Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 7

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 7
2. mynd. Rjúpnatalningasvæðið á Kvískerjum, séð yfír Heiði, 23. júní 1996. - The Ptarmigan Census Area at Kvísker. Ljósm./photo Helgi Björnsson. 1981, og síðan ljögur ár með um 33 karra (15,7 karrar/km2). Á þessu skeiði er ekki hægt að tala um neinn ákveðinn topp eins og var svo greinilegur 1966. Þetta skeið endar með fækkun í 5 ár (að jafnaði 24% á ári). Eftir 1992 hófst nýtt fjölgunarskeið og aukn- ing milli ára hefur verið um 44%. Við höfum engar upp- lýsingar um aldurs- hlutföll í vorstofninum á Kvískerjum né unga- framleiðslu síðsumars, þannig að við getum ekkert ráðið í afföll og hvemig þau greinast á aldurshópa og breytast milli ára. Samanburður VIÐ ÖNNUR RJÚPNATALNINGASVÆÐI Varpþéttleiki rjúpna á Kvískerjum er svipaður og á bestu rjúpnatalninga- svæðunum á Norðausturlandi (Ólafur K. Nielsen 1995b og óbirt gögn í Náttúra- fræðistofnun) en heldur lægri en í Hrísey á Eyjafirði (Ævar Petersen 1991 og óbirt gögn í Náttúrufræðistofnun). Meðalþétt- leiki á Kvískerjum fyrir tímabilið 1983 til 1995 var 9,3 karrar/km2 á ári (minnst 3,3 og mest 16,7 karrar/km2). Á Laxamýri, sem var næstbesta talningasvæðið af sex svæðum á Norðausturlandi, voru á sama tíma að meðaltali 8,8 karrar/km2 á ári (minnst 3,8 og mest 13,0 karrar/km2). í Hrísey á sama tima voru að meðaltali 24,6 karrar/km2 á ári (minnst 9,9 og mest 41,1 karrar/knr2). Fróðlegt er að bera stofnbreytingar á Kvískerjum saman við Hrísey og svæði á Norðausturlandi. Á árunum 1963 til 1976 voru breytingar á Kvískerjum og í Hrísey nákvæmlega í takt; uppsveiflan hófst á sama tíma, toppur var sama ár, fækkun hófst sama ár og síðan aukning í meðal- þéttleika á báðum svæðum 1975 og 1976 (4. mynd). Við höfum ekki tölur frá Hrísey aftur fyrr en 1983 og frá Norðausturlandi fyrst frá 1981. Frá 1983 fylgjast tölur frá Hrísey og Norðausturlandi mjög vel að; það var greinilegur toppur 1986 á báðum svæðum og síðan hliðstæð fækkun á um 7 árum og eftir það aukning aftur. Á Kvískerjum var aldrei neinn skýr toppur á 9. áratugnum, eins og fram hefur komið, og fyrri hluta þess áratugar var þéttleikinn í góðu meðallagi og engar ákveðnar breytingar í stofnstærð. Um miðjan áratuginn byrjaði að fækka á Kvískerjum á sama tíma og norðan- og norðaustanlands, og fækkunin varaði álíka lengi á Kvískerjum og fyrir norðan. Síðustu þrjú árin (1993 til 1995) hafa breytingar verið eins á þessum svæðum. Það að þessar stofnbreytingar skuli gerast á sama tima á aðskildum svæðum bendir til þess að áhrifavaldurinn sé sá sami, hver svo sem hann er (sjá Lindström o.fl. 1995). 117
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.