Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2003, Síða 36

Náttúrufræðingurinn - 2003, Síða 36
Náttúrafræðingurinn Örnólfur Thorlacius DÝRARAFMAGN OG RAFMÖGNUÐ DÝR í íslenskum þjóðsögum er greint frá ýmsum ókindum. Meðal þeirra er hrökkállinn. Honum er svo lýst í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (1862): Einginn maður er svo djarfur, að leggja sér hrökkál til munns, enda munu pessfá dæmi, að hann hafi veiðzt. Hann er álnarlángur og heldur sig helzt íforarpyttum og stöðuvötnum, en pó einnig í rennandi vatni. Ef einhver skepna, stórgripir eða menn, stíga fæti sínum í pað vatn, sem hann er í, hríngar hann sig utan um fótinn og skellir hann sundur, eða sker hann inn að beini, og pykjast menn hafa tekið eptir pví, að hestar hafi komið haltir upp úr vötnum, og hafi annaðhvort mist neðan af einum fætinum um mjóalegginn eða verið skornir par inn í bein alt í kringum fótlegginn. Þó vinnur hann ekki á sauðarfætinum, pví hann er of mjór til pess, að hann geti krept sig utan um hann. Ekki ber mönnum saman um, hvernig á pví standi, að hann stýfir sundur fætur manna og gripa. Eggert Ólafsson seg- ir, að hrökkállinn sé svo eitraður, að hann éti sundur fótinn. En Mohr hef- ur heyrt pað sagt hér á landi, að hann hafi ugga hvassa sem sagartennur, og með peim skeri hann sundur hold og sinar inn að beini. I ám í Suður-Ameríku lifir öllu raunverulegra kvikindi, stærðar fiskur sem verst fjendum og lamar bráð með raflosti. Þennan fisk hafa íslenskir náttúru- fræðingar kallað hrökkál, og hafa eflaust sótt nafnið í þjóðtrúna. Áður en vikið verður að honum og öðrum rafvæddum fiskum, skulum við líta á gamlar og nýjar hugmyndir um hlut rafmagns í lífsstarfseminni. DÝRARAFMAGN Á átjándu öld, 1737-1798, lifði á ítal- íu læknir sem Luigi Galvani hét. Þá var þekking manna á rafmagni tak- mörkuð, en Galvani hafði mikinn áhuga á þessu orkuformi og hafði raunar nokkur áhrif á síðari tíma nýtingu á því, eins og ráða má af því að sinkhúðun til að ryðverja ýmsa nytjahluti úr járni, allt frá gaddavír til gömlu landróveranna, er við hann kennd og kölluð galvanísering. Galvani skar vöðva úr legg frosks ásamt taug sem vöðvanum tengdist. Þegar hann hleypti rafstraumi á taugina, kipptist vöðvinn við. Þetta túlkaði Galvani þannig, árið 1791, að vöðvinn gengi fyrir sérstakri tegund rafmagns, dýrarafmagni, sem yrði til í taugakerfi dýra og manna, einkum í heilanum, og flæddi um taugar til vöðva. Hugmyndir Galvanis um dýra- rafmagn hafa ekki staðist tímans tönn. Heilinn og aðrar stjórnstöðvar taugakerfisins eru ekki rafstöðvar sem sjá vöðvunum fyrir orku. Samt er Ijóst að rafmagn á mikinn þátt í að tempra alla lífsstarfsemi. Veikar spennusveiflur á yfirborði frumna og frumuparta samhæfa störf þeirra, til dæmis þegar boð berst um taug, vöðvi dregst saman eða kirtill sendir frá sér efni. Þessi boð magna læknar og lífeðlisfræðingar, til dæmis í hjarta- eða heilarafriti, og túlka út frá þeim eðlilega eða sjúklega líkams- starfsemi. 112 Náttúrafræðingurinn 71 (3-4), bls. 112-115, 2003

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.