Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 24
1. mynd. Egill reiðir Böðvar son sinn látinn. Lágmynd í Skallagrímsgarði í Borgamesi eftir
dönsku listakonuna Anne Marie Brodersen. (Ljósm. Finnbogi Rögnvaldsson.)
Þar sem sýkin birtist venjulega fremur
seint á ævi og þróast hægt búa margir
sjúklingar við þolanlega heilsu. í öðrum
tilvikum koma fram alvarlegir íylgikvillar,
einkum hjá öldruðum sjúklingum. Má þar
nefna beinkrabba (osteosarcoma), blindu
og heymarleysi eða skerta sjón eða heym,
tmflað jafnvægisskyn og þrálátan höfúð-
verk. Aukið álag á blóðrás leiðir stundum
til hjartaáfalls. Sumir þjást af kulda á
fótum og höndum vegna truflaðrar blóð-
rásar.
■ egilssýki
Árið 1984 færði Þórður Harðarson, yfir-
læknir og prófessor við Háskóla íslands, rök
fyrir því í grein í Skírni að Egill Skallagríms-
son hefði verið haldinn beinsýki Pagets. í lok
greinarinnar bendir hann á að ffásögnin í
Egils sögu kunni að vera einhver fyrsta
lýsing sem til er á osteitis deformans, og sé
því viö hæfi að sjúkdómurinn verði um-
skírður og fái nafn af söguhetju eða höfundi
Egils sögu Skallagrímssonar.
Bandarískur fræðimaður, Jesse L. Byock,
prófessor í norrænum miðaldafræðum við
Kalifomíuháskóla í Los Angeles, kynnti og
útfærði kenningu Þórðar í þarlendu tímariti
1993. Greinin birtist í íslenskri þýðingu í
Skími 1994 og nokkuð breytt í Scientifíc
American í janúar 1995.
Húfuð egils
Egill Skallagrímsson er talinn fæddur um
910. Eftir viðburðaríka ævi heima og
erlendis fluttist hann að Mosfelli til stjúp-
dóttur sinnar og bróðurdóttur Þórdísar
Þórólfsdóttur og bónda hennar Gríms
2. mynd.
Sir James Paget,
1814-1899.
(BBC-Hulton
Picture Library,
Britannica.)
134