamennirnir, eða að-
stoðarmennimir eins og það hét þá,
Sigþrúður Jónsdóttir B.A. (1925-
1994) og Birgir Halldórsson (1937-
1996).
Að loknu stríði fóm margir ís-
lendingar til náms í fiskifræði og
einnig nokkrir í haffræði til hinna
ýmsu landa. Islenskar haf- og fiski-
rannsóknir fengu þannig á sig al-
þjóðlegra yfirbragð en víða annars
staðar. Haffræðingar vom að vísu
8. mynd. Rúnir náttúrunnar - Ijósáta - í flæðarmálinu á svörtum fjörusandinum í
Surtsey 1964. Ljósm. Sv.A.M.
95