Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 22

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 22
AtHYGLISVERÐ SKORDÝR: Möðrusvarmi ERLING ÓLAFSSON Sennilega vekja fá skordýr jafnmikla athygli almennings og fiðrildin. Mörg þeirra eru með stærstu ______skordýrum og fá skordýr skarta sambærilegu litskrúði og þau. Fjölbreytnin er gríðarleg og mörg fiðrildi sýna undra- verða aðlögun að sérhæfðum lífsháttum. Þetta lof um fiðrildin kann ef til vill að hljóma ankannalega í eyrum íslenskra lesenda þar sem fiðrildin okkar hafa fæst hver notið sérstakrar aðdáunar fyrir glæsi- leik. Oftast eru þau fiðrildi sem menn rekast á hérlendis smá og einsleit. Þegar eitthvað íburðarmeira ber fyrir augu er eins víst að þar sé útlent fiðrildi á ferðinni. Til ársloka 1995 höfðu alls fundist 118 tegundir fiðrilda hér á landi. Þar af eru aðeins 58 taldar íslenskar en aðrar hingað komnar erlendis frá. Flestar hafa borist með vamingi en nokkru færri, eða 27 tegundir, eru taldar hafa flogið hingað að eigin frumkvæði með góðan suðaustan byr undir vængjum. Svarmar (ættin Sphingidae) eru margir hverjir stórir og einstaklega glæsileg fiðr- ildi. Þeir em einkar dugmiklir ferðalangar og hafa nokkrar tegundir þeirra borist hingað til lands. Ein þeirra er möðrusvarmi Hyles gallii Rottemburg, 1775. Möðrusvarmi lifir í Mið- og S-Evrópu og austur eftir Asíu til Japans (undirtegund gallii). Hann er einnig í norðanverðri N- Ameríku, suður til Colorado og Kalifomíu (undirtegund intermediá). Möðrasvarmi nær rétt norður til Danmerkur þar sem hann er mjög sjaldgæfur og staðbundinn. Erling Ólafsson (f. 1949) lauk B.S.-prófi í Iíffræði frá Háskóla íslands 1972 og doktorsprófi í skor- dýrafræði frá Háskólanum í Lundi 1991. Erling hefur starfað við dýrafræóirannsóknir hjá Náttúrufræði- stofnun íslands frá 1978. Stundum verður þó veraleg tjölgun þar í landi þegar möðrasvarmar koma fljúgandi að sunnan. Möðrasvarmi hefúr fundist ljóram sinnum hér á landi svo vitað sé. Hann fannst fyrst árið 1972 en þá fundust tveir sama daginn, eða 29. júlí, annar í Reykjavík en hinn við Ásgarð á Miðnesi. Næst fannst möðrasvarmi í Kópavogi 14. ágúst 1990 en sá hafði flogið inn í gróðurskála við íbúðarhús. Sá síðasti náðist á Höfn í Hornafirði 19. ágúst 1991. Tegundin hefur einnig borist til annarra eyja í N-Atlantshafi en hún hefúr mér vitanlega fúndist í Færeyjum og á Orkn- eyjum. Á Orkneyjum hefur hún fundist í júlí, um og eftir miðjan mánuðinn. Möðrusvarmi lifir á ýmsum tegundum plantna, m.a. möðrum (Galium), dúnurtum (Epilobium) og víði (Salix). Þó hér vaxi plöntur sem falla að fæðuvali hans era því miður engar líkur á að hann nái að nema land i hinni harðneskjulegu náttúra okkar. Möðrusvarmi Hyles gallii Rottemburg í Kópavogi 14. ágúst 1990. Hann er stór og búkmikill, með um 8 cm vœnghaf og áberandi Ijós belti langsum eftir framvængj- um. Á afturvœngjum grillir i rauðgula flekki sem eru meira áberandi á útréttum vœngjum. Ljósm. Erling Ólafsson. 132 Náttúrufræðingurinn 66 (3-4), bls. 132, 1997.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.