Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2003, Qupperneq 52

Náttúrufræðingurinn - 2003, Qupperneq 52
Náttúrafræðingurinn er vitað urn hvenær hún hefur farið að gróa annað en að hún hefur ekki verið til 1794 þegar Sveinn fór um sandinn. A 20. öld virðist hafa komið sú sögn að þar hefði maður sem Sig- urður hét staðið af sér hlaup, og fitin fengið nafn af því. Að vísu er til heim- ild um mann sem bjargaðist í Skeiðar- árhlaupi en virðist hafa dvalið á öldu, en það var fyrir daga Sveins Pálsson- ar og virðist mér ekki ástæða til að rengja hann um að hann hafi ekki séð samfelldan gróður á Sandinum. Ekk- ert er vitað um hvemig á nafninu stendur, og gæti fitin verið kennd við þann sem fyrstur áði þar á ferð sinni yfir sandinn. Um aldamótin 1900 var farið að hugsa til að setja sæluhús á Skeiðarársand og þótti tiltækilegast að setja það á svonefnda Hörðu- skriðu, sem var nærri miðjum sandi og menn vissu ekki til að hlaup hefði farið yfir. Stefán Benediktsson bóndi í Hæðum í Skaftafelli sagði mér þó, að sjá hefði mátt þess merki að einhvem- tíma hefði hlaup komið fram á þess- um slóðum, því framan við Hörðu- skriðuna hefði verið nokkuð löng og há malaralda með snarbröttum bökk- um svo að ekki hefði verið hægt að fara á hesti yfir hana. Mun hún hafa náð eitt til tvö hundruð metra fram fyrir svæðið sem nefnt var Harða- skriða, sem var mjög stórgrýtt og leif- ar sjást enn af. En yfir þessa öldu miðja var greinilegur vegur, nógu breiður til að þrír menn hefðu getað riðið þar samsíða. Árið 1922 tók Skeiðarárhlaup húsið og þessa öldu. Eins og áður er sagt, er víst að Skeiðará hefur eytt graslendi í Öræf- um a.m.k. frá 1540, jafnvel 1350, til 1948 að hún kom síðast austur með sveitinni. Oftast fylgdi hlaupunum sterk brennisteinsfýla, en þó mjög mismikil. Tvisvar drápust fuglar sem voru nærri hlaupvatninu (1861 og 1954) og 1948 varð fé sem var á beit nærri hlaupvatninu blint, en batnaði eftir nokkurn tíma, mun þó flest hafa verið blint um vikutíma. Ekki er mér kunnugt um hvort það hafði gerst áður. Nafnið Skeiðará Að endingu skal vikið að nafninu Skeiðará. Áður hefur verið sagt hvað Sveini Pálssyni var sagt um það. Það var þó allt önnur saga sem ég heyrði fyrst um nafnið og þá sögu mun Magnús Bjarnason á Hnappavöllum hafa fært í letur á 19. öld, líklega nokkuð seint á öldinni, en var ekki prentuð fyrr en í Þjóð- sagnakveri Magnúsar árið 1950, en þar segir: „Það er sagt, að Skeiðará hafi verið svo lítil fyrst, að konur hafi getað rétt vefjarskeiðar yfir hana, og ekki verið meiri en lít- ill lækur, er kerling nokkur lagði það á hana að hún skyldi verða mesta stórá og hlaupa oft. í hlaupunum skyldi hún verða það mesta stórvatn á landinu, og hefur það þótt verða að áhrínsorðum" (Magnús Bjarna- son 1950). Sagan ber með sér að vera ekta þjóð- saga, því engum manni í Skaftafells- sýslurn mundi hafa dottið í hug að kalla læk sem hægt var að rétta vefj- arskeið yfir á, til þess verða konurn- ar sem talað var um að hafa verið tröllkonur, eins og seinasta útgáfa af sögunni segir þær hafa verið. Mér hefur komið