Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2003, Qupperneq 70

Náttúrufræðingurinn - 2003, Qupperneq 70
Náttúrufræðingurinn lífverum er adenósínþrífosfat (ATP) notað sem orkumiðill. Þessi eins- leitni efnaskiptanna er í flestra aug- um sterk vísbending um að þau hafi í meginatriðum varðveist í sinni upprunalegu mynd allt frá árdögum lífsins. Allar frumur eru umluktar himnu sem gerð er úr tvöföldu lagi fitusam- einda og prótínum, sem mörg gegna því hlutverki að flytja smásameindir inn í frumuna og út úr henni. I frum- um heilkjörnunga eru líka innri himnukerfi. Himnur lífvera verða ekki til sjálfkrafa eða upp á nýtt heldur vaxa þær ætíð af himnum sem fyrir eru. Ekki er hægt að hugsa sér frumulíf án umlykjandi himnu og himnan sem umlukti hina fyrstu frumu eða frumuvísi hefur að öllum líkindum verið gerð úr tvöföldu lagi fitusameinda líkt og í nútímafrum- um. Greint er á milli tveggja talsvert ólíkra frumugerða, heilkjarna- og dreifkjarnafrumna. Heilkjarnafrum- ur hafa frumukjama sem er umluk- inn kjarnahimnu og geymir erfða- efni fmmunnar. Utan kjarnans er umfrymið þar sem mikið af efna- skiptum frumunnar fer fram og þar eru prótín smíðuð eftir forskrift RNA-afrita af genum kjarnans. I dreifkjarnafrumum, þ.e. raunbakter- íum og fornbakteríum, eru hins veg- ar engin skil milli erfðaefnis og um- frymis. I umfrymi heilkjarnafmmna em frumulíffæri sem óþekkt em í dreifkjörnungum. Næstum því allir heilkjörnungar hafa hvatbera, sem em miðstöðvar öndunar, og plöntu- fmmur hafa grænukorn að auki. Bæði þessi frumulíffæri hafa litlar DNA-sameindir enda er talið að þau séu bakteríur að uppmna. Engar frumstæðar lífverur eru þekktar á jörðinni sem gætu verið millistig á milli þess skipulags sem hér er lýst og hinnar fyrstu fmmu. Hins vegar má, eins og áður var drepið á, telja líklegt að frumur vorra tíma beri enn ýmis merki frumgerðarinnar. Því er líka mikil- vægt að rýna af gaumgæfni í skipu- lag lífsins eins og við þekkjum það. Sum fyrstu sporin í átt til lífs kunna þó að vera afmáð með öllu. Tilkoma hinnar fyrstu eiginlegu fmmu hlýtur að hafa átt sér langan aðdraganda. Ef við gætum rakið þá myndunarsögu skref fýrir skref gæti eflaust verið álitamál á hvaða stigi réttmætt væri að tala um eiginlegt líf. I þessari grein em skilin sett við fmmuna sjálfa, fmmu sem er um- lukin himnu, hefur erfðaefni og efnaskipti og skiptir sér með reglu- bundnum hætti. Alla hugsanlega forvera slíkrar fmmu kalla ég lífvísa eða fmmuvísa. Aldur lífs á jörðu Talið er að jörðin sé um 4.600 milljón ára gömul en að 600-800 milljónir ára hafi liðið þangað til hún varð byggileg fyrir lífvemr. I bergi frá Warrawoona í Ástralíu, sem er um 3.550 milljón ára gamalt, telja banda- ríski vísindamaðurinn William Schopf og samstarfsmenn hans sig hafa fundið nokkuð ömgg merki um líf. I berginu má sjá steingerð form sem líkjast mjög örverum vorra tíma, t.d. keðjum blágrænna bakter- ía (Schopf 1993, Schopf 1999). Einnig er C13/C12-hlutfall kolefnis eins og við er búist ef um leifar af lífverum væri að ræða. í um 3.800 milljón ára gömlum jarðmyndunum frá Isua á Grænlandi er hlutfall kolefnissam- sætna skekkt á svipaðan hátt, en bergið er mjög ummyndað og ekkert sem líkist örverum er sjáanlegt (Mojzsis o.fl. 1996). Með hliðsjón af þessum athugunum hafa sérfræð- ingar á síðari ámm verið nokkuð ör- uggir um að lífið á jörðinni sé a.m.k. 3.500 milljón ára gamalt (Nisbet og Sleep 2001). Nýlega birtist hins vegar grein þar sem þessar athuganir og álykt- anir em dregnar mjög í efa (Braiser o.fl. 2002). Höfundar greinarinnar telja myndir af steingerðum bakter- íum úr Warrawoona-jarðlögunum langt frá því að vera sannfærandi og að skekkt hlutfall kolefnissamsætna geti átt sér aðra skýringu en starf- semi lífvera. Bíða verður frekari at- hugana áður en endanlegur dómur verður kveðinn upp um það hvort þessar myndir em af lífvemm eður ei. Óumdeildari leifar af lífverum em nokkur hundmð milljón ámm yngri. Lífrænar sameindir, fitusam- eindir, sem að öllum líkindum vom myndaðar af lífverum, hafa t.d. fundist í 2.700 milljón ára gömlum jarðlögum í Ástralíu (Brocks o.fl. 1999). En lífvemr gætu hafa verið til mjög lengi án þess að skilja ótvíræð merki eftir sig. Óvissa um aldur lífs- ins á jörðinni gerir þeim erfitt fyrir sem vilja skilgreina þær aðstæður sem ríktu við kviknun hins fyrsta lífs. 1. mynd. Alexander Oparin (1894-1980). Úr bókinni Planets and Life eftir P.H.A. Sneath 1970. LÍFRÆNAR SAMEINDIR Á FRUMJÖRÐ Rússneski efnafræðingurinn Alex- ander Oparin (1. mynd) skrifaði árið 1924 athyglisverða litla bók um upp- mna lífs. Hann stakk þar upp á því að andrúmsloft frumjarðar hafi ver- ið súrefnissnautt og mjög afoxandi. Lífrænar sameindir sem mynduðust hefðu því getað safnast fyrir og orð- ið efniviður hinna fyrstu lífvera. í ox- andi andrúmslofti hefðu þær eyðst (Oparin 1924). Árið 1929 birti enski erfðafræðingurinn og lífefnafræð- ingurinn J.B.S. Haldane (2. mynd) grein þar sem svipuðum sjónarmið- um er haldið fram. Haldane gat sér 146
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.