Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2003, Side 39

Náttúrufræðingurinn - 2003, Side 39
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 6. mynd. Hrökkállinn Electrophorus electricus sem verður allt að 2 J/2 m langur, lifir í ám í hitabelti Suður-Ameríku. (Migdalski & Fichter 1989.) Hrökkviskötur Rafmagnaðar skötur (ættin Torped- inidae) lifa í öllum höfum heims, alls liðlega 30 tegundir. Sumar hafast við á djúpsævi, aðrar á grynningum. Skötur af stærstu tegundunum geta orðið nærri tveggja metra langar og allt að 100 kíló (4. mynd), en þær minnstu verða ekki lengri en 30 cm Heimildir Jón Árnason 1862. íslenzkar þjóðsögur og æfintýri. Leipzig. Migdalski, Edward C. & George S. Fichter 1989. The Fresh and Salt Water Fishes of the World. Myndir eftir Norman Weaver. Greenwich House, New York. New Scientist 4. maí 2002. Schmidt-Nielsen, Knut 1997. Animal Physiology. Adaptations and Environment. Cambridge University Press. UM HÖFUNDINN Ömólfur Thorlacius (f. 1931) lauk fil.kand.- prófi í líffræði og efn- fræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð 1958. Hann var kennari við Menntaskólann í Reykja- vík 1960-1967, Mennta- skólann við Hamrahlíð 1967-1980 og rektor þess skóla 1980-1995. Samhliða kennslu- störfum hefur Ömólfur samið kennslubækur og hann hafði um árabil umsjón með fræðsluþáttum um náttúrufræði í útvarpi og sjónvarpi. Hann var um skeið ritstjóri Nátt- úmfræðingsins. PÓSTFANG HÖFUNDAR Ömólfur Thorlacius Bjarmalandi 7 108 Reykjavík (5. mynd). Stórar hrökkviskötur geta sent frá sér 200 volta rafliögg. Raflíffærin í hrökkviskötum eru úr ummynduðum vöðvum, beggja vegna í bolnum framanverðum (sjá 5. mynd). Hrökkáll Hrökkállinn (6. mynd) er stór fersk- vatnsfiskur, um eða yfir tveggja metra langur, sem lifir í ám í Suður- Ameríku, mjósleginn og líkur ál að lögun en lítt skyldur honum. Hann er á ýmsum málum kenndur við rafmagnsframleiðslu sína. Fræði- heitið er Electrophorus electricus; á ensku heitir dýrið electric eel og el- ektrisk ál á norðurlandamálum. Is- lenska heitið hrökkáll höfðar sjálf- sagt til samnefnds þjóðsagna- kvikindis, og aðrir fiskar sem gefa frá sér rafhögg sækja líka fyrri hluta íslensks heitis síns í þjóð- trúna. Helstu líffæri hrökkáls, svo sem heili, magi, hjarta, tálkn, þvag- og kynfæri, rúmast í fremsta hluta lík- amans. Þar fyrir aftan tekur við löng stirtla, fjórir fimmtu af lengd dýrs- ins, og í henni „rafstöðin", vöðva- kerfi sem getur látið frá sér liðlega 600 volta högg, en það dugir til að drepa eða lama flest kvikindi sem leita á hrökkálinn eða hann leitar á. Ungir hrökkálar senda frá sér jafn- háspennt högg og eldri ættingjar þeirra, en straumstyrkurinn magn- ast með árunum - voltin haldast óbreytt en amperum fjölgar. Ekki eru heimildir um að hrökk- áll hafi orðið mannsbani, en ljóst er að það er annað en þægilegt að koma of nærri þessu dýri. Ungir hrökkálar sjá þokkalega, en með aldrinum rýrna augun og fiskarnir verða að sama skapi háð- ari rafboðum til að greina umhverf- ið. Þessi lágspenntu rafboð verða til í öðrum vöðvum en hin háspenntu. Frá stjórn HÍN Breytingar verða á tíma og staðsetningu fræðsluerinda HÍN á vormisseri 2004. Fræðsluerindin munu sem fyrr verða haldin síðasta mánudag hvers mánaðar en hefjast klukkan 17 og verða í hinu nýja Náttúrufræðihúsi Háskóla íslands í Vatnsmýrinni, kennslustofu 1 (salur 132). Við þökkum þeim félagsmönnum sem þegar hafa sent okkur netföngin sín um leið og við ítrekum til annarra beiðni um netföng. Vinsamlega sendið netföngin til hin@hin.is eða dreifing@hin.is 115

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.