Náttúrufræðingurinn - 2003, Qupperneq 64
Náttúrufræðingurinn
2. mynd. Flugmynd af Surtsey, tekin í júlí 2000. Horft er til norðausturs. Skeifulaga
sprengigígirnir á miðri eynni eru að mestu orðnir að móbergi (Ijósbrúnt).- Aerial pho-
tograph of Surtsey, looking to the northeast, taken in fuly 2000. The horseshoe-shaped
craters at the center of the island are formed of palagonite tuff (light brown).
(Ljósm./Photo. J. Olley).
3. mynd. Einfaldað jarðfræðikort af Surtsey, byggt á athugunum < júlí 2002. Foksandi,
skriðum og aurkeilum er sleppt. Útlínur eyjarinnar eru samkvæmt loftmynd frá íágúst
2002. - Simplified geological map of Surtsey as at July 2002. Aeolian sand deposits,
debris flows and talus are not shown.
norðurs meðfram vestur- og austur-
ströndinni.
SjÁVARROF 1967-2002
Við Vestmannaeyjar er sterk hafalda
úr suðvestri ríkjandi og hlýtur þar
að vera að finna aðalorsök þess að
rofið er langmest suðvestan og
sunnan í Surtsey. Síðan 1967 hefur
allt að 530 m breið spilda horfið af
hrauninu suðvestan megin á eynni
(sbr. 5. mynd). Annað sem hefur
lærst við langtímavöktun Surtseyjar
er að umtalsvert rof verður þar fyrst
og fremst í aftakaveðrum, og þá
helst á vetrum. Siglingastofnun hef-
ur frá 1988 starfrækt öldumæli aust-
suðaustur af Surtsey (sjá 2. mynd)
og eru mælingar þar til vitnis um
hversu mikið öldurótið getur orðið
á þessu hafsvæði. Þarna mældist
16,7 m há kennialda (meðaltal
hæstu alda) í ofsaveðrinu 8.-9. jan-
úar 1990 (Gísli Viggósson og fél.
1994). Þessi öldumælir er nú á stað
63°17,14' N og 20°20,70'V.
Endurteknar hallamælingar og
GPS-mælingar hafa sýnt að Surtsey
hefur sigið töluvert og þá sérstak-
lega miðhluti eyjarinnar (Moore
o.fl. 1992, Páll Einarsson o.fl. 1994,
Erik Sturkell munnl. uppl.). Á árun-
um 1966 til 1991 er talið að eyjan
hafi sigið rúmlega einn metra, og
undanfarin ár hefur miðbik eyjar-
innar enn verið að síga um einn
sentimetra á ári. Það er trúlegt að
þetta sig hafi leitt til meira sjávar-
rofs en ella hefði orðið.
Á 5. mynd er sýnt á einfaldan hátt
hvernig Surtsey hefur minnkað á
tímabilinu 1967-2002. Eyjan var
stærst 2,65 km2 vorið 1967, en mæld-
ist aðeins 1,40 km2 sumarið 2002.
Einnig er sýnd líkleg lögun móberg-
skjarnans en gert er ráð fyrir að mó-
berg sé undir hraununum. Á 6.
mynd má sjá nánar hvaða breyting-
um flatarmál eyjarinnar hefur tekið,
bæði meðan á gosum stóð og eftir að
gosum lauk. Þá eru einnig sýndar
þar breytingar á flatarmáli einstakra
jarðmyndana. Það vekur athygli að
breytingar á heildarflatarmáli eyjar-
innar síðan 1967 eru aðallega háðar
rofi á hraununum, samanlagt flatar-
140