Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 5
Rjúpna-
RANNSÓKNIR
Á KVÍSKERJUM
1963 -1995
ÓLAFUR K. NIELSEN
OG HÁLFDÁN BJÖRNSSON
Rjúpan (Lagopus mutus) er
algengur varpfugl víða um land
og eftirsótt veiðibráð (1. mynd).
---------- Lengi hefur verið vitað að
miklar stofnsveiflur einkenna íslensku
rjúpuna og stofninn hefur verið stærstur um
það bil tíunda hvert ár (Finnur Guð-
mundsson 1960, Arnþór Garðarsson 1988,
Olafúr K. Nielsen og Gunnlaugur Péturs-
son 1995).
Árið 1963 hófust rannsóknir á rjúpum á
Náttúrufræðistofnun Islands undir forystu
dr. Finns Guðmundssonar fuglafræðings
(Finnur Guðmundsson 1964). Fyrir hvatn-
ingu dr. Finns hóf annar okkar (H.B.)
rjúpnatalningar á heimajörð sinni, Kví-
skerjum í Öræfúm, vorið 1963 (2. mynd).
Þessar talningar hafa haldið þar áfram alla
tíð síðan og þetta er með lengstu samfelldu
rjúpnatalningum hér á landi (Ævar
Petersen 1991). Fyrir 1963 hafði nokkuð
verið merkt af rjúpum á Kvískerjum og
merkingarnar hafa haldið áfram fram á
þennan dag. Einnig hefur verið fylgst með
varpháttum rjúpunnar á svæðinu. I þessari
Ólafur K. Niclscn (f. 1954) lauk B.S.-prófi í líffræði
frá Háskóla íslands 1978 og Ph.D.-prófi í dýra-
vistfræði frá Comell-háskóla í Bandaríkjunum 1986.
Ólafur starfaði hjá Líffræðistofnun Háskólans 1986-
1993 og starfar nú hjá Náttúrufræðistofnun íslands.
Hálfdán Bjömsson (f. 1927) er bóndi á Kvískerjum í
Öræfum og sjálfmenntaður náttúrufræðingur.
ritgerð er ætlunin að fjalla um niðurstöður
rjúpnatalninga og merkinga.
■ ATHUGANASVÆÐI
Rjúpnatalningasvæðið á Kvískerjum
(63°59’N, 16°26’V) er 2,1 km2 að flatar-
máli og mjög fjölbreytt bæði að landslagi
og gróðri (2. mynd). Bærinn Kvísker er á
talningasvæðinu. Stór hluti svæðisins er
hin svonefnda Heiði (ranglega nefnd Meiði
á sumum kortum Landmælinga). Mestur
hluti hennar er vaxinn birkikjarri (Betula
pubescens), krækilyngi (Empetrum nigr-
um) og bláberjalyngi (Vaccinium uligin-
osum) með gamburmosa (Racomitrium
lanuginosum) þar á milli. Svæðið nær
austur fyrir Heiðina á jökulöldur sem þar
eru. Jökulöldurnar eru allmikið grónar
krækilyngi og lágvöxnum birkirunnum.
Suðvestur af Heiði eru Eystri-Hvammur og
Amarbæli, skógivaxnar brekkur undir
háum klettum. Stór tjöm, Stöðuvatnið, er í
Eystri-Hvammi. Allmikið er af gulvíði
(Salix phylicifolia) í Eystri-Hvammi.
Bæjarsker heitir birkivaxið fjall ofan við
bæinn á Kvískerjum sem nær austur að
Eystri-Hvammi, og Eystri-Háls gengur
norðaustur úr því. Á Bæjarskeri er víða
birki og eins austan á þvi, ásamt ýmsum
gróðri, lyngtegundum o.fl. Vestan við
bæinn nær rjúpnaathuganasvæðið um
Náttúrufræðingurinn 66 (3-4), bls. 115-123, 1997.
115