Náttúrufræðingurinn - 2003, Page 28
Náttúrufræðingurinn
dal (6.-7. mynd), gamlir áraurar á Kvískerjum
(8.-9. mynd), skriðurunnin fjallshlíð á Ytrafjalli í
Aðaldal (10. mynd) og lyngmói á Hveravöllum
í Reykjahverfi (11. mynd). Flestar innlendar teg-
undir sem einkenna gróður á landi sem þessu
eru innan við 20 cm að hæð og á því lúpínan,
sem myndar háar, þéttar breiður (40-110 cm),
auðvelt með að vaxa þeim yfir höfuð og ryðja
þeim úr vegi.
Vaxtarskilyrði lúpínunnar eru betri á sunnan-
verðu landinu þar sem úrkoma er meiri en fyrir
norðan (1. tafla). Fyrir sunnan ná plönturnar
meiri hæð, breiðurnar verða þéttari, endast
lengur og áhrif þeirra á umhverfi eru meiri. Þess
vegna urðu þar með tímanum talsvert meiri
breytingar á gróðri frá viðmiðunarlandi utan
breiðna og gróður varð þar einsleitari en fyrir
norðan, þar sem aðstæður voru breytilegri og
jafnframt vaxtarskilyrði og áhrif lúpínunnar (3.
mynd).
6.-7. mynd. Frá vikrum í Þjórsárdnl, viðmiðunnrreitur
og reitur í um 20 ára gamalli lúpínu í elsta hluta
breiðu. InnfeUdu myndirnar sýna stöðu reita og gefa til
kynna framvindu gróðurs samkvæmt niðurstöðum
hnitunar (3. mynd). 18 tegundir plantna voru skráðar
f reitnum utan breiðunnar en 20 tegundir innan henn-
ar og var par mest um blásveifgras og skriðlíngresi
undir lúpínunni. - Þjórsárdalur site, control plot with
18 species, and a plot of 20 years old lupin with 20
species. Ljósm./Photos: BM.