Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2003, Side 72

Náttúrufræðingurinn - 2003, Side 72
Náttúrufræðingurinn efnis, hafi verið fyrsta eða eitt af allra fyrstu skrefunum í átt til lífs, og er þá oftast talið líklegast að þessar sam- eindir hafi verið kjarnsýrur. I þeim síðari er því hins vegar haldið fram að efnaskipti hafi komið til og náð góðri fótfestu áður en eftirmyndun- arsameindir komu til sögunnar. Við getum til hægðarauka talað um eftir- myndunarkenningar annars vegar og efnaskiptakenningar hins vegar. Þrátt fyrir mismunandi áherslur þurfa kenningar af báðum flokkum að sjálfsögðu að gera grein fyrir upp- runa bæði erfðaefnis og efnaskipta. Þeir sem aðhyllst hafa eftirmynd- unarkenningar hafa gert því skóna að fyrstu vísarnir að lífi hafi notfært sér lífrænar sameindir sem safnast höfðu fyrir, helst í frumhöfunum. Sumir efnaskiptasinnar vilja líka treysta á þennan forða en aðrir halda því fram að fyrstu lífvísamir hafi verið algerlega óháðir honum, ef hann hafi þá verið til, og að hið fyrsta líf hafi verið fmmbjarga. Ég mun hér á eftir fyrst greina frá eftirmyndunarkenningum en síðan frá tveimur ólíkum tilgátum þar sem efnaskipti em í fyrirrúmi. Erfðaefni í öndvegi Eftir að Stanley Miller hafði birt nið- urstöður sínar árið 1953 og kenning- in um mjög afoxandi andrúmsloft fmmjarðar þótti sannfærandi, töldu margir að sennileg skýring á upp- mna lífsins væri á næsta leiti. Menn hölluðust að því að á fmmjörð hefði verið gnótt lífrænna sameinda og í fmmsúpunni hefðu sjálfkrafa mynd- ast eftirmyndandi kjarnsýrusam- eindir, vísar að erfðaefni nútímalíf- vera. Eftirmyndun kjarnsýranna hlaut í fyrstu að hafa verið háð bygg- ingarefnum sem fyrir vom í fmm- súpunni. Þar þurftu því að hafa ver- ið kirni sem hentuðu til smíði kjarnsýra. Það hlaut þó fljótlega að valda vissum áhyggjum að kimi em langt frá því að vera einfaldar sam- eindir. Þau em sett saman úr nitur- basa (púríni eða pýrimidíni), sykm og fosfati. I nútímalífvemm em það alltaf þrífosföt kirnanna sem em not- uð við smíði kjarnsýmsameinda. Sú skoðun virðist hafa verið ríkjandi að eftirmyndun slíkra sameinda hafi getað hafist í opnu kerfi án umlykj- andi himnu. Síðar hafi eiginleg efna- skipti hafist og himna komið til sög- unnar. Sumir sérfræðingar aðhyllast enn þessa skoðun (Zubay 2000). Kenning um upphaf og þróun eftir- myndandi sameinda hefur verið rækilega útfærð af þýska eðlisefna- fræðingnum Manfred Eigen (Eigen o.fl. 1981). Hugsanlegt er að fyrstu skref efnaskipta hafi farið fram án atbeina sérvirkra efnahvata (Lazcano og Miller 1999), en að því hlaut að koma að þeirra væri þörf. Hlutu þeir ekki að hafa verið prótín? Sumir héldu jafnvel að prótín hefðu komið til sög- unnar á undan kjamsýmnum. En prótín eftirmyndast ekki og gátu varla hafa verið sérhæfð til hvötunar eða annarra starfa fyrr en þau vom mynduð undir stjórn kjarnsýra líkt og í nútímafrumum. Prótínmyndun undir stjórn kjarnsýra er hins vegar afar flókið ferli sem getur ekki hafa verið starfrækt í fyrstu lífvísunum. Þetta var flestum Ijóst um 1960 þeg- ar meginatriði prótín- og kjamsým- smíðinnar höfðu verið upplýst. Það var hins vegar ráðgáta hvernig líf- vísarnir hefðu getað komist af án all- sérvirkra efnahvata. Það var mörgum áhugamönnum um uppmna lífs því mikill léttir þeg- ar bandarísku vísindamennirnir Thomas R. Cech og Sidney Altman sýndu fram á að RNA-sameindir geta haft hvötunarvirkni (Guerrier- Takada o.fl. 1983, Kmger o.fl. 1982). Slíkar RNA-sameindir em kallaðar ríbósím. Ríbósím em í ákveðnum til- vikum notuð til að klippa á tengi í RNA-sameindum og tenging amínó- sýra í peptíðkeðjur virðist vera hvöt- uð af svonefndri 23S rRNA-sameind ríbósóma. Þekkt náttúmleg ríbósím em fá en þau gegna mikilvægum hlutverkum (Joyce 2002). Uppgötvun ríbósíma bauð heim þeirri tilgátu að í upphafi hafi RNA verið bæði erfðaefni og helsta hvöt- unarsameindin. Það hafi hvatað eig- in eftirmyndun og líka ýmis efna- hvörf efnaskipta. Prótín þyrftu ekki að hafa komið til sögunnar fyrr en RNA-lífvísinum tókst að búa þau til á RNA-móti og gerð þeirra varð þar með arfbundin. Menn greinir hins vegar mjög á um hversu langt lífvísar hafi getað náð undir stjórn RNA-sameinda. Telja má hæpið að eiginlegar frumur með reglufastri frumuskiptingu hafi komið fram á þessu stigi (Woese 2002). En það er ýmislegt í fari nútímafrumna sem styður þá kenningu að RNA hafi komið til sögunnar á undan DNA og verið helsta stórsameindin á ákveðnu stigi í þróun lífsins. Um þá kenningu verður fjallað nánar í annarri grein. A hinn bóginn hefur reynst afar erfitt að skýra uppruna RNA-sam- einda. Að dómi sumra sérfræðinga væri það nánast kraftaverk ef þær hefðu myndast sjálfkrafa á frumjörð. I fyrsta lagi hefur ekki verið hægt að sýna fram á myndun kima, sem em byggingareiningar kjarnsýra, við lík- leg skilyrði fmmjarðar, í öðm lagi er ólíklegt að kirnin hafi, ef til vom, get- að safnast sjálfkrafa saman í reglu- legar kjamsýmkeðjur og í þriðja lagi hefðu slíkar keðjur að öllum líkind- um verið mjög óstöðugar og ending- arlitlar í vatnslausn. Stungið hefur verið upp á því að önnur stöðugri eftirmyndunarsameind hafi verið undanfari RNA sem erfðaefni og hafa nokkrar verið nefndar til sög- unnar (Joyce 2002). Tilgátur um slík- ar sameindir hafa verið settar fram en engin þeirra getur talist mjög sannfærandi (Orgel 1998). Kenningar sem hafa eftirmynd- un sem eitt allra fyrsta skrefið í átt til lífs gera kröfur um mikið fram- boð lífrænna sameinda á frumjörð, sérstaklega framboð á byggingar- efnum eftirmyndandi sameinda. Auk þess kröfur um sjálfkrafa sam- söfnun þeirra í keðjur í opnu kerfi. A síðari árum hafa slíkar kenningar sætt harðnandi gagnrýni (Shapiro 2000). EFNASKIPTI á undan EFTIRMYN DUN? í nokkmm kenningum um uppmna lífs er því haldið fram að efnaskipti hafi náð að þróast að vissu marki 148

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.