Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2003, Side 47

Náttúrufræðingurinn - 2003, Side 47
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 7. september 1986. Skeiðará í hlaupi. Myndin er tekin < Skaftafellsbrekkum suður yfir varnargarða Vegagerðarinnar á Skeiðarársandi. Ljósmynd Oddur Sigurðsson. 11. nóvember 1996. Jakar sem strönduðu á leifum hringvegarins nálægt Skeiðarárbrú í flóðinu mikla haustið 1996. Ljósmynd Oddur Sigurðsson. frá því hefur runnið í Grímsvötn og orsakað stórkostlegt hlaup á Skeið- arársandi. En þó hlaup hafi komið meðan jökullinn náði ekki fram að Færinesi, hafa þau ekki farið um austanverðan Skeiðarársand, og þau sem frá Grímsvötnum hafa komið, ekki verið mjög stór. En hafi jökull- inn verið kominri aðeins fram fyrir Færinesið árið 1350 gátu jakar, sem brotnuðu af honum við hlaup, hafa vikið vatninu austur og því ekki víst að um mjög stórt hlaup hafi verið að ræða miðað við síðari Skeiðarár- hlaup, þó það ylli miklu tjóni. Byggð á Skeiðarár- SANDI Eins og áður er vikið að voru sagnir í Oræfum á 18. öld um að byggð hafi verið á Skeiðarársandi til forna en tekið af í hlaupi. Árið 1712 samdi ís- leifur Einarsson sýslumaður skrá um eyðibýli í Öræfum, og virðist hafa notað við það allar ritaðar heimildir sem honum voru kunnar og sagnir sem gengu meðal Öræf- inga. Hann tínir til sagnir um Öræfa- jökulsgosið 1362, en segir svo: „í annað sinn hafi 18 bæji aftekið á Skeiðarársandi; sumir segja 16, aðrir 15. Eigi vita menn, hvað þeir heitið hafa. Þar sjást engin merki til" (Isleif- ur Einarsson 1918). Undarlegt er að menn skuli hafa efast um að bæirnir hafi verið 18, því eins og kunnugt er kemur varla fyr- ir önnur tala en 18 í þjóðsögum á milli 12 og 20. En Isleifur er ekki einn um að hafa heyrt sagnir um byggð á Skeiðarársandi, því 1746 svarar Sig- urður sýslumaður Stefánsson spurn- ingum frá stjórninni og segir um Skeiðarársand: „Á þessum sandi er tal manna að verið hafi í fyrndinni 15 bæir, áður jöklar runnu ofan með eldgangi og brennisteinslegri verk- an" (Sigurður Stefánsson 1957). VlTNISBURÐUR SR. ÞOR- LEIFS Það má því telja líklegt að Skeiðará hafi runnið fram á miðjum sandi, eða vestar fram til 1350, en hvenær hún fer að færast austar munu eng- ar heimildir til um. Það er ekki fyrr en um 1540 sem vitað er að hún tekur af hólma sem var engjateigur frá Sandfelli austur við mörkin milli Hofs og Sandfells. Það var fyr- ir misskilning sr. Þorleifs Magnús- sonar, sem óvinsælastur hefur ver- ið þeirra presta sem í Sandfelli hafa setið, að þessi vitneskja varðveitt- ist. Hann hélt að landamerkin milli Sandfells og Hofs hefðu færst þannig að gengið hefði á Sandfells- land og tók því vitnisburði um landið sem um var deilt og safnaði þeim sem til voru frá eldri tíma. Þetta sendi hann Brynjólfi biskupi og mega menn nú vera honum þakklátir fyrir. Meðal þess sem prestur sendi var skjal frá sumrinu 1576, sem hljóðar þannig: „Item viti þeir Jón Guttormsson og Hallur Jónsson ekkert land nær legið hafa nú í manna minnum Eyrarhorni en Lamb- haga, uppundan Lambey þann er Skeiðará aftók. Voru þetta engjar frá Sandfelli, þá er sr. Jón Einarsson hélt Sandfell, og heyrðu þeir aldrei tvímæli á leika. Voru þá sagðir Álftamelar á miðjum vegi uppundir grös." Sr. Jón var í Sandfelli fyrir 1540 og ættu Lambhagi og Álftamelar að vera að mestu óspilltir um hans daga, en varla lengur fyrst ekki er getið næsta staðarhaldara. En ljóst er að Skeiðará hefur tekið þessi kenni- leiti af, sennilega í hlaupi, fyrir 1576. Óvíst er hvort Skeiðará hefur þá 123

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.