Náttúrufræðingurinn - 2003, Síða 46
Náttúrufræðingurinn
17. ágúst 1996. Upptök Skeiðarár þar sem hún kemur undan suðausturhorni Skeiðarárjökuls og rennur fyrir mynni Morsárdals.
Handan ár er jökuljaðarinn svartur af sandi. Öræfajökull íbaksýn. Ljósmynd Oddur Sigurðsson.
mynni Morsárdals en fór í auðn fyr-
ir ágang jökuls og vatna snemma á
öldum. I Lómagnúpsmáldaga er
þess getið að Gyrðir biskup hafi lagt
frá Jökulfelli eina kú og tólf ær til
Lómagnúps (Islenskt fornbréfasafn
IV, bls. 199). Gyrðir var kosinn bisk-
up 1350 og var til 1361, svo að ætla
má að á þeim árum hafi þær ham-
farir orðið að Jökulfellsbóndi hafi
ekki treyst sér hafa kirkjuna lengur.
(Afgjaldið til prestsins á Rauðalæk
mun hafa numið nálægt hestverði.)
I hinni ágætu bók „Vötnin stríð"
getur Sigurður Þórarinsson (1974)
þess að það að hálfkirkja var í Jökul-
felli 1343 sýni að fram á þann tíma
hafi ekki verið stórhlaup á austan-
verðum Skeiðarársandi. Ekki er vit-
að til að neinn hér á nálægum slóð-
um hafi lýst því sem þá gerðist, en
raunar gæti það verið komið í
glatkistuna gaflalausu þó til hefði
verið.
DEYJA fuglar í LOFTI
En norður á Þingeyrum sat Arn-
grímur ábóti við að semja sögu Guð-
mundar biskups Arasonar, sennilega
eftir 1350, en ábótinn deyr 1361.
Hann samdi ritið á latínu og mun
hafa ætlað það erlendum prelátum
sem hann vonaði að stæðu að því að
gera Guðmund að dýrlingi. En það
voru íslendingar sem svo lásu bók-
ina eftir að hún var þýdd. í henni
mun koma fram fyrsta heimild um
kólnandi veðurfar og stórkostlegt
jökulhlaup, en þar segir:
„Á sjánum liggja þeir hafísar, at
með sínum ofvægilegum vexti
taka þeir at fylla norðurhöfin,
en yfir háfjöll landsins svo
óbræðiligir jöklar með yfir-
vættis hæð og vídd, at þeim
mun ótrúligt þykkja, sem fjærri
eru fæddir. Undan þeim
fjalljöklum fellr með atburð
stríðr straumr með frábærum
flaum og fúlasta fnyk, svo að
þar af deyja fuglar í lofti en
menn á jörðu eður kvikvendi."
(Saga Guðmundar góða.)
Varla fer milli mála að þarna er ver-
ið að lýsa stóru Skeiðarárhlaupi.
Þarna er í fyrsta sinn getið um fugla-
dauða af völdum hlaups, en síðan
hefur það a.m.k. tvisvar komið fyrir
svo víst sé í Skeiðarárhlaupi (1861 og
1954) (Sigurður Þórarinsson 1974),
en ekki svo vitað sé þó hlaup hafi
komið frá jökli á öðrum stöðum.
Ótrúlegra er að manndauðinn sem
Arngrímur nefnir hafi stafað af
sömu ástæðu, en heyrt mun hann
hafa að manntjón hafi orðið vegna
hlaupsins. Sigurður Þórarinsson tel-
ur líklegt að eldgos, sem getið er um
1332, hafi verið í Grímsvötnum, en
ekki hefur það valdið gerðum Gyrð-
is, enda óvíst hversu rniklu hlaupi
það hefði valdið þó komið hafi. Árið
1394 er Flateyjarannáll saminn, en
hann segir Knappafellsjökul (þ.e.
Öræfajökul) hafa gosið árið 1350. Nú
er það víst að gosið mikla í Ör-
æfajökli varð 1362 (Sigurður Þórar-
insson 1958), en vel kæmi heim að
Gyrðir biskup hefði gert ráðstafanir
vegna náttúruhamfara sem orðið
hefðu 1350, árið sem hann fór utan
til að fá biskupsvígslu. Öræfajökull
hefur þá eins og nú verið svipmestur
allra fjalla og við hann hafa flestir
kannast. Það hefur því verið nokkur
hætta á að honum væru eignuð eld-
gos í nágrenni hans og svo mun hafa
farið fyrir höfundi Flateyjarannáls.
Þetta gos, árið 1350, getur hafa orðið
einhvers staðar þar sem hlaupvatn
122