Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 27
Rómantík OG RAUNSÆI HUGI ÓLAFSSON Umrœða um umhverfisvemd var lengi í anda rómantíkurinriar og á þá lund að sporna þyifti gegn iðnvœðingu og snúa aftur til náttúrulegra lífernis. A síðari árum hefur umrœðan hins vegar einkum snúist um hvernig sameina megi áframhaldandi hagvöxt og sjónarmið umhverfisverndar undir merkjum sjálfbœrrar þróunar. Slík Ijósgræn sjónarmið eru nú allsráðandi í opinberri unirœðu um umhverfismál og rómantíkin á undir högg að sækja. Eftirfarandi grein er að mestu byggð á erindi sem höfundur flutti á ráðstefn- unni Markmið og leiðir í umhverfis- málum: siðfræðileg viðhorf, sem haldin var á Kirkjubæjarklaustri, 1.-2. mars 1996. Fr rá sögulegum sjónarhóli má skipta hugmyndafræðinni að baki umhverfisvernd í tvo _________ þætti. Annars vegar er sá sem mætti kalla hefðbundna umhverfisvernd- arstefnu sem byggist einkum á sið- fræðilegum gildum og hins vegar er hugmyndafræði „sjálfbærrar þróunar" sem Hugi Ólafsson (f. 1964) lauk B.A.-prófi í jarðfræði og stjórnmálafræði frá Occidental College í Los Angeles 1987 og Masters-prófi í alþjóðastjórnmálum frá Co- lumbia-háskóla í New York 1991. Hann er deildar- stjóri í umhverfisráðuneytinu. byggist að mestu á hagfræðilegum for- sendum. Hér er auðvitað á ferðinni nokkur einföldun og ástæða er til að taka fram að þessir tveir þættir eru ekki andstæður heldur fléttast þeir saman í umfjöllun um náttúruvernd, nýtingu auðlinda og skipt- ingu gæða jarðar á milli ríkja og jafnvel kynslóða. A síðustu árum hafa orðið iniklar áherslubreytingar í umræðunni um umhverfismál og áherslan á hinn efna- hagslega þátt hefur farið stöðugt vaxandi. Hér verður reynt að stikla á stóru í þessari uinræðu og svara því hvort „rómantísk“ hugsun í umhverfisvernd sé orðin úrelt. ■ HEFÐBUNDIN UMHVERFISVERND Það sem mætti kalla hefðbundna umhverf- isverndarstefnu á rætur sínar að stórum hlula að rekja til franska rithöfundarins og heimspekingsins Jacques Rousseau (1712- 1778), en vegna andófs gegn tækni- og vísindahyggju upplýsingastefnunnar er hann talinn upphafsmaður rómantíkur- innar í Evrópu. Rousseau lofaði einfall líferni í faðmi sveitar og náttúru og í sinni einföldustu mynd orðar hann hugmynda- fræði sína á þessa leið: „Guð skapaði heiminn og hann var góður, síðan kont maðurinn og spillti honum með verkuin sínum.“ Rousseau og fylgismönnum hans fannst vísindin ræna manninn sam- Náttúrufræðingurinn 67 (1), bls. 21-28, 1997. 21

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.