Náttúrufræðingurinn - 2003, Side 60
Náttúrufræðingurinn
urinn er yfirleitt brúnn með ljósari
yrjum, með einni dökkri snigilrönd
sem er mest áberandi á grunnvind-
ingnum. Til eru ljósleit litarafbrigði,
jafnvel með engri rönd. Utrönd
munnans er svolítið útsveigð og er
með ljósleitri vör að innan. Naflinn
er svolítið opinn, rifulaga. Bobbar á
Islandi eru með greinilega þynnri
skel en víðast á meginlandi Evr-
ópu. Það stafar að öllum líkindum
af takmörkuðu framboði á kalki í
jarðvegi hér á landi.
Hér á landi virðast þeir vera
fremur í smærra lagi. Meðalbreidd
26 bobba sem safnað var að Húsum
í Fljótsdal sumarið 2002 var til
dæmis 17,1 mm, sá minnsti var 16,0
og sá stærsti 18,3 mm. Kuðungarnir
í Fossvogsdalnum voru að meðal-
tali 20,4 mm í þvermál og voru þeir
allir stærri en stærstu bobbarnir frá
Húsum (sjá 3. mynd).
ÚTBREIÐSLAÁ ÍSLANDI
Lyngbobbinn var til skamms tíma
algengur aðeins á Austurlandi og
finnst þar allt frá Gunnólfsvíkur-
fjalli í norðri til Öræfa í suðri (Hjör-
leifur Guttormsson 1972, Árni Ein-
arsson 1977). Eldri heimildir geta
um fundarstaði á Vestfjörðum en
ekki hefur spurst til lyngbobbans
þar á seinustu áratugum. Ævar
Petersen (1992) greinir frá fundar-
stað við Breiðuvík á Snæfellsnesi,
svo ekki er útilokað að einangruð
búsvæði eigi enn eftir að koma í
ljós.
ÚTBREIÐSLA UTAN
ÍSLANDS
Lyngbobbinn er útbreiddur og al-
gengur á meginlandi Evrópu, mætti
raunar teljast með einkennistegund-
um evrópskrar sniglafánu. Hann er
algengastur í mið- og norðvestur-
hluta álfunnar (Kerney o.fl. 1983),
verður sjaldgæfur þegar kemur suð-
ur fyrir Alpafjöll og nyrst í Skandin-
avíu. I Ölpunum lifir hann í allt að
2700 m hæð. Hann hefur ekki fund-
ist í Finnlandi. I Austur-Evrópu
finnst hann hér og þar allt austur til
V-Úkraínu (Fechter og Falkner 1989).
í Englandi og Skotlandi er lyngbobb-
inn víða algengur (Kerney 1999),
finnst í allt að 1160 m hæð á Ben
Lawers. Á Irlandi finnst hann aftur á
móti svo til eingöngu nyrst í land-
inu.
Lyngbobbans er ekki getið í bók
Burch (1962) um landsnigla í austan-
verðum Bandaríkjunum og ekki
hafa fundist heimildir um hann þar.
I Kanada er hann einungis þekktur á
einum stað á Nýfundnalandi. Þetta
er eftirtektarvert því aðrir algengir
Evrópusniglar sem lifa á svipuðum
slóðum og lyngbobbinn, svo sem
brekkubobbinn (Cepaea hortensis
(Muller, 1774)), gerðisbobbinn (Cepa-
ea nemoralis (Linnaeus, 1758)), vín-
berjasnigillinn (Helix pomatia Linna-
eus, 1758) og garðabobbinn (Helix
aspersa Múller, 1774), hafa fylgt Evr-
ópubúum til Ameríku og eru þar
víða algengir.
Lifnaðarhættir
Lyngbobbinn er jurtaæta eins og
flestir sniglar. Hann sækir í grósku-
mikinn gróður og lifir gjarnan á
rökum og skjólgóðum stöðum und-
ir laufi og rusli. I norðanverðri Evr-
ópu lifir hann gjarnan í görðum og
dalbotnum og þá með brekkubobb-
anum og gerðisbobbanum. En hann
er nokkru harðgerðari og teygir sig
hærra upp eftir hlíðum en þeir. Hér
á landi hefur útbreiðslan verið svo
til eingöngu á Austurlandi, eins og
fyrr segir, og þar lifir hann einkum
í gróðursælum brekkum sem hallar
mót suðri. Hann er greinilega á
mörkum útbreiðslu sinnar, eins og
raunar margir þeirra snigla sem hér
lifa, og hefur ekki breiðst teljandi út
til annarra landshluta. Það er eftir-
tektarvert að þegar hann loksins
flutti á mölina í Reykjavík þá kom
hann frá Danmörku.
Hvað stærð varðar sverja lyng-
bobbarnir í Reykjavík sig frekar í
ætt við lyngbobba á meginlandinu
en á Austurlandi (3. mynd). Ekki er
á grundvelli fyrirliggjandi gagna
hægt að segja til um hvort stærðar-
munurinn stafar af erfðum eða at-
læti. Það væri þó áhugavert að fá úr
því skorið hversu langt Austfjarða-
2. mxjnd. Tvö eintök h/ngbobba xír Foss-
vogsdat, bæði frekar dæmigerð þótt nokk-
ur munur séá. Kuðungurinn til vinstri er
20,0 mm á breidd og fremur dökkur á lit.
Sá til hægri er 22,4 mm á breidd, Ijósari að
lit og með áberandi hærri hyrnu. - Two
specitnens of Arianta arbustorum from
Rex/kjavík, both rather typicai for the
species. The one on the left has a diameter
of 20.0 mm and is rather dark-coloured
whereas the other one has a diameter of
22.4 mm, is lighter in colour and has a
higher spire.
bobbinn hefur þróast frá upphafi
sínu í einangrun hér á landi og
hvort hægt sé að líta á hann sem
sérstaka tegund eða undirtegund
forfeðra sinna í Evrópu. Ef til vill
má með því varpa ljósi á spurning-
una um það hvernig nýjar tegundir
smádýra námu hér land eftir ör-
deyðu ísaldarinnar.
SUMMARY
Copse snails found in Reykjavík
A viable colony of the landsnail Arianta
arbustorum (Linnaeus, 1758) was found
in Reykjavík in the sumrner of 2003. The
colony spread from greenhouses and
apparently originated in garden plants
imported from Denmark a few years
earlier. Closer inspection of records has
136