Náttúrufræðingurinn - 2003, Side 42
N áttúrufræðingurinn
4. mynd. Stóri-Krummi er ganglaga innskot úr líparíti sem troðist hefur inn í Ijósa líparítgjósku sunnan við Súlur. - Stóri-Krummi
is a dyke-shaped intrusion into a thick layer of acid tephra. Ljósm./Photo: ÁH.
ið upp í miklu gosi á þessum slóð-
um. Bergið yfir innskotinu hefur nær
alveg rofist burt en í hlíðum Kerling-
ar sést að yfir því hefur legið basalt-
hraunastafli. Þessi jarðlög hafa vafa-
lítið lyfst og bungast upp við
tilkomu innskotsins en ummerki
þess eru horfin. Ekki verður heldur
séð hvort einhver hluti kvikunnar
hefur náð til yfirborðs eða hvort hún
hefur öll storknað neðanjarðar. Þver-
snið og kort af innskotinu eru á 5. og
6. mynd
Þríklakkahleifurinn og önnur inn-
skot á þessum slóðum tilheyra lík-
lega jarðmyndunum svonefndrar
Öxnadalseldstöðvar. Þetta var meg-
ineldstöð sem lét mikið að sér kveða
á svæðinu fyrir 8-9 milljónum ára.
Berg frá eldstöðinni finnst einnig í
fjöllunum við Hörgárdal og Öxna-
dal. Þegar hún var upp á sitt besta
státaði hún bæði af öskju og öskju-
vatni (Haukur Jóhannesson 1991).
Askjan fylltist síðar af móbergs-
myndunum og túffi. Enn síðar tróðst
djúpberg inn í þessa öskjufyllingu;
t.d. eru bæði granít- og granófýrinn-
skot í hlíðinni fyrir ofan Engimýri og
dólerítinnskot er í farvegi Þverár.
Það kom á óvart að rekast á þetta
djúpberg í Þríklökkum. Því hafði
ekki áður verið lýst og það hafði ekki
komist á kort fyrr en með jarðfræði-
kortlagningunni fyrir Norðurorku.
Magnús Kristinsson getur þó um
grófkristallað berg í Þríklökkum,
sem líkist gabbrói, í lýsingu sinni á
fjallabálknum umhverfis Glerárdal í
Arbók FÍ 1991. Það er sérkennilegt
að hleifur af þessari stærð skuli finn-
ast svona hátt til fjalla. Botn hans
liggur nokkuð mishátt en er á bilinu
1040-1300 m og hann nær upp á
hæstu tinda Þríklakka í 1360 m y.s.
Ekkert annað innskot á landinu ligg-
ur svo hátt. Það hlýtur að hafa
storknað grunnt í jörðu því almennt
er talið að einungis nokkur hundruð
metrar hafi rofist ofan af staflanum á
þessum slóðum.
Stóri-krummi og
Litli-krummi
Fleiri innskot eru á þessum slóðum
en ekkert þeirra er stórt. Öll eru þau
að líkindum á svipuðum aldri. Stóri-
og Litli-Krummi eru ganglaga inn-
skot sem skaga upp úr líparítgjósk-
unni á fjallsegginni norðan við Þrí-
klakka og Bónda. Litli-Krummi er úr
fagurlega sveipstuðluðu basísku
bergi. Stóri-Krummi er grófstuðlað
innskot úr súru bergi, nánar til tekið
dasíti (65,6% Si02). Hann liggur
hallandi utan í hlíðinni og er 10-20
m breiður (4. mynd). Krummarnir
eru báðir öfugt segulmagnaðir (R).
Efnagreiningar á innskotsbergi íÞríklökkum og nágrenni þeirra*
Staður Si02 Ti02 ai2o3 Fe203 MnO MgO CaO NazO k2o P205 BaO Cu V Zn LOI Alls
Þríklakkar 47,96 2,139 13,07 16,03 0,245 7,82 9,38 2,51 0,45 0,213 126 202 370 110 0,98 100,9
Einbúi 59,94 1,161 14,43 8,79 0,179 1,98 4,97 3,65 1,97 0,252 387 106 94 112 2,98 100,4
Einbúagangur 58,69 1,358 14,85 10,03 0,183 2,64 5,68 3,78 1,61 0,269 334 98 144 112 1,38 100,5
Stóri-Krummi 65,60 0,826 15,06 5,63 0,071 1,12 3,88 4,27 2,10 0,206 380 73 59 70 1,38 100,2
Litli-Krummi 50,00 1,581 15,70 11,59 0,178 6,79 10,57 2,62 0,44 0,164 99 199 277 72 0,84 100,5
*Efnagreiningarnar eru gerðar með XRF-aðferð, hjá Geochemical Laboratories, Earth and Planetary sciences, McGill University, Montreal, Kanada.
118