í hug að e.t.v. mætti skýra nafnið á allt annan hátt. Ef hugað er að því hvað einkennir Skeiðará, verður manni fyrst hugsað til þess að hún hleypur á fárra ára fresti. Það hefði því verið freistandi að kenna hana við hlaupin. En mundu menn vilja nefna hana Hlaupaá? Ég held varla að menn mundu vera ánægðir með það, en menn hafa löngum haft gaman af að leika sér að orðum og merkingu þeirra, það sannar skáldamálið, og kemur raunar óvíða betur fram en í Krókarefssögu, þar sem Refur lýsir vígi Skálp Grana á hendur sér. Enn eiga menn til að segja að einhverjir hafi orðið saupsáttir, sem er þaðan komið. Að vísu var skeið aldrei not- að um hlaup í á, en það var notað um hlaup, þ.e. sprett. Og þá er spurning; gat ekki einhverjum dottið í hug að breyta Hlaupaá í Skeiðaá, sem eðlilega hefði orðið Skeiðará þegar tímar liðu? (Eftir að ég skráði þetta hafa fleiri fengið þessa hug- mynd, sem bendir til að í henni kunni að vera nokkurt vit.) HEIMILDIR Ebenezer Henderson 1957. Ferðabók: Frásagnir um ferðalög um þvert og endilangt ísland árin 1814 og 1815 með vetursetu í Reykjavík. Snæbjörn Jónsson, Reykjavík. Eggert Ólafsson 1981. Ferðabók Eggerts Ólafsson og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á íslandi 1752-1757. Örn og Örlygur, Reykjavík. Guðmundar saga Arasonar eftir Arngrím ábóta Brandsson. Bls. 150 í: Bysk- upa sögur. III, Hólabyskupar. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Reykja- vík, íslendingasagnaútgáfan 1953. Isleifur Einarsson 1918. Skrá frá 1912 eptir ísleif sýslumann Einarsson um eyddar jarðir í Öræfum. Blanda, fróðleikur gamall og nýr, 1. hefti. íslendinga sögur I: Landssaga og landnám. Guðni Jónsson bjó til prentun- ar. íslendingasagnaútgáfan, Reykjavík 1946. Bls. 194-195. íslenzkt fornbréfasafn I. Hið íslenska bókmenntafélag, Kaupmannahöfn 1857-1876. íslenzkt fornbréfasafn IV. Hið íslenska bókmenntafélag, Kaupmannahöfn 1897. Magnús Bjarnason 1950. Þjóðsagnakver. Hlaðbúð, Reykjavík. Sigurður Stefánsson 1957. Sýslulýsingar 1744-1749 (ekki stafrétt). Sögufé- lag, Reykjavík. Bls. 2. Sigurður Þórarinsson 1958. The Öræfajökull eruption of 1362. Acta Naturalia Islandica 2, 2. 99 bls. Sigurður Þórarinsson 1974. Vötnin stríð. Saga Skeiðarárhlaupa og Gríms- vatnagosa. Menningarsjóður, Reykjavík. 254 bls. Sturlunga saga I. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Reykjavík 1953. Bls. 237-238. Sveinn Pálsson 1983. Ferðabók Sveins Pálssonar. Dagbækur og ritgerðir 1791-1997. Örn og Örlygur, Reykjavík. Bls. 271-273. PÓSTFANG HÖFUNDAR Sigurður Björnsson Kvískerjum 785 Öræfum UM höfundinn Sigurður Björnsson (f. 1917) er bóndi á Kvískerjum í Öræfum og er einn hinna kunnu Kvískerjabræðra. Hann sat í farskóla á barnsaldri en annarrar skólagöngu hefur hann ekki notið. Samhliða búrekstri hefur Sigurður talsvert unnið með þungavinnuvélar, einkum jarðýtur. Hann hefur lengi stundað ýmis félagsmála- og fræðastörf og hefur skrifað greinar í tímarit og bækur um náttúrufræði, átthagafræði og um héraðssögu Austur- Skaftfellinga. 128
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.