Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 19
2. mynd. Vindskafin netjuský (altocumulus lenticularís) yfir Borgarfirði í júní 1993. — Altocumulus lenticularis over Borgarfjörður (SW Iceland) in june 1993. með hæð myndast bylgjur í loftstraumnum yfir Qallinu og hlémegin við það. Eru slíkar bylgjur oft nefndar fjallabylgjur. Fjalla- bylgjur eru flugmönnum vel kunnar því þær geta skapað hættu ef ekki er tekið tillit til þeirra við ákvörðun flughæðar. Eins geta öflugir sviptivindar verið þar sem fjalla- bylgjur brotna, sem þær eiga til að gera líkt og öldur á strönd. Sé loftið í bylgjunum nægilega rakt geta myndast ský þar sem það fer hæst og verður kaldast, þ.e. í bylgjutoppunum. Ský sem myndast með þeim hætti eru sögð vindskafin og eru þau oft falleg (2. mynd). Þau líkjast stundum hugmyndum sem menn gera sér um fljúgandi diska, enda hefur borið við erlendis að fólk sem séð hefur vindskafin ský hafí séð ástæðu til að tilkynna það yfírvöldum. Náttúra fjallabylgna er sú að vindur er hvassastur í þeim þegar hann er á niðurleið en mun hægari þegar hann klifrar upp úr bylgjudalnum. Þannig flytja Qallabylgjur skriðþunga niður á við í andrúmsloftinu. Niðri við jörð getur orðið mjög hvasst þar sem loftið er á leið niður í bylgjudal en það er að jafnaði í og undir hlíðunum hlémegin fjallsins. ■ HEIKNITILRAUN MEÐ LOFTSTRAUM FRÁ 20. ÁGÚST 1995 Til að kanna nánar hvað átt hefur sér stað yfir Kverkfjöllum þennan umrædda ágúst- dag var gerð reiknitilraun þar sem reynt var að herma eftir raunverulegum straumi lofts í tölvu. Til þess verks var notuð stórtölva frönsku veðurstofunnar og millikvarða reiknilíkanið „Péridot“. Við skilgreiningu á yfirborði jarðar var líkt gróflega eftir Vatnajökli sem rís brattur upp af láglendi að sunnanverðu en endar í hásléttu að norðanverðu. Hvorki er reiknað með svigkrafti jarðar né viðnámi við jörð. 3. mynd sýnir þversnið frá norðri til suðurs en horft er til austurs. Sunnanáttin blæs sem sagt frá hægri til vinslri. Sýnt er varmastig (potential temperature) en það er sá hiti sem loftið hefði væri þrýstingur 129
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